Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2016 13:52 Lilja telur sig ekki eiga samleið í Magnúsi, í Samtökunum ´78. Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir hefur sent bréf til Samtakanna ´78 sem er alvöruþrungið. Þar segir hún úr sig úr samtökunum eftir 28 ára órofna félagsaðild. Ástæðan sem hún gefur upp eru vinnubrögð stjórnar varðandi hina umdeildu aðildarumsókn BDSM á Íslandi. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið sem reynst hefur Samtökunum ´78 gríðarlega erfitt. En, einnig BDSM-fólki og hér má meðal annars finna viðtal við Magnús Hákonarson formann BDSM á Íslandi. Aðild BDSM var samþykkt á síðasta aðalfundi en í gær var haldinn félagsfundur þar sem rætt var lögfræðiálit, en vafi leikur á um lögmæti þeirrar samþykktar vegna þess að boða átti til fundarins bréflega. Lilja segir að stór hluti félagsmanna hafi krafist nýs aðalfundar til að skera úr um þetta atriði, þannig að enginn minnsti vafi léki þar á um. En, allt kom fyrir ekki. Lilja segir stjórnina ekki virðast sjá ástæðu til að leita sátta heldur misbeiti leikreglum til að þvinga aðild BDSM í gegn, meðal annars með smölun félaga þess ágæta félags á umræddan félagsfund.Stór hluti gamalgróinna félagsmanna á förumLilja sér fyrir sér fjöldaúrsagnir. „Stjórn virðist geta hugsað sér að sitja í vafasömu umboði og taka mjög umdeilda ákvörðun sem Samtökin´78 munu gjalda dýru verði, þar sem stór hluti félaga mun segja sig úr félaginu. Það segir mér að stjórnin sé ekki starfi sínu vaxin og taki eigin völd og vilja fram yfir hag félagsins í heild.“ Á síðu félagsins er nánar greint frá félagsfundinum sem haldinn var á laugardaginn. Þar var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þennan ágreining sem lýtur meðal annars að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.Erfiður félagsfundur um helginaEkki er dregin fjöður yfir það, í þeirri greinargerð, að fundurinn hafi reynst félagsfólki erfiður: „Félagar ákváðu að fara þá leið að staðfesta eða synja því sem fram fór á aðalfundinum 5. mars sl. Lyktir urðu þær að öll atriði aðalfundar voru staðfest, þ.m.t. umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að samtökunum. Sá liður var staðfestur með 72 atkvæðum eða 55,81% greiddra atkvæða. Með synjun kusu 56 eða 43,41%. Einn sat hjá eða 0,78%. Alls greiddu 129 félagar atkvæði um þennan lið.“ Tengdar fréttir Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir hefur sent bréf til Samtakanna ´78 sem er alvöruþrungið. Þar segir hún úr sig úr samtökunum eftir 28 ára órofna félagsaðild. Ástæðan sem hún gefur upp eru vinnubrögð stjórnar varðandi hina umdeildu aðildarumsókn BDSM á Íslandi. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið sem reynst hefur Samtökunum ´78 gríðarlega erfitt. En, einnig BDSM-fólki og hér má meðal annars finna viðtal við Magnús Hákonarson formann BDSM á Íslandi. Aðild BDSM var samþykkt á síðasta aðalfundi en í gær var haldinn félagsfundur þar sem rætt var lögfræðiálit, en vafi leikur á um lögmæti þeirrar samþykktar vegna þess að boða átti til fundarins bréflega. Lilja segir að stór hluti félagsmanna hafi krafist nýs aðalfundar til að skera úr um þetta atriði, þannig að enginn minnsti vafi léki þar á um. En, allt kom fyrir ekki. Lilja segir stjórnina ekki virðast sjá ástæðu til að leita sátta heldur misbeiti leikreglum til að þvinga aðild BDSM í gegn, meðal annars með smölun félaga þess ágæta félags á umræddan félagsfund.Stór hluti gamalgróinna félagsmanna á förumLilja sér fyrir sér fjöldaúrsagnir. „Stjórn virðist geta hugsað sér að sitja í vafasömu umboði og taka mjög umdeilda ákvörðun sem Samtökin´78 munu gjalda dýru verði, þar sem stór hluti félaga mun segja sig úr félaginu. Það segir mér að stjórnin sé ekki starfi sínu vaxin og taki eigin völd og vilja fram yfir hag félagsins í heild.“ Á síðu félagsins er nánar greint frá félagsfundinum sem haldinn var á laugardaginn. Þar var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þennan ágreining sem lýtur meðal annars að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.Erfiður félagsfundur um helginaEkki er dregin fjöður yfir það, í þeirri greinargerð, að fundurinn hafi reynst félagsfólki erfiður: „Félagar ákváðu að fara þá leið að staðfesta eða synja því sem fram fór á aðalfundinum 5. mars sl. Lyktir urðu þær að öll atriði aðalfundar voru staðfest, þ.m.t. umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að samtökunum. Sá liður var staðfestur með 72 atkvæðum eða 55,81% greiddra atkvæða. Með synjun kusu 56 eða 43,41%. Einn sat hjá eða 0,78%. Alls greiddu 129 félagar atkvæði um þennan lið.“
Tengdar fréttir Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08
Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent