„Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni“ Gunnar Jóhannesson skrifar 16. janúar 2016 07:00 Ofangreind fyrirsögn blasti við á vísi.is 14. janúar síðastliðinn. Tilefnið var könnun Siðmenntar á ýmsum viðhorfum fólks, m.a. varðandi tilurð alheimsins. Af 821 svarendum telja 18% að Guð skapaði alheiminn en 62% að hann varð til með Miklahvelli. Enginn undir 25 ára taldi Guð hafa komið nærri tilkomu alheimsins. Hvað segir þetta okkur? Af þessu mætti ætla að kenningin um Miklahvell og trúin á Guð sem skapara alheimsins séu andstæður. Svo virðist sem gengið sé út frá því í könnuninni og rýrir það mjög gildi hennar. Það er umhugsunarvert og vekur upp ýmsar spurningar. Miklihvellur er sú viðtekna kenning að alheimurinn eigi sér upphaf. Samkvæmt henni er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á tilgreindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvellur notað um þann atburð sem markaði upphaf tíma og rúms, efnis og orku. Samkvæmt því var alheimurinn ekki til fyrir Miklahvell. Miklahvellskenningin hefur verið svo ríkulega staðfest að „í dag trúa nánast allir að alheimurinn varð til í Miklahvelli“, svo vitnað sé til eðlisfræðingsins Stephen Hawking. En útilokar það trúna á Guð sem skapara alheimsins? Segjum að þú sért í gönguferð með vini þínum og heyrir allt í einu háværan hvell. Þú lítur skelfingu lostinn á vin þinn og spyrð hvað hafi gerst. Vinurinn horfir undrandi á þig og segir af stillingu: „Hafðu ekki áhyggjur. Ekkert orsakaði þennan hvell. Hann kom af engu.“ Þú mundir ekki fallast á jafnfráleitt svar. Í krafti skynsemi þinnar, reynslu og þekkingar veist þú vel að af engu kemur ekkert, og að allt sem verður til á sér orsök. Og það sem gildir um lítinn hvell á líka við um mikinn hvell. Að alheimurinn eigi sér upphaf merkir að hann á sér orsök. Sú orsök er eðli málsins samkvæmt utan og ofan við alheiminn sjálfan því hún orsakaði alheiminn. Hún er handan tíma, rúms, efnis og orku. Orsökin er utan og ofan við hinn náttúrulega veruleika sem alheimurinn er og því er hún í réttum skilningi yfirnáttúruleg. Sem orsök tíma, rúms og efnis er hún óbundin af tíma, rúmi og efni og því eilíf, rýmislaus og óefnisleg. Og ekki þarf að fjölyrða um hversu máttug hún er.Í hæsta máta skynsamlegt Hvað svo sem slík orsök er kölluð er síður en svo óviðeigandi að kalla hana Guð. Raunar er það í hæsta máta skynsamlegt. Ummæli breska eðlisfræðingsins Arthur Eddingtons koma til hugar: „Upphaf alheimsins felur í sér slíka erfiðleika að þeir eru óyfirstíganlegir nema við séum tilbúin til að líta á það sem hreint og beint yfirnáttúrulegt.“ Margir vísindamenn hafa tekið undir það, meðal annars eðlisfræðingurinn Robert Jastrow, sem gekk enn lengra í ummælum sínum: „Stjörnufræðingar hafa málað sig út í horn. Með eigin aðferðum hafa þeir sýnt að alheimurinn varð til fyrir sköpun sem leiddi til alls sem fyrir augu ber ... Að hér sé eitthvað að verki sem ég og aðrir myndum kalla yfirnáttúrulegt tel ég vísindalega sannaða staðreynd.“ En hvers vegna gera sumir jafn skarpan greinarmun á sköpun alheimsins og Miklahvelli og áðurnefnd könnun ber vitni um? Sjálfsagt vegna sköpunarfrásögu Biblíunnar. Miklihvellur kemur þar hvergi beint við sögu - svo sem von er. Sköpunarfrásaga Biblíunnar er margslungin frásaga sem of sjaldan er lesin á eigin forsendum og í viðeigandi samhengi. Þegar það er gert blasir við að ekki er um að ræða tilraun til að útskýra tilurð alheimsins í vísindalegum skilningi. Markmið sköpunarfrásögunnar er fyrst og síðast að bera fram með sínum hætti þá játningu að Guð er skaparinn og ennfremur að miðla þeirri sannfæringu að ástæða þess að alheimurinn er til er sú að Guð ákvað að skapa hann. Það er ekki nýtt að nálgun marga guðleysingja og efahyggjumanna til sköpunarfrásögunnar rúmi ekki aðra túlkun en þá sem bókstafurinn leyfir. Slík nálgun er afar fátækleg og horfir vitanlega framhjá því að textinn er rýmri en svo. En hvað sem því líður er hér engin mótsögn á ferð! Í stað þess að grafa undan biblíulegri sköpunartrú skýtur kenningin um Miklahvell mjög svo sterkum stoðum undir þá skynsamlegu sannfæringu kristins fólks frá öndverðu að „Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð [alheiminn]“. Það er umhugsunarvert. Burtséð frá því veit ég um margt ungt fólk sem trúir á persónulegan skapara alheimsins og hefur jafnframt rúm fyrir hina vísindalegu útskýringu á tilurð hans. Enda útilokar annað ekki hitt eða er í mótsögn við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ofangreind fyrirsögn blasti við á vísi.is 14. janúar síðastliðinn. Tilefnið var könnun Siðmenntar á ýmsum viðhorfum fólks, m.a. varðandi tilurð alheimsins. Af 821 svarendum telja 18% að Guð skapaði alheiminn en 62% að hann varð til með Miklahvelli. Enginn undir 25 ára taldi Guð hafa komið nærri tilkomu alheimsins. Hvað segir þetta okkur? Af þessu mætti ætla að kenningin um Miklahvell og trúin á Guð sem skapara alheimsins séu andstæður. Svo virðist sem gengið sé út frá því í könnuninni og rýrir það mjög gildi hennar. Það er umhugsunarvert og vekur upp ýmsar spurningar. Miklihvellur er sú viðtekna kenning að alheimurinn eigi sér upphaf. Samkvæmt henni er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á tilgreindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvellur notað um þann atburð sem markaði upphaf tíma og rúms, efnis og orku. Samkvæmt því var alheimurinn ekki til fyrir Miklahvell. Miklahvellskenningin hefur verið svo ríkulega staðfest að „í dag trúa nánast allir að alheimurinn varð til í Miklahvelli“, svo vitnað sé til eðlisfræðingsins Stephen Hawking. En útilokar það trúna á Guð sem skapara alheimsins? Segjum að þú sért í gönguferð með vini þínum og heyrir allt í einu háværan hvell. Þú lítur skelfingu lostinn á vin þinn og spyrð hvað hafi gerst. Vinurinn horfir undrandi á þig og segir af stillingu: „Hafðu ekki áhyggjur. Ekkert orsakaði þennan hvell. Hann kom af engu.“ Þú mundir ekki fallast á jafnfráleitt svar. Í krafti skynsemi þinnar, reynslu og þekkingar veist þú vel að af engu kemur ekkert, og að allt sem verður til á sér orsök. Og það sem gildir um lítinn hvell á líka við um mikinn hvell. Að alheimurinn eigi sér upphaf merkir að hann á sér orsök. Sú orsök er eðli málsins samkvæmt utan og ofan við alheiminn sjálfan því hún orsakaði alheiminn. Hún er handan tíma, rúms, efnis og orku. Orsökin er utan og ofan við hinn náttúrulega veruleika sem alheimurinn er og því er hún í réttum skilningi yfirnáttúruleg. Sem orsök tíma, rúms og efnis er hún óbundin af tíma, rúmi og efni og því eilíf, rýmislaus og óefnisleg. Og ekki þarf að fjölyrða um hversu máttug hún er.Í hæsta máta skynsamlegt Hvað svo sem slík orsök er kölluð er síður en svo óviðeigandi að kalla hana Guð. Raunar er það í hæsta máta skynsamlegt. Ummæli breska eðlisfræðingsins Arthur Eddingtons koma til hugar: „Upphaf alheimsins felur í sér slíka erfiðleika að þeir eru óyfirstíganlegir nema við séum tilbúin til að líta á það sem hreint og beint yfirnáttúrulegt.“ Margir vísindamenn hafa tekið undir það, meðal annars eðlisfræðingurinn Robert Jastrow, sem gekk enn lengra í ummælum sínum: „Stjörnufræðingar hafa málað sig út í horn. Með eigin aðferðum hafa þeir sýnt að alheimurinn varð til fyrir sköpun sem leiddi til alls sem fyrir augu ber ... Að hér sé eitthvað að verki sem ég og aðrir myndum kalla yfirnáttúrulegt tel ég vísindalega sannaða staðreynd.“ En hvers vegna gera sumir jafn skarpan greinarmun á sköpun alheimsins og Miklahvelli og áðurnefnd könnun ber vitni um? Sjálfsagt vegna sköpunarfrásögu Biblíunnar. Miklihvellur kemur þar hvergi beint við sögu - svo sem von er. Sköpunarfrásaga Biblíunnar er margslungin frásaga sem of sjaldan er lesin á eigin forsendum og í viðeigandi samhengi. Þegar það er gert blasir við að ekki er um að ræða tilraun til að útskýra tilurð alheimsins í vísindalegum skilningi. Markmið sköpunarfrásögunnar er fyrst og síðast að bera fram með sínum hætti þá játningu að Guð er skaparinn og ennfremur að miðla þeirri sannfæringu að ástæða þess að alheimurinn er til er sú að Guð ákvað að skapa hann. Það er ekki nýtt að nálgun marga guðleysingja og efahyggjumanna til sköpunarfrásögunnar rúmi ekki aðra túlkun en þá sem bókstafurinn leyfir. Slík nálgun er afar fátækleg og horfir vitanlega framhjá því að textinn er rýmri en svo. En hvað sem því líður er hér engin mótsögn á ferð! Í stað þess að grafa undan biblíulegri sköpunartrú skýtur kenningin um Miklahvell mjög svo sterkum stoðum undir þá skynsamlegu sannfæringu kristins fólks frá öndverðu að „Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð [alheiminn]“. Það er umhugsunarvert. Burtséð frá því veit ég um margt ungt fólk sem trúir á persónulegan skapara alheimsins og hefur jafnframt rúm fyrir hina vísindalegu útskýringu á tilurð hans. Enda útilokar annað ekki hitt eða er í mótsögn við það.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun