Stjörnufræðivefurinn gjaldþrota: Sólmyrkvaævintýrið skuldarinnar virði sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2016 15:39 Sævar Helgi Bragason með gleraugun, sem óneitanlega vöktu mikla lukku í þjóðfélaginu öllu. Vísir/GVA Stjörnufræðivefurinn var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í lok síðasta mánaðar. Ástæðan er sólmyrkvagleraugu sem vefurinn hafði til sölu vegna sólmyrkvans í mars síðastliðnum. Sævar Helgi Bragason, eigandi Stjörnufræðivefsins, segir vefinn skulda 450 þúsund krónur í virðisaukaskatt. Hann telur að um misskilning á milli hans og endurskoðanda hans hafi verið að ræða og bindur vonir við að málið muni á endanum hljóta farsælan endi. „Þetta kemur mér hreinlega bara á óvart því ég var að bíða eftir tækifæri til þess að hreinlega borga þennan 450 þúsund króna reikning. Hann barst mér ekki, sem gæti verið af völdum einhvers konar klúðurs hjá mér og endurskoðanda míns. En ég er hins vegar búinn að hafa samband við hann og biðja hann um að kippa þessu í liðinn,“ segir Sævar í samtali við Vísi.Ætlaði að borga allt úr eigin vasa en fékk að lokum óvæntan stuðning Keypt voru rúmlega 70 þúsund sólmyrkvagleraugu fyrir sólmyrkvann í fyrra. Bróðurpartur gleraugnanna var gefinn grunnskólabörnum um land allt en afgangurinn var seldur fyrirtækjum. Að sögn Sævars kostuðu gleraugun fimm milljónir króna og ætlaði hann upphaflega að greiða fyrir þau úr eigin vasa. Hins vegar hafi óvæntur stuðningur borist á lokametrunum. „Upphaflega ætlaði ég að borga þetta sjálfur því ég hafði svo bullandi trú á þessu verkefni. Sem betur fer kom ekki til þess og fengum einn stuðning, frá Friðriki á Hótel Rangá, og var svo óskaplega glaður og þakklátur með það. Það var enginn annar tilbúinn til að hjálpa þannig að ég ætlaði bara að gera þetta sjálfur en það kom svo ekki til þess,“ segir Sævar.Vel þess virði Sævari segist hafa brugðið þegar í ljós kom að hann skuldaði tæplega hálfa milljón króna. Hins vegar sé ævintýrið sem hann fékk að upplifa í kringum sólmyrkvann skuldarinnar virði. „Það var vissulega pínu áfall að sjá að maður skuldaði síðan 450 þúsund eftir allt þetta ævintýri. En ég er búinn að heimsækja marga skóla undanfarið ár, allir krakkarnir muna eftir þessu og flest öllum sem ég hitti fannst þetta æðislegt þannig að það er alveg 450 þúsund króna virði.“ Hann vonast til þess að hægt verði að finna lausn á málinu. „Ég vil bara fá tækifæri til þess að borga þetta og ég skal með glöðu geði gera það. Þetta fær farsælan endi eins og allt sem tengist þessu einstaka verkefni.“ Þá segist Sævar hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá fólki. „Ég er hrærður yfir viðbrögðum fólks og það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólk er tilbúið til að leggja af mörkum og styðja þetta. Ég bið ekki um neitt en ef fólk vill styðja við okkur þá getur það að sjálfsögðu gert það með því að fara inn á stjörnufræði.is. Eins og sakir standa hef ég verið að leggja úr eigin vasa í þennan blessaða vef og halda honum uppi og undanfarin ár hef ég lagt út tvær og hálfa milljón, og nú bætist hálf við. En ég vil alveg einhvern tímann fá þennan pening til baka.“ Tengdar fréttir Háar upphæðir í boði fyrir sólmyrkvagleraugu Skólastjóranum í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur borist tvö rausnarleg tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. 19. mars 2015 15:16 Viðbúnaður hjá flugstjórnarmiðstöðinni: Flugfélög sækjast eftir að fá að sjá sólmyrkvann Fjölmörg flugfélög hafa óskað eftir að fá að fljúga ákveðinn feril fyrir austan land til að ná almyrkvanum. 19. mars 2015 11:26 Sólmyrkvagleraugun á leið í alla grunnskóla Nemendur í Rimaskóla verða þeir fyrstu sem fá gleraugun afhent. 12. mars 2015 07:40 Sjáðu sólmyrkvann í þúsund metra hæð Sólmyrkvi verður á morgun og mun hann ná hámarki um klukkan 9:40. 19. mars 2015 14:31 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Stjörnufræðivefurinn var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í lok síðasta mánaðar. Ástæðan er sólmyrkvagleraugu sem vefurinn hafði til sölu vegna sólmyrkvans í mars síðastliðnum. Sævar Helgi Bragason, eigandi Stjörnufræðivefsins, segir vefinn skulda 450 þúsund krónur í virðisaukaskatt. Hann telur að um misskilning á milli hans og endurskoðanda hans hafi verið að ræða og bindur vonir við að málið muni á endanum hljóta farsælan endi. „Þetta kemur mér hreinlega bara á óvart því ég var að bíða eftir tækifæri til þess að hreinlega borga þennan 450 þúsund króna reikning. Hann barst mér ekki, sem gæti verið af völdum einhvers konar klúðurs hjá mér og endurskoðanda míns. En ég er hins vegar búinn að hafa samband við hann og biðja hann um að kippa þessu í liðinn,“ segir Sævar í samtali við Vísi.Ætlaði að borga allt úr eigin vasa en fékk að lokum óvæntan stuðning Keypt voru rúmlega 70 þúsund sólmyrkvagleraugu fyrir sólmyrkvann í fyrra. Bróðurpartur gleraugnanna var gefinn grunnskólabörnum um land allt en afgangurinn var seldur fyrirtækjum. Að sögn Sævars kostuðu gleraugun fimm milljónir króna og ætlaði hann upphaflega að greiða fyrir þau úr eigin vasa. Hins vegar hafi óvæntur stuðningur borist á lokametrunum. „Upphaflega ætlaði ég að borga þetta sjálfur því ég hafði svo bullandi trú á þessu verkefni. Sem betur fer kom ekki til þess og fengum einn stuðning, frá Friðriki á Hótel Rangá, og var svo óskaplega glaður og þakklátur með það. Það var enginn annar tilbúinn til að hjálpa þannig að ég ætlaði bara að gera þetta sjálfur en það kom svo ekki til þess,“ segir Sævar.Vel þess virði Sævari segist hafa brugðið þegar í ljós kom að hann skuldaði tæplega hálfa milljón króna. Hins vegar sé ævintýrið sem hann fékk að upplifa í kringum sólmyrkvann skuldarinnar virði. „Það var vissulega pínu áfall að sjá að maður skuldaði síðan 450 þúsund eftir allt þetta ævintýri. En ég er búinn að heimsækja marga skóla undanfarið ár, allir krakkarnir muna eftir þessu og flest öllum sem ég hitti fannst þetta æðislegt þannig að það er alveg 450 þúsund króna virði.“ Hann vonast til þess að hægt verði að finna lausn á málinu. „Ég vil bara fá tækifæri til þess að borga þetta og ég skal með glöðu geði gera það. Þetta fær farsælan endi eins og allt sem tengist þessu einstaka verkefni.“ Þá segist Sævar hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá fólki. „Ég er hrærður yfir viðbrögðum fólks og það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólk er tilbúið til að leggja af mörkum og styðja þetta. Ég bið ekki um neitt en ef fólk vill styðja við okkur þá getur það að sjálfsögðu gert það með því að fara inn á stjörnufræði.is. Eins og sakir standa hef ég verið að leggja úr eigin vasa í þennan blessaða vef og halda honum uppi og undanfarin ár hef ég lagt út tvær og hálfa milljón, og nú bætist hálf við. En ég vil alveg einhvern tímann fá þennan pening til baka.“
Tengdar fréttir Háar upphæðir í boði fyrir sólmyrkvagleraugu Skólastjóranum í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur borist tvö rausnarleg tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. 19. mars 2015 15:16 Viðbúnaður hjá flugstjórnarmiðstöðinni: Flugfélög sækjast eftir að fá að sjá sólmyrkvann Fjölmörg flugfélög hafa óskað eftir að fá að fljúga ákveðinn feril fyrir austan land til að ná almyrkvanum. 19. mars 2015 11:26 Sólmyrkvagleraugun á leið í alla grunnskóla Nemendur í Rimaskóla verða þeir fyrstu sem fá gleraugun afhent. 12. mars 2015 07:40 Sjáðu sólmyrkvann í þúsund metra hæð Sólmyrkvi verður á morgun og mun hann ná hámarki um klukkan 9:40. 19. mars 2015 14:31 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Háar upphæðir í boði fyrir sólmyrkvagleraugu Skólastjóranum í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur borist tvö rausnarleg tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. 19. mars 2015 15:16
Viðbúnaður hjá flugstjórnarmiðstöðinni: Flugfélög sækjast eftir að fá að sjá sólmyrkvann Fjölmörg flugfélög hafa óskað eftir að fá að fljúga ákveðinn feril fyrir austan land til að ná almyrkvanum. 19. mars 2015 11:26
Sólmyrkvagleraugun á leið í alla grunnskóla Nemendur í Rimaskóla verða þeir fyrstu sem fá gleraugun afhent. 12. mars 2015 07:40
Sjáðu sólmyrkvann í þúsund metra hæð Sólmyrkvi verður á morgun og mun hann ná hámarki um klukkan 9:40. 19. mars 2015 14:31