

Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína.
"Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ekki enn komist í gegnum helminginn af þeim heillaóskum og skilaboðum sem hún fékk eftir að hún tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, þeirri sterkustu í heimi.
Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni.
Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili.