Lífið

Fjölbreytt matarlína fyrir börn

Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar
Hrefna og Rakel.
Hrefna og Rakel. vísir
"Eins og stendur er barnamaturinn Vakandi kominn í flestallar verslanir og dreifingin gengur mjög vel. Við Hrefna höfum unnið að því að útbúa uppskriftir og í kjölfarið fengum við úrtakshóp til að smakka matinn, það gerðum við til að fá sem bestu blönduna. Íslensk hráefni þykja bera af enda vatnið okkar með tærasta móti, loftið hreint og mikið vandað til allrar framleiðslu á landinu,“ segir Rakel Garðarsdóttir ánægð með útkomuna.

Þær stöllur sáu lítið af íslenskum matvælum ætluðum börnum í verslunum og hófu því að þróa mat sem innihéldi mikið af nauðsynlegum næringarefnum. Uglan Vaka, sem er auðkenni Vakandi, býður fram fjórar tegundir í dag en þær eru Gulrótarmauk og Rófu & blómkálsmauk sem ætlað er fyrir fjögurra mánaða börn og svo Íslenskur pottréttur og Grænmeti & perlubygg sem ætlað er fyrir níu mánaða börn og eldri.

"Við erum strax byrjuð að þróa nýjar tegundir í vörumerkinu svo þetta verður mjög fjölbreytt matarlína fyrir börn, þar sem hollusta og næringarrík framleiðsla er í fyrirrúmi,“ segir Rakel Garðarsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.