Rúnar: Ætti að vera bannað að leggja svona á menn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. nóvember 2016 22:30 Rúnar Kárason vísir/anton „Ef ég hefði verið að horfa með þér á leikinn hefði hann verið í 370 slögum en inni á vellinum líður manni alltaf betur,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigurinn á Tékkum í kvöld. „Mér fannst við vera flottir í vörninni og mér fannst mörkin þeirra ekki koma af því að þeir voru að spila eitthvað stórkostlega. Mér fannst við standa mjög þétt. „Síðustu þrjú, fjögur mörkin koma eftir skot yfir hausinn á mönnum þegar við erum hálfu skrefi of aftarlega. Við gerum Bjögga (Björgvini Páli Gústavssyni) og Grétari (Ara Guðjónssyni) erfitt fyrir. „Það er fínt að fá á sig 24 mörk. Við sættum okkur við það á flestum dögum. Við hefðum átt að skora 30 í kvöld. Við fengum færi til þess. Heilt yfir var skotnýtingin var aðeins of slök.“ Nú fer Ísland í langt ferðalag til Úkraínu og er Rúnar vægast sagt ósáttur við staðsetningu leiksins þar ytra. „Þetta ferðalag til Úkraínu er aldrei bærilegt. Þetta ætti að vera bannað. Við fljúgum fyrst til Kiev sem er ákveðið ferðalag en svo tekur við fimm tíma rútuferð. Það ætti að vera bannað í alþjóðabolta, að leggja svona á menn. „Leikirnir ættu alltaf að vera innan við 200 til 300 kílómetra frá alþjóðaflugvelli. Þetta er með ráðum gert í Úkraínu og við þurfum að refsa þeim fyrir þessu mistök. Þetta er ömurlegt ferðalag. „Maður fær oft höfðinglegar móttökur þegar maður er loksins kominn á staðinn hjá þessum þjóðum í Austur-Evrópu en þetta ferðalag er ekki boðlegt,“ sagði harðorður Rúnar Kárason.Ekki alveg fæddur í gær Rúnar byrjaði leikinn og spilaði hann allan fyrir utan þegar hann tók í tvígang út tveggja mínútna refsingu. Rúnar er kominn í stærra hlutverk en áður hjá landsliðinu en hann segir það ekki hafa haft nein áhrif á það hvernig hann kom inn í leikinn. „Þetta er eins hjá mér í nánast öllum leikjum. Ég reyni að hugsa sem minnst um það. Þetta er smá Star Wars-tækni, að láta bara máttinn sjá um sitt,“ sagði Rúnar í léttum dúr en bætti svo við; „nei, við erum búnir að endurtaka þetta allt á æfingum, endalaust. „Það eina sem ég var stressaður fyrir leikinn var hvort tvær æfingar í gær hafi verið of mikið. Svo leið mér bara hrikalega vel í dag. Var rólegur og góður í upphitun og þótt ég hafi fengið þessar tvisvar tvær mínútur þá var ég rólegur á því.“ Þó Rúnar hafi verið í byrjunarliði með landsliðinu í Laugardalshöllinni í fyrsta sinn hefur hann þó nokkra reynslu og er ekki einn af nýliðunum í liðinu. „Ég var í stærra hlutverki en á móti þá er ég líka 28 ára. Ég er á áttunda tímabilinu mínu í þýsku úrvalsdeildinni. Ég er ekki að segja að ég sé einhver reynslu bolti en maður er ekki alveg fæddur í gær. „Það er gott að halda Arnóri (Atlasyni) inni. Hann er yfirvegaður og reynslumikill. Hann gerir hlutina vel fyrir okkur hina. „Aron (Pálmarsson) er hárkarl. Það er draumur að hafa hann svona eins og svarthol. Hann sogar svo í sig og býr til pláss fyrir aðra. Ég get ekki beðið um það betra. „Það var mjög gaman að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í Höllinni.“ Rúnar byrjaði leikinn á að skora fyrsta mark leiksins en var búinn að næla sér í tvígang í tvær mínútur eftir aðeins 11 mínútna leik. „Fyrri tvær mínúturnar voru rosalega ódýrar. Þeir hefðu átt að gefa mér gult spjald og dæma víti. Svo heldur hann að ég sé ekki kominn með tvær og gefur mér gult spjald. Hann verður að leiðrétta það. Það eru hans mistök í lestri á leiknum og ekkert við því að gera. Við náðum að leysa það með skiptingunni og þeir fengu ekkert út úr því og svo fékk ég að spila vörn í lokin og það gekk mjög vel,“ sagði Rúnar að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
„Ef ég hefði verið að horfa með þér á leikinn hefði hann verið í 370 slögum en inni á vellinum líður manni alltaf betur,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigurinn á Tékkum í kvöld. „Mér fannst við vera flottir í vörninni og mér fannst mörkin þeirra ekki koma af því að þeir voru að spila eitthvað stórkostlega. Mér fannst við standa mjög þétt. „Síðustu þrjú, fjögur mörkin koma eftir skot yfir hausinn á mönnum þegar við erum hálfu skrefi of aftarlega. Við gerum Bjögga (Björgvini Páli Gústavssyni) og Grétari (Ara Guðjónssyni) erfitt fyrir. „Það er fínt að fá á sig 24 mörk. Við sættum okkur við það á flestum dögum. Við hefðum átt að skora 30 í kvöld. Við fengum færi til þess. Heilt yfir var skotnýtingin var aðeins of slök.“ Nú fer Ísland í langt ferðalag til Úkraínu og er Rúnar vægast sagt ósáttur við staðsetningu leiksins þar ytra. „Þetta ferðalag til Úkraínu er aldrei bærilegt. Þetta ætti að vera bannað. Við fljúgum fyrst til Kiev sem er ákveðið ferðalag en svo tekur við fimm tíma rútuferð. Það ætti að vera bannað í alþjóðabolta, að leggja svona á menn. „Leikirnir ættu alltaf að vera innan við 200 til 300 kílómetra frá alþjóðaflugvelli. Þetta er með ráðum gert í Úkraínu og við þurfum að refsa þeim fyrir þessu mistök. Þetta er ömurlegt ferðalag. „Maður fær oft höfðinglegar móttökur þegar maður er loksins kominn á staðinn hjá þessum þjóðum í Austur-Evrópu en þetta ferðalag er ekki boðlegt,“ sagði harðorður Rúnar Kárason.Ekki alveg fæddur í gær Rúnar byrjaði leikinn og spilaði hann allan fyrir utan þegar hann tók í tvígang út tveggja mínútna refsingu. Rúnar er kominn í stærra hlutverk en áður hjá landsliðinu en hann segir það ekki hafa haft nein áhrif á það hvernig hann kom inn í leikinn. „Þetta er eins hjá mér í nánast öllum leikjum. Ég reyni að hugsa sem minnst um það. Þetta er smá Star Wars-tækni, að láta bara máttinn sjá um sitt,“ sagði Rúnar í léttum dúr en bætti svo við; „nei, við erum búnir að endurtaka þetta allt á æfingum, endalaust. „Það eina sem ég var stressaður fyrir leikinn var hvort tvær æfingar í gær hafi verið of mikið. Svo leið mér bara hrikalega vel í dag. Var rólegur og góður í upphitun og þótt ég hafi fengið þessar tvisvar tvær mínútur þá var ég rólegur á því.“ Þó Rúnar hafi verið í byrjunarliði með landsliðinu í Laugardalshöllinni í fyrsta sinn hefur hann þó nokkra reynslu og er ekki einn af nýliðunum í liðinu. „Ég var í stærra hlutverki en á móti þá er ég líka 28 ára. Ég er á áttunda tímabilinu mínu í þýsku úrvalsdeildinni. Ég er ekki að segja að ég sé einhver reynslu bolti en maður er ekki alveg fæddur í gær. „Það er gott að halda Arnóri (Atlasyni) inni. Hann er yfirvegaður og reynslumikill. Hann gerir hlutina vel fyrir okkur hina. „Aron (Pálmarsson) er hárkarl. Það er draumur að hafa hann svona eins og svarthol. Hann sogar svo í sig og býr til pláss fyrir aðra. Ég get ekki beðið um það betra. „Það var mjög gaman að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í Höllinni.“ Rúnar byrjaði leikinn á að skora fyrsta mark leiksins en var búinn að næla sér í tvígang í tvær mínútur eftir aðeins 11 mínútna leik. „Fyrri tvær mínúturnar voru rosalega ódýrar. Þeir hefðu átt að gefa mér gult spjald og dæma víti. Svo heldur hann að ég sé ekki kominn með tvær og gefur mér gult spjald. Hann verður að leiðrétta það. Það eru hans mistök í lestri á leiknum og ekkert við því að gera. Við náðum að leysa það með skiptingunni og þeir fengu ekkert út úr því og svo fékk ég að spila vörn í lokin og það gekk mjög vel,“ sagði Rúnar að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira