Forritun verður æ verðmætari hæfni 27. janúar 2016 16:30 Þau Helga Tryggvadóttir, Elísabet Ólafsdóttir og Jón Guðmundsson standa að nýstofnuðu samtökunum Kóder sem ætlað er að auka forritunarþekkingu almennt en þó sérstaklega meðal barna og unglinga. Ernir Kóder mun bjóða upp kynningarnámskeið í forritun sem eiga að vera aðgengileg öllum, til þess að sýna börnum og unglingum að allir geti lært forritun. „Þetta ætlum við að gera með því að hafa lág námskeiðsgjöld og jafnvel bjóða upp á frí pláss ef nægar skráningar fást. Einnig viljum við bjóða upp á sérstök námskeið fyrir stelpur,“ segir Helga og bætir við að þau komi til með að ráða fleiri leiðbeinendur á næstunni og biðja því bæði stelpur og stráka í tölvunarfræðinámi eða með bakgrunn í forritun að hafa samband á koder@koder.is.Á að auka jöfnuð Jón segir upphaflegu hugmyndina ekki endilega hafa snúist um forritunarkennslu heldur hafi hún komið upp í umræðum um hvernig þau gætu stofnað eitthvert samfélagsverkefni sem myndi auka jöfnuð í samfélaginu. „Mjög fljótt þróaðist hugmyndin út í það að halda námskeið til að kynna forritun fyrir börnum og unglingum á aldrinum níu til sextán ára. Sú hugmynd lá beint við, bæði vegna þess að við höfum öll á einhvern hátt tengst forritunarheiminum en líka vegna þess að þessi hæfni verður sífellt verðmætari í samfélaginu. Þar sem það er ekki enn boðið upp á forritunarkennslu í grunnskólunum og forritunarnámskeið eru ekki ódýr, er hætta á að einungis börn og unglingar sem koma frá tekjuháum heimilum geti sótt sér slíka þekkingu,“ segir hann. „Hugmyndin þróaðist líka fljótt út í það að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á sérstök stelpunámskeið, til þess að auka fjölda kvenkyns forritara, sem hafa hingað til verið í minnihluta. Sú hugmynd þróaðist bæði út frá minni eigin reynslu og reynslu Helgu, af því að hafa haft litla innsýn inn í hvað forritun var þegar við vorum að alast upp, auk þess að hafa skort sjálfstraust til að kynna okkur það. Þessa reynslu ætlum við að nýta í að efla sjálfstraust og forritunarþekkingu hjá stelpum framtíðarinnar,“ segir Elísabet. Þau segja að stuttu eftir að verkefnið hafi verið sett á laggirnar hafi það nánast stökkbreyst þegar þau fengu styrk fyrir kaupum á búnaði frá CCP og gátu þau því skipulagt fyrstu námskeiðin strax í kjölfarið.Vilja auka hlut stelpna Aðspurð að því hvers vegna þau standi í þessu segjast þau vita hvað það sé skemmtilegt og gefandi að kynna fólk fyrir nýrri þekkingu og fylgjast með því uppgötva eigin hæfileika og öðlast getu á nýju sviði. „Við vitum líka hvað það getur verið skemmtilegt og skapandi að forrita og viljum að sem flestir kynnist því. Það er líka sérstakt áhugamál hjá okkur að auka sjálfstraust stelpna á hinum ýmsu sviðum, ekki síst til að þær kynnist sviðum sem margir telja vera fremur áhugasvið stráka. Því viljum við breyta því það geta allir verið með,“ segir Helga og brosir. Elísabet segir öll börn græða á því að kunna að forrita, því forritun byggir á rökfræði og sköpun. „Nú orðið eru tölvur og forritun notuð í nánast hvað sem er, allt frá bílum til brauðrista. Að hafa öðlast grunnskilning á því hvernig tölvur og forritun virka er því mikilvæg færni í nútímasamfélagi.“ „Börn og unglingar læra að nota tölvur, snjallsíma og önnur stafræn tæki en þau þurfa líka að læra hvernig hægt er að nota þessi tæki, ekki bara sem afþreyingu, heldur sem verkfæri til að skapa eitthvað frá eigin brjósti,“ bætir Jón við.Námskeiðin byrja í febrúar Fyrstu námskeiðin verða haldin í Sandgerði í febrúar og verður það nokkurs konar tilraunaverkefni. Í mars verða haldin námskeið í Reykjavík í samvinnu við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þau verða auglýst þegar nær dregur og hægt er að fylgjast með því á www.koder.is og á Facebook-síðu Kóder. „Flestar fyrirspurnirnar hafa þó komið frá landsbyggðinni og við erum að setja saman þriggja daga helgarnámskeið til að geta mætt þeirri eftirspurn,“ segir Elísabet. Helga bætir við að þau hafi einnig fengið fyrirspurnir frá grunnskólum sem vilja bjóða upp á námskeið fyrir kennara og starfsfólk. „Við erum gríðarlega spennt fyrir þeim vettvangi. Þannig erum við skrefi nær að koma forritun inn í grunnskólana ef kennarar hefja sjálfir kennslu og í kjölfarið myndast vonandi meiri þrýstingur frá kennurum á að forritun verði innleidd í aðalnámskrá grunnskólanna.“ Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Kóder mun bjóða upp kynningarnámskeið í forritun sem eiga að vera aðgengileg öllum, til þess að sýna börnum og unglingum að allir geti lært forritun. „Þetta ætlum við að gera með því að hafa lág námskeiðsgjöld og jafnvel bjóða upp á frí pláss ef nægar skráningar fást. Einnig viljum við bjóða upp á sérstök námskeið fyrir stelpur,“ segir Helga og bætir við að þau komi til með að ráða fleiri leiðbeinendur á næstunni og biðja því bæði stelpur og stráka í tölvunarfræðinámi eða með bakgrunn í forritun að hafa samband á koder@koder.is.Á að auka jöfnuð Jón segir upphaflegu hugmyndina ekki endilega hafa snúist um forritunarkennslu heldur hafi hún komið upp í umræðum um hvernig þau gætu stofnað eitthvert samfélagsverkefni sem myndi auka jöfnuð í samfélaginu. „Mjög fljótt þróaðist hugmyndin út í það að halda námskeið til að kynna forritun fyrir börnum og unglingum á aldrinum níu til sextán ára. Sú hugmynd lá beint við, bæði vegna þess að við höfum öll á einhvern hátt tengst forritunarheiminum en líka vegna þess að þessi hæfni verður sífellt verðmætari í samfélaginu. Þar sem það er ekki enn boðið upp á forritunarkennslu í grunnskólunum og forritunarnámskeið eru ekki ódýr, er hætta á að einungis börn og unglingar sem koma frá tekjuháum heimilum geti sótt sér slíka þekkingu,“ segir hann. „Hugmyndin þróaðist líka fljótt út í það að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á sérstök stelpunámskeið, til þess að auka fjölda kvenkyns forritara, sem hafa hingað til verið í minnihluta. Sú hugmynd þróaðist bæði út frá minni eigin reynslu og reynslu Helgu, af því að hafa haft litla innsýn inn í hvað forritun var þegar við vorum að alast upp, auk þess að hafa skort sjálfstraust til að kynna okkur það. Þessa reynslu ætlum við að nýta í að efla sjálfstraust og forritunarþekkingu hjá stelpum framtíðarinnar,“ segir Elísabet. Þau segja að stuttu eftir að verkefnið hafi verið sett á laggirnar hafi það nánast stökkbreyst þegar þau fengu styrk fyrir kaupum á búnaði frá CCP og gátu þau því skipulagt fyrstu námskeiðin strax í kjölfarið.Vilja auka hlut stelpna Aðspurð að því hvers vegna þau standi í þessu segjast þau vita hvað það sé skemmtilegt og gefandi að kynna fólk fyrir nýrri þekkingu og fylgjast með því uppgötva eigin hæfileika og öðlast getu á nýju sviði. „Við vitum líka hvað það getur verið skemmtilegt og skapandi að forrita og viljum að sem flestir kynnist því. Það er líka sérstakt áhugamál hjá okkur að auka sjálfstraust stelpna á hinum ýmsu sviðum, ekki síst til að þær kynnist sviðum sem margir telja vera fremur áhugasvið stráka. Því viljum við breyta því það geta allir verið með,“ segir Helga og brosir. Elísabet segir öll börn græða á því að kunna að forrita, því forritun byggir á rökfræði og sköpun. „Nú orðið eru tölvur og forritun notuð í nánast hvað sem er, allt frá bílum til brauðrista. Að hafa öðlast grunnskilning á því hvernig tölvur og forritun virka er því mikilvæg færni í nútímasamfélagi.“ „Börn og unglingar læra að nota tölvur, snjallsíma og önnur stafræn tæki en þau þurfa líka að læra hvernig hægt er að nota þessi tæki, ekki bara sem afþreyingu, heldur sem verkfæri til að skapa eitthvað frá eigin brjósti,“ bætir Jón við.Námskeiðin byrja í febrúar Fyrstu námskeiðin verða haldin í Sandgerði í febrúar og verður það nokkurs konar tilraunaverkefni. Í mars verða haldin námskeið í Reykjavík í samvinnu við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þau verða auglýst þegar nær dregur og hægt er að fylgjast með því á www.koder.is og á Facebook-síðu Kóder. „Flestar fyrirspurnirnar hafa þó komið frá landsbyggðinni og við erum að setja saman þriggja daga helgarnámskeið til að geta mætt þeirri eftirspurn,“ segir Elísabet. Helga bætir við að þau hafi einnig fengið fyrirspurnir frá grunnskólum sem vilja bjóða upp á námskeið fyrir kennara og starfsfólk. „Við erum gríðarlega spennt fyrir þeim vettvangi. Þannig erum við skrefi nær að koma forritun inn í grunnskólana ef kennarar hefja sjálfir kennslu og í kjölfarið myndast vonandi meiri þrýstingur frá kennurum á að forritun verði innleidd í aðalnámskrá grunnskólanna.“
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira