Er það skaðlegt heilsunni að vera með „hangandi haus“ yfir snjallsímanum? Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. febrúar 2016 20:48 Að vera háður snjallsímanum gæti haft bein áhrif á lundarfar fólks því tengsl eru á milli þess að vera hokinn og þunglyndur. Álag á háls eykst um 27 kíló þegar meðalmaðurinn hallar sér fram um sextíu gráður til að líta á snjallsímann. Nútímamaðurinn er háður snjallsímanum og hvert sem litið er er fólk að halla sér yfir tækin. Menn eru orðnir svo uppteknir af þessum tækjum að borgaryfirvöld í Stokkhólmi fundu sig knúin til að setja upp þessi umferðarskilti sem vara ökumenn við gangandi vegfarendum sem séu svo niðursokknir í snjallsímana sína að þeir sjái kannski ekki bíla á ferð. Fjallað var um málið nýlega í New York Times með fyrirsögninni: Hvernig snjallsíminn er að eyðileggja líkamsstöðu þína og lundarfar. Meðal mannshöfuð vegur fjögur og hálft til fimm og hálft kíló. Þegar við beygjum hálsinn um 60 gráður, eins og við gerum þegar við höllum höfðinu yfir snjallsímann, eykst álag á hálsinn um um það bil 27 kíló. Þegar manneskjan er þunglynd er hún niðurlút og rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem glíma við þunglyndi þróa með sér líkamsstöðu þar sem þeir eru hoknir. Ein slík sem birtist í Brasilíu fyrir tæpum sex árum leiddi ljós að þunglyndissjúklingar væru líklegri til að standa hoknir með höfuðið beygt fram og hendur upp að líkamanum. Þá hefur verið sýnt fram á tengsl milli líkamsstöðu og minnis. Niðurstöður rannsóknar sem birtust í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum sýndu fram á að þeir sem glíma við þunglyndi eru líklegri til að muna neikvæðar minningar og hluti fremur en jákvæða ef þeir sitja niðurlútir en ef þeir sitja uppréttir.Björn Zoëga bæklunarskurðlæknir og sérfræðingur í hryggjarskurðlækningum.Þetta er andlega hliðin en hefur það einhver bein líkamleg áhrif að vera stóran hluta dagsins að vera með beygðan háls yfir snjallsímanum? Við leituðum svara hjá Birni Zoëga bæklunarskurðlækni en hans sérsvið er hryggjarskurðlækningar.Hvaða áhrif hefur það á hálsinn og hryggjarsúluna að vera lengi hokinn yfir snjallsíma? „Það er óvíst hvaða áhrif það hefur til lengri tíma en þetta veldur auknu álagi á bæði vöðvana og liðina,“ segir Björn. Hann segir að leiða megir líkur að því að menn geti valdið sér eymslum með því að vera með hangandi haus stóran hluta dags. „Maður á að reyna að hlusta á líkamann en það má líka minna á að það er vel þekkt að allar stöður á líkamanum, ef þú ert í óeðlilegri stöðu, þær valda þreytu og geta valdið vöðvabólgu.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Að vera háður snjallsímanum gæti haft bein áhrif á lundarfar fólks því tengsl eru á milli þess að vera hokinn og þunglyndur. Álag á háls eykst um 27 kíló þegar meðalmaðurinn hallar sér fram um sextíu gráður til að líta á snjallsímann. Nútímamaðurinn er háður snjallsímanum og hvert sem litið er er fólk að halla sér yfir tækin. Menn eru orðnir svo uppteknir af þessum tækjum að borgaryfirvöld í Stokkhólmi fundu sig knúin til að setja upp þessi umferðarskilti sem vara ökumenn við gangandi vegfarendum sem séu svo niðursokknir í snjallsímana sína að þeir sjái kannski ekki bíla á ferð. Fjallað var um málið nýlega í New York Times með fyrirsögninni: Hvernig snjallsíminn er að eyðileggja líkamsstöðu þína og lundarfar. Meðal mannshöfuð vegur fjögur og hálft til fimm og hálft kíló. Þegar við beygjum hálsinn um 60 gráður, eins og við gerum þegar við höllum höfðinu yfir snjallsímann, eykst álag á hálsinn um um það bil 27 kíló. Þegar manneskjan er þunglynd er hún niðurlút og rannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem glíma við þunglyndi þróa með sér líkamsstöðu þar sem þeir eru hoknir. Ein slík sem birtist í Brasilíu fyrir tæpum sex árum leiddi ljós að þunglyndissjúklingar væru líklegri til að standa hoknir með höfuðið beygt fram og hendur upp að líkamanum. Þá hefur verið sýnt fram á tengsl milli líkamsstöðu og minnis. Niðurstöður rannsóknar sem birtust í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum sýndu fram á að þeir sem glíma við þunglyndi eru líklegri til að muna neikvæðar minningar og hluti fremur en jákvæða ef þeir sitja niðurlútir en ef þeir sitja uppréttir.Björn Zoëga bæklunarskurðlæknir og sérfræðingur í hryggjarskurðlækningum.Þetta er andlega hliðin en hefur það einhver bein líkamleg áhrif að vera stóran hluta dagsins að vera með beygðan háls yfir snjallsímanum? Við leituðum svara hjá Birni Zoëga bæklunarskurðlækni en hans sérsvið er hryggjarskurðlækningar.Hvaða áhrif hefur það á hálsinn og hryggjarsúluna að vera lengi hokinn yfir snjallsíma? „Það er óvíst hvaða áhrif það hefur til lengri tíma en þetta veldur auknu álagi á bæði vöðvana og liðina,“ segir Björn. Hann segir að leiða megir líkur að því að menn geti valdið sér eymslum með því að vera með hangandi haus stóran hluta dags. „Maður á að reyna að hlusta á líkamann en það má líka minna á að það er vel þekkt að allar stöður á líkamanum, ef þú ert í óeðlilegri stöðu, þær valda þreytu og geta valdið vöðvabólgu.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira