Skemmtum okkur saman en ekki hvert á kostnað annars Orri Hauksson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ótti við aukna samkeppni einkennir skrif Erlings Freys Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 16. nóvember. Erling gerir tilkall til sjónvarpsefnis Símans með valdboði en ekki viðskiptum. GR er í eigu skattgreiðenda á höfuðborgarsvæðinu í gegnum eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur, sem er einkaleyfisvarin opinber stofnun samkvæmt lögum. GR hefur undanfarin ár varið á þriðja tug milljarða til fjárfestinga í samkeppni við einkafjármagn í landinu. Orkugjöld hafa snarhækkað, en hluta þeirrar hækkunar hefur verið varið til framangreindrar niðurgreiðslu á óskyldum samkeppnisrekstri.Ísland í fremstu röð í heiminum Síminn hóf að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Míla, dótturfélag Símans, á lagnakerfi undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Á næstu tveimur árum lýkur fyrirtækið við að tengja ljósleiðara inn í nær öll hús á þessu svæði. Framkvæmdin sem kostar brot af því fé, sem íbúar svæðisins hafa óspurðir verið látnir verja í framkvæmdir hins opinbera félags GR, gegnum hækkuð orkugjöld, hámarksútsvar og endurtekið umhverfisrask. Ísland er í þriðja sæti í heiminum í svokölluðum ICT Development Index, alþjóðlegri vísitölu Sameinuðu þjóðanna, sem mælir m.a. tölvunotkun, gæði fjarskiptakerfa og aðgang almennings að nettengdri tækni. Síminn á ríkan þátt í þeirri góðu stöðu landsins. Fjarskiptagjöld til neytenda eru lág í alþjóðlegum samanburði. Því er fráleitur atvinnurógur framkvæmdastjóra GR að Síminn hafi staðið fyrir tæknilegri stöðnun á Íslandi.Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang GR gengst við því að bjóða eingöngu eina aðgangsleið að fjarskiptakerfum sínum, óháð þörfum þjónustuveitenda eða neytenda. Þessi aðferð er mun umfangsmeiri og dýrari en Símasamstæðan hefur þörf fyrir í þjónustu sinni við viðskiptavini, enda innviðir Símasamstæðunnar ríkir fyrir. Fleiri opinberir aðilar en GR haft lagt fjarskiptainnviði hér og hvar um landið. Símasamstæðan leigir aðgang að slíkum innviðum á nokkrum stöðum á landinu, til að nýta sem best fjárfestingarfé sitt og veita ódýra þjónustu. GR hefur hafnað endurteknum óskum Símasamstæðunnar um að fá keyptan sams konar aðgang að kerfum hennar, og önnur opinber ljósleiðarakerfi úti á landi og víða um Evrópu veita. Þessi eina njörvaða aðgangsleið GR er án viðskiptalegra forsendna. Hún er til þess fallin að eyða samkeppni út úr fjárfestingum í innviðum og búnaði. Takist það situr Gagnaveita Reykjavíkur ein að innviðum og í einokunarstöðu. GR segist ekki í beinni samkeppni um viðskiptavini sína, en sleppir að nefna að GR stundar bæði heildsölu og smásölu og á í hagsmunaárekstri við heildsölukúnna sína.Viðskipti í stað valdhroka Síminn rekur sjónvarpsstöðina Sjónvarp Símans sem er opin til dreifingar á öllum kerfum. Síminn ver miklu fé til að framleiða fjölskylduskemmtiefni á borð við einn vinsælasta sjónvarpsþátt landsins, The Voice Ísland, og sýnir í opinni dagskrá á öllum kerfum. Síminn fjárfestir líka til að bjóða þeim sem vilja hafa aðgang að sjónvarpsefni hvenær sem er, aukna þjónustu. Opinber stofnun á ekki að reyna að taka höfundarréttarvarið efni til sín með valdi sem afþreyingarmiðlar á Íslandi greiða fyrir að bjóða á markaði. Hvernig væri að hið opinbera opnaði kerfið, sem við skattgreiðendur eigum saman, og stundaði heilbrigð viðskipti og málefnalega umræðu? Skemmtum okkur saman en ekki hvert á kostnað annars.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ótti við aukna samkeppni einkennir skrif Erlings Freys Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 16. nóvember. Erling gerir tilkall til sjónvarpsefnis Símans með valdboði en ekki viðskiptum. GR er í eigu skattgreiðenda á höfuðborgarsvæðinu í gegnum eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur, sem er einkaleyfisvarin opinber stofnun samkvæmt lögum. GR hefur undanfarin ár varið á þriðja tug milljarða til fjárfestinga í samkeppni við einkafjármagn í landinu. Orkugjöld hafa snarhækkað, en hluta þeirrar hækkunar hefur verið varið til framangreindrar niðurgreiðslu á óskyldum samkeppnisrekstri.Ísland í fremstu röð í heiminum Síminn hóf að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Míla, dótturfélag Símans, á lagnakerfi undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Á næstu tveimur árum lýkur fyrirtækið við að tengja ljósleiðara inn í nær öll hús á þessu svæði. Framkvæmdin sem kostar brot af því fé, sem íbúar svæðisins hafa óspurðir verið látnir verja í framkvæmdir hins opinbera félags GR, gegnum hækkuð orkugjöld, hámarksútsvar og endurtekið umhverfisrask. Ísland er í þriðja sæti í heiminum í svokölluðum ICT Development Index, alþjóðlegri vísitölu Sameinuðu þjóðanna, sem mælir m.a. tölvunotkun, gæði fjarskiptakerfa og aðgang almennings að nettengdri tækni. Síminn á ríkan þátt í þeirri góðu stöðu landsins. Fjarskiptagjöld til neytenda eru lág í alþjóðlegum samanburði. Því er fráleitur atvinnurógur framkvæmdastjóra GR að Síminn hafi staðið fyrir tæknilegri stöðnun á Íslandi.Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang GR gengst við því að bjóða eingöngu eina aðgangsleið að fjarskiptakerfum sínum, óháð þörfum þjónustuveitenda eða neytenda. Þessi aðferð er mun umfangsmeiri og dýrari en Símasamstæðan hefur þörf fyrir í þjónustu sinni við viðskiptavini, enda innviðir Símasamstæðunnar ríkir fyrir. Fleiri opinberir aðilar en GR haft lagt fjarskiptainnviði hér og hvar um landið. Símasamstæðan leigir aðgang að slíkum innviðum á nokkrum stöðum á landinu, til að nýta sem best fjárfestingarfé sitt og veita ódýra þjónustu. GR hefur hafnað endurteknum óskum Símasamstæðunnar um að fá keyptan sams konar aðgang að kerfum hennar, og önnur opinber ljósleiðarakerfi úti á landi og víða um Evrópu veita. Þessi eina njörvaða aðgangsleið GR er án viðskiptalegra forsendna. Hún er til þess fallin að eyða samkeppni út úr fjárfestingum í innviðum og búnaði. Takist það situr Gagnaveita Reykjavíkur ein að innviðum og í einokunarstöðu. GR segist ekki í beinni samkeppni um viðskiptavini sína, en sleppir að nefna að GR stundar bæði heildsölu og smásölu og á í hagsmunaárekstri við heildsölukúnna sína.Viðskipti í stað valdhroka Síminn rekur sjónvarpsstöðina Sjónvarp Símans sem er opin til dreifingar á öllum kerfum. Síminn ver miklu fé til að framleiða fjölskylduskemmtiefni á borð við einn vinsælasta sjónvarpsþátt landsins, The Voice Ísland, og sýnir í opinni dagskrá á öllum kerfum. Síminn fjárfestir líka til að bjóða þeim sem vilja hafa aðgang að sjónvarpsefni hvenær sem er, aukna þjónustu. Opinber stofnun á ekki að reyna að taka höfundarréttarvarið efni til sín með valdi sem afþreyingarmiðlar á Íslandi greiða fyrir að bjóða á markaði. Hvernig væri að hið opinbera opnaði kerfið, sem við skattgreiðendur eigum saman, og stundaði heilbrigð viðskipti og málefnalega umræðu? Skemmtum okkur saman en ekki hvert á kostnað annars.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar