WOW og Icelandair losa eins og álverin Sveinn Arnarsson skrifar 18. júní 2016 07:00 Flugfloti íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair losar jafn mikið magn gróðurhúsalofttegunda í ár og álverin hér á landi. Með sívaxandi straumi ferðamanna hingað til lands er líklegt að fyrirtækin tvö muni losa meira en álverin í komandi framtíð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, spurði umhverfisráðherra út í magn útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum flugfélögum. Þar kemur fram að samkvæmt gögnum frá Eurocontrol losa íslensk flugfélög 0,0154 tonn af koldíoxiði á hvern floginn kílómetra. Íslensku flugfélögin tvö fljúga um 85 milljón kílómetra á þessu ári og því eru um háar tölur að ræða.Bjarkey Olsen ?Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænnaFram kemur í svari umhverfisráðherra að samkvæmt Kýótó-bókuninni bera einstök ríki ábyrgð á losun frá innanlandsflugi, en ekki frá millilandaflugi eða millilandasiglingum. Einnig segir að í losunarbókhaldi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er millilandaflug ekki undir skuldbindingum einstakra ríkja. Bjarkey segir það mikilvægt í ljósi stöðunnar að skoða hvað íslensk stjórnvöld geta gert til að minnka vistspor sitt og því þurfi líka að huga að samgöngum til og frá landinu. „Þetta helst svo í hendur við annað sem við erum að skoða, í sambandi við nýgerða búvörusamninga og innflutning hingað til lands. Það er keppikefli okkar að minnka útblástur okkar og ýta undir umhverfisvænni leiðir. Árif gróðurhúsalofttegunda eru að koma fram núna og það hefur mikil áhrif bæði hér á landi og annars staðar,“ segir Bjarkey. Sigrún Magnúsdóttir tekur ágætlega í hugmyndir þess efnis að kolefnisjafna flug til og frá landinu með einhverjum hætti. „Kolefnisjöfnun vegna flugferða sérstaklega gæti verið útfærð í samvinnu við flugfélög sem mörg bjóða upp á kolefnisjöfnun gegn aukalegri greiðslu. Fjölmargir erlendir aðilar bjóða upp á kolefnisjöfnun, en einungis einn íslenskur aðili að því er ráðuneytið veit best, þar sem kaupendum býðst að fjárfesta í skógrækt sem bindur jafn mikið magn koldíoxíðs úr andrúmslofti og nemur losuninni,“ segir í svari hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18 júni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Flugfloti íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair losar jafn mikið magn gróðurhúsalofttegunda í ár og álverin hér á landi. Með sívaxandi straumi ferðamanna hingað til lands er líklegt að fyrirtækin tvö muni losa meira en álverin í komandi framtíð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, spurði umhverfisráðherra út í magn útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum flugfélögum. Þar kemur fram að samkvæmt gögnum frá Eurocontrol losa íslensk flugfélög 0,0154 tonn af koldíoxiði á hvern floginn kílómetra. Íslensku flugfélögin tvö fljúga um 85 milljón kílómetra á þessu ári og því eru um háar tölur að ræða.Bjarkey Olsen ?Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænnaFram kemur í svari umhverfisráðherra að samkvæmt Kýótó-bókuninni bera einstök ríki ábyrgð á losun frá innanlandsflugi, en ekki frá millilandaflugi eða millilandasiglingum. Einnig segir að í losunarbókhaldi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er millilandaflug ekki undir skuldbindingum einstakra ríkja. Bjarkey segir það mikilvægt í ljósi stöðunnar að skoða hvað íslensk stjórnvöld geta gert til að minnka vistspor sitt og því þurfi líka að huga að samgöngum til og frá landinu. „Þetta helst svo í hendur við annað sem við erum að skoða, í sambandi við nýgerða búvörusamninga og innflutning hingað til lands. Það er keppikefli okkar að minnka útblástur okkar og ýta undir umhverfisvænni leiðir. Árif gróðurhúsalofttegunda eru að koma fram núna og það hefur mikil áhrif bæði hér á landi og annars staðar,“ segir Bjarkey. Sigrún Magnúsdóttir tekur ágætlega í hugmyndir þess efnis að kolefnisjafna flug til og frá landinu með einhverjum hætti. „Kolefnisjöfnun vegna flugferða sérstaklega gæti verið útfærð í samvinnu við flugfélög sem mörg bjóða upp á kolefnisjöfnun gegn aukalegri greiðslu. Fjölmargir erlendir aðilar bjóða upp á kolefnisjöfnun, en einungis einn íslenskur aðili að því er ráðuneytið veit best, þar sem kaupendum býðst að fjárfesta í skógrækt sem bindur jafn mikið magn koldíoxíðs úr andrúmslofti og nemur losuninni,“ segir í svari hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18 júni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira