Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2016 13:52 Lilja telur sig ekki eiga samleið í Magnúsi, í Samtökunum ´78. Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir hefur sent bréf til Samtakanna ´78 sem er alvöruþrungið. Þar segir hún úr sig úr samtökunum eftir 28 ára órofna félagsaðild. Ástæðan sem hún gefur upp eru vinnubrögð stjórnar varðandi hina umdeildu aðildarumsókn BDSM á Íslandi. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið sem reynst hefur Samtökunum ´78 gríðarlega erfitt. En, einnig BDSM-fólki og hér má meðal annars finna viðtal við Magnús Hákonarson formann BDSM á Íslandi. Aðild BDSM var samþykkt á síðasta aðalfundi en í gær var haldinn félagsfundur þar sem rætt var lögfræðiálit, en vafi leikur á um lögmæti þeirrar samþykktar vegna þess að boða átti til fundarins bréflega. Lilja segir að stór hluti félagsmanna hafi krafist nýs aðalfundar til að skera úr um þetta atriði, þannig að enginn minnsti vafi léki þar á um. En, allt kom fyrir ekki. Lilja segir stjórnina ekki virðast sjá ástæðu til að leita sátta heldur misbeiti leikreglum til að þvinga aðild BDSM í gegn, meðal annars með smölun félaga þess ágæta félags á umræddan félagsfund.Stór hluti gamalgróinna félagsmanna á förumLilja sér fyrir sér fjöldaúrsagnir. „Stjórn virðist geta hugsað sér að sitja í vafasömu umboði og taka mjög umdeilda ákvörðun sem Samtökin´78 munu gjalda dýru verði, þar sem stór hluti félaga mun segja sig úr félaginu. Það segir mér að stjórnin sé ekki starfi sínu vaxin og taki eigin völd og vilja fram yfir hag félagsins í heild.“ Á síðu félagsins er nánar greint frá félagsfundinum sem haldinn var á laugardaginn. Þar var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þennan ágreining sem lýtur meðal annars að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.Erfiður félagsfundur um helginaEkki er dregin fjöður yfir það, í þeirri greinargerð, að fundurinn hafi reynst félagsfólki erfiður: „Félagar ákváðu að fara þá leið að staðfesta eða synja því sem fram fór á aðalfundinum 5. mars sl. Lyktir urðu þær að öll atriði aðalfundar voru staðfest, þ.m.t. umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að samtökunum. Sá liður var staðfestur með 72 atkvæðum eða 55,81% greiddra atkvæða. Með synjun kusu 56 eða 43,41%. Einn sat hjá eða 0,78%. Alls greiddu 129 félagar atkvæði um þennan lið.“ Tengdar fréttir Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir hefur sent bréf til Samtakanna ´78 sem er alvöruþrungið. Þar segir hún úr sig úr samtökunum eftir 28 ára órofna félagsaðild. Ástæðan sem hún gefur upp eru vinnubrögð stjórnar varðandi hina umdeildu aðildarumsókn BDSM á Íslandi. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið sem reynst hefur Samtökunum ´78 gríðarlega erfitt. En, einnig BDSM-fólki og hér má meðal annars finna viðtal við Magnús Hákonarson formann BDSM á Íslandi. Aðild BDSM var samþykkt á síðasta aðalfundi en í gær var haldinn félagsfundur þar sem rætt var lögfræðiálit, en vafi leikur á um lögmæti þeirrar samþykktar vegna þess að boða átti til fundarins bréflega. Lilja segir að stór hluti félagsmanna hafi krafist nýs aðalfundar til að skera úr um þetta atriði, þannig að enginn minnsti vafi léki þar á um. En, allt kom fyrir ekki. Lilja segir stjórnina ekki virðast sjá ástæðu til að leita sátta heldur misbeiti leikreglum til að þvinga aðild BDSM í gegn, meðal annars með smölun félaga þess ágæta félags á umræddan félagsfund.Stór hluti gamalgróinna félagsmanna á förumLilja sér fyrir sér fjöldaúrsagnir. „Stjórn virðist geta hugsað sér að sitja í vafasömu umboði og taka mjög umdeilda ákvörðun sem Samtökin´78 munu gjalda dýru verði, þar sem stór hluti félaga mun segja sig úr félaginu. Það segir mér að stjórnin sé ekki starfi sínu vaxin og taki eigin völd og vilja fram yfir hag félagsins í heild.“ Á síðu félagsins er nánar greint frá félagsfundinum sem haldinn var á laugardaginn. Þar var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þennan ágreining sem lýtur meðal annars að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.Erfiður félagsfundur um helginaEkki er dregin fjöður yfir það, í þeirri greinargerð, að fundurinn hafi reynst félagsfólki erfiður: „Félagar ákváðu að fara þá leið að staðfesta eða synja því sem fram fór á aðalfundinum 5. mars sl. Lyktir urðu þær að öll atriði aðalfundar voru staðfest, þ.m.t. umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að samtökunum. Sá liður var staðfestur með 72 atkvæðum eða 55,81% greiddra atkvæða. Með synjun kusu 56 eða 43,41%. Einn sat hjá eða 0,78%. Alls greiddu 129 félagar atkvæði um þennan lið.“
Tengdar fréttir Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08
Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59