Tvær ólíkar myndir Gunnar Jóhannesson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Richard Dawkins er einn af herskáustu og jafnframt áhrifamestu guðleysingjum samtímans. Tíu ár eru liðin síðan hann, ásamt nokkrum öðrum skoðanabræðrum, steig fram og ýtti hinu svokallaða ný-guðleysi úr vör. Að mati Dawkins er „hin vísindalega heimsmynd svo miklu meira spennandi, ljóðrænni og uppfull af undrum, en nokkuð af því sem hinir fátæklegu órar trúarinnar geta dregið fram.“ Í einni af bókum sínum lýsir Dawkins því sem hans guðlausa heimssýn hans felur í sér: „Í alheimi blindra efnislegra lögmála náttúrunnar og erfðafræðilegrar fjölföldunar verða sumir hart leiknir en aðrir hafa heppnina með sér, og þú finnur hvorki ástæðu á bak við það né réttlæti. Alheimurinn, eins og hann blasir við, er einmitt eins og við má búast, ef það er þegar öllu er á botninn hvolft engin hönnun, enginn tilgangur, ekkert illt og ekkert gott, aðeins blint miskunnarlaust tómlæti. DNA veit ekkert og lætur sig ekkert varða. DNA einfaldlega er og við dönsum í takt við það.“ Hér er lýst rökrænni niðurstöðu gefinna forsenda: Guðlaus veruleiki er blindur, miskunnarlaus, merkingarlaus, tilgangslaus, þegar öllu er á botninn hvolft. Er það spennandi, ljóðræn og auðgandi sýn á lífið? Útskýrir hún, eða fellur hún að, upplifun þinni og reynslu af lífinu og sjálfum þér? Hefur tilvistin, lífið, enga merkingu, gildi eða tilgang þegar allt kemur til alls? Er það marklaust? Erum við ekkert annað en viljalaust efni á valdi blindra lögmála? Ef Guð er ekki til er erfitt að mæla gegn þeirri ályktun. Kristin trú felur í sér andstæða sýn og dregur upp allt aðra mynd af lífinu og tilverunni. Lífið er ekki óútskýranleg tilviljun án merkingar, gildis og tilgangs. Það ert þú ekki heldur. Lífið, þar á meðal þú og ég, hugsanir okkar og orð, tilfinningar og gjörðir, er ekki afleiðingar af hugsunarlausu efni og blindum lögmálum náttúrunnar. Nei!Þýðingarmikil spurningÞvert á móti bendir alheimurinn á, og endurspeglar, þá hugsun, hugvit og vilja, sem teygir sig út fyrir það sem er tímanlegt, efnislegt og náttúrulegt, og allt á rót sína að rekja til. Eins og málverkið bendir á listamanninn ber tilvist alheimsins sjálfs höfundi sínum vitni, persónulegum Guði, sem allt hefur skapað og heldur öllu í hendi sér og stefnir að því marki sem hann hefur ákvarðað. Það er Guð sem lætur sig sköpun sína varða og hefur sjálfur gerst hluti af henni, stigið á svið sögunnar; Guð sem segir við hvern og einn: Óttast þú ekki því að ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. (Jes 43.1) Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita ykkur hvíld. (Matt 11.28) Ég er kominn til þess að þið hafið líf, líf í fyllstu gnægð. (Jóh 10.10) Að vera kristinnar trúar útilokar ekki að horft sé á lífið í ljósi vísindalegrar þekkingar. En sú heimssýn sem grundvallast á kristinni guðstrú útilokar þá náttúruhyggju sem guðleysi felur í sér. Hvor heimssýnin er skynsamlegri, hvor fellur betur að þekkingu okkar á og upplifun okkar af lífinu, er gríðarstór og þýðingarmikil spurning - spurning sem allir dvelja við með einum eða öðrum hætti í sínu lífi. Að nálgast þá spurningu af opnum huga gæti leitt af sér óvænt svör, og opnað mörgum dyr sem hingað til hafa verið lokaðar. En burtséð frá því hvernig þeirri spurningu er svarað er ekki vafi í mínum huga hvor heimssýnin það er sem kallar fram undrun og auðgar, gleður og hressir andann og vekur með honum von.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Richard Dawkins er einn af herskáustu og jafnframt áhrifamestu guðleysingjum samtímans. Tíu ár eru liðin síðan hann, ásamt nokkrum öðrum skoðanabræðrum, steig fram og ýtti hinu svokallaða ný-guðleysi úr vör. Að mati Dawkins er „hin vísindalega heimsmynd svo miklu meira spennandi, ljóðrænni og uppfull af undrum, en nokkuð af því sem hinir fátæklegu órar trúarinnar geta dregið fram.“ Í einni af bókum sínum lýsir Dawkins því sem hans guðlausa heimssýn hans felur í sér: „Í alheimi blindra efnislegra lögmála náttúrunnar og erfðafræðilegrar fjölföldunar verða sumir hart leiknir en aðrir hafa heppnina með sér, og þú finnur hvorki ástæðu á bak við það né réttlæti. Alheimurinn, eins og hann blasir við, er einmitt eins og við má búast, ef það er þegar öllu er á botninn hvolft engin hönnun, enginn tilgangur, ekkert illt og ekkert gott, aðeins blint miskunnarlaust tómlæti. DNA veit ekkert og lætur sig ekkert varða. DNA einfaldlega er og við dönsum í takt við það.“ Hér er lýst rökrænni niðurstöðu gefinna forsenda: Guðlaus veruleiki er blindur, miskunnarlaus, merkingarlaus, tilgangslaus, þegar öllu er á botninn hvolft. Er það spennandi, ljóðræn og auðgandi sýn á lífið? Útskýrir hún, eða fellur hún að, upplifun þinni og reynslu af lífinu og sjálfum þér? Hefur tilvistin, lífið, enga merkingu, gildi eða tilgang þegar allt kemur til alls? Er það marklaust? Erum við ekkert annað en viljalaust efni á valdi blindra lögmála? Ef Guð er ekki til er erfitt að mæla gegn þeirri ályktun. Kristin trú felur í sér andstæða sýn og dregur upp allt aðra mynd af lífinu og tilverunni. Lífið er ekki óútskýranleg tilviljun án merkingar, gildis og tilgangs. Það ert þú ekki heldur. Lífið, þar á meðal þú og ég, hugsanir okkar og orð, tilfinningar og gjörðir, er ekki afleiðingar af hugsunarlausu efni og blindum lögmálum náttúrunnar. Nei!Þýðingarmikil spurningÞvert á móti bendir alheimurinn á, og endurspeglar, þá hugsun, hugvit og vilja, sem teygir sig út fyrir það sem er tímanlegt, efnislegt og náttúrulegt, og allt á rót sína að rekja til. Eins og málverkið bendir á listamanninn ber tilvist alheimsins sjálfs höfundi sínum vitni, persónulegum Guði, sem allt hefur skapað og heldur öllu í hendi sér og stefnir að því marki sem hann hefur ákvarðað. Það er Guð sem lætur sig sköpun sína varða og hefur sjálfur gerst hluti af henni, stigið á svið sögunnar; Guð sem segir við hvern og einn: Óttast þú ekki því að ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. (Jes 43.1) Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita ykkur hvíld. (Matt 11.28) Ég er kominn til þess að þið hafið líf, líf í fyllstu gnægð. (Jóh 10.10) Að vera kristinnar trúar útilokar ekki að horft sé á lífið í ljósi vísindalegrar þekkingar. En sú heimssýn sem grundvallast á kristinni guðstrú útilokar þá náttúruhyggju sem guðleysi felur í sér. Hvor heimssýnin er skynsamlegri, hvor fellur betur að þekkingu okkar á og upplifun okkar af lífinu, er gríðarstór og þýðingarmikil spurning - spurning sem allir dvelja við með einum eða öðrum hætti í sínu lífi. Að nálgast þá spurningu af opnum huga gæti leitt af sér óvænt svör, og opnað mörgum dyr sem hingað til hafa verið lokaðar. En burtséð frá því hvernig þeirri spurningu er svarað er ekki vafi í mínum huga hvor heimssýnin það er sem kallar fram undrun og auðgar, gleður og hressir andann og vekur með honum von.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun