Fjögur ný mót og verðlaunafé aldrei meira Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2016 23:00 Ólafía Þórunn fær tækifæri til að keppa um háar fjárhæðir á næsta ári. mynd/LET/tristan jones 35 mót verða á dagskrá bandarísku LPGA-mótaraðarinnar í golfi á næsta ári en þau hafa aldrei verið fleiri. Mótunum fjölgar um fjögur á milli ára. Þá hefur verðlaunafé aldrei verið meira. Samtals verða greiddar út 67,35 milljónir Bandaríkjadala á næsta keppnistímabili (jafnvirði 7,4 milljarða króna) og er um 4,35 milljóna dollara aukningu að ræða. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vann sér inn um helgina keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni í golfi með því að hafna í öðru sæti á lokaúrtökumótinu sem fór fram á Daytona Beach í Flórída.NICE ONE!!@olafiakri#LPGAbound — Rosie Davies (@rosiedavies10) December 5, 2016 Sjá einnig: Ólafía Þórunn kom út í mínus Fyrir ári síðan vann Ólafía Þórunn sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún tók þátt í níu mótum á síðasta tímabili og varð í 96. sæti peningalistans, sem dugði ekki til að endurnýja keppnisrétt sinn fyrir næsta ár. Það kemur þó ekki að sök þar sem að hún hefur nú aðgang að stærstu mótaröð í heimi, þeirri bandarísku.Mikill munur á tekjum Eins og Karen Sævarsdóttir benti á í samtali við Vísi fyrr í dag er talsverður munur á LPGA-mótaröðinni og þeirri evrópsku. Sjá einnig: Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA Sem dæmi má nefna að langtekjuhæsti kylfingurinn á Evrópumótaröðinni, hin bandaríska Beth Allen, vann sér inn 311 þúsund evrur (jafnvirði 37 milljóna króna) á nýliðnu tímabili. Þrátt fyrir að Allen hafi verið nánast tvöfalt tekjuhætti en næsti kylfingur á eftir henni voru 58 kylfingar á LPGA-mótaröðinni tekjuhærri en Allen. Alls voru fimmtán kylfingar á LPGA-mótaröðinni með meira en eina milljón Bandaríkjadala í tekjur á síðasta tímabili og sú tekjuhæsta, Ariya Jutanugarn frá Tælandi, fékk rúma 2,5 milljónir dollara í sinn hlut (jafnvirði 281 milljóna króna) eða rúmlega sjöfalt meira en Allen fékk á Evrópumótaröðinni.Beth Allen vann Fatima Bint Mubarak-mótið í Abú Dabí í síðasta mánuði en Ólafía Þórunn var þar í forystu fyrstu tvo keppnisdagana.Vísir/GettyBestu kylfingarnir á LPGA Það sést líka greinilega á heimslistanum að sterkustu keppendur heims eru á LPGA-mótaröðinni. Allen til að mynda í 63. sæti heimslistans í golfi þrátt fyrir yfirburðaárangur á Evrópumótaröðinni. Allen keppti einnig á úrtökumótinu um helgina, með Ólafíu Þórunni, og hafnaði í 6.-7. sæti. Hún mun því keppa á bandarísku mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Sjá einnig: Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Nýtt tímabil á LPGA-mótaröðinni hefst í lok janúar á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum. Afar líklegt verður að teljast að Ólafía Þórunn fái þar keppnisrétt þó svo að það hafi ekki enn verið staðfest. Verðlaunafé á því móti verður 1,4 milljónir Bandaríkjadala en til að fá peningaverðlaun á mótinu þarf að vera í hópi þeirra 80 kylfinga sem komast í gegnum niðurskurðinn. Alls tóku 108 kylfingar þátt í mótinu í fyrra. Golf Tengdar fréttir LPGA-tímabilið hjá Ólafíu hefst á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í dag fyrst allra íslenskra kvenna. 4. desember 2016 20:00 Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14 Íslendingar fagna: Ólafía Þórunn flækir valið á Íþróttamanni ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur farið á kostum undanfarna fimm daga og brætt hjörtu Íslendinga sem eru að farast úr stolti. 4. desember 2016 19:54 Sögulegt afrek: Ólafía Þórunn fór á kostum og tryggði sæti sitt í LPGA-mótaröðinni Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð í dag fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á sterkustu atvinnumannamótaröð heima í golfi er hún hafnaði í 2. sæti á lokastigi úrtökumótsins í Flórída. 4. desember 2016 20:00 Ólafía Þórunn: Er ennþá að ná áttum en tilfinningin er ótrúleg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni fyrst allra íslenskra kylfinga í Flórída í dag. 4. desember 2016 21:45 Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45 Maður þarf að vera ótrúlega sterkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri íþróttasögu þegar hún tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær. Ólafía Þórunn lenti í 2. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir mótaröðina og var hársbreidd frá sigri. Hún leggur mikið upp úr andlegum undirbúningi. 5. desember 2016 06:00 Ólafía Þórunn: Get alveg spilað jafn vel og þær bestu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í skýjunum með að vera komin á LPGA-mótaröðina. 4. desember 2016 22:22 Faðir Ólafíu Þórunnar: Litla stráið mitt orðið stórt Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, var að vonum stoltur með frammistöðu dótturinnar á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi. 4. desember 2016 20:35 Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Tóku víkingaklappið til heiðurs Ólafíu þegar sætið var í höfn | Myndband Ólafía var vel studd af íslenskum ferðamönnum í Flórída en íslensku stuðningsmennirnir buðu upp á víkingaklapp þegar sætið var í höfn. 4. desember 2016 20:37 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
35 mót verða á dagskrá bandarísku LPGA-mótaraðarinnar í golfi á næsta ári en þau hafa aldrei verið fleiri. Mótunum fjölgar um fjögur á milli ára. Þá hefur verðlaunafé aldrei verið meira. Samtals verða greiddar út 67,35 milljónir Bandaríkjadala á næsta keppnistímabili (jafnvirði 7,4 milljarða króna) og er um 4,35 milljóna dollara aukningu að ræða. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vann sér inn um helgina keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni í golfi með því að hafna í öðru sæti á lokaúrtökumótinu sem fór fram á Daytona Beach í Flórída.NICE ONE!!@olafiakri#LPGAbound — Rosie Davies (@rosiedavies10) December 5, 2016 Sjá einnig: Ólafía Þórunn kom út í mínus Fyrir ári síðan vann Ólafía Þórunn sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún tók þátt í níu mótum á síðasta tímabili og varð í 96. sæti peningalistans, sem dugði ekki til að endurnýja keppnisrétt sinn fyrir næsta ár. Það kemur þó ekki að sök þar sem að hún hefur nú aðgang að stærstu mótaröð í heimi, þeirri bandarísku.Mikill munur á tekjum Eins og Karen Sævarsdóttir benti á í samtali við Vísi fyrr í dag er talsverður munur á LPGA-mótaröðinni og þeirri evrópsku. Sjá einnig: Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA Sem dæmi má nefna að langtekjuhæsti kylfingurinn á Evrópumótaröðinni, hin bandaríska Beth Allen, vann sér inn 311 þúsund evrur (jafnvirði 37 milljóna króna) á nýliðnu tímabili. Þrátt fyrir að Allen hafi verið nánast tvöfalt tekjuhætti en næsti kylfingur á eftir henni voru 58 kylfingar á LPGA-mótaröðinni tekjuhærri en Allen. Alls voru fimmtán kylfingar á LPGA-mótaröðinni með meira en eina milljón Bandaríkjadala í tekjur á síðasta tímabili og sú tekjuhæsta, Ariya Jutanugarn frá Tælandi, fékk rúma 2,5 milljónir dollara í sinn hlut (jafnvirði 281 milljóna króna) eða rúmlega sjöfalt meira en Allen fékk á Evrópumótaröðinni.Beth Allen vann Fatima Bint Mubarak-mótið í Abú Dabí í síðasta mánuði en Ólafía Þórunn var þar í forystu fyrstu tvo keppnisdagana.Vísir/GettyBestu kylfingarnir á LPGA Það sést líka greinilega á heimslistanum að sterkustu keppendur heims eru á LPGA-mótaröðinni. Allen til að mynda í 63. sæti heimslistans í golfi þrátt fyrir yfirburðaárangur á Evrópumótaröðinni. Allen keppti einnig á úrtökumótinu um helgina, með Ólafíu Þórunni, og hafnaði í 6.-7. sæti. Hún mun því keppa á bandarísku mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Sjá einnig: Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Nýtt tímabil á LPGA-mótaröðinni hefst í lok janúar á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum. Afar líklegt verður að teljast að Ólafía Þórunn fái þar keppnisrétt þó svo að það hafi ekki enn verið staðfest. Verðlaunafé á því móti verður 1,4 milljónir Bandaríkjadala en til að fá peningaverðlaun á mótinu þarf að vera í hópi þeirra 80 kylfinga sem komast í gegnum niðurskurðinn. Alls tóku 108 kylfingar þátt í mótinu í fyrra.
Golf Tengdar fréttir LPGA-tímabilið hjá Ólafíu hefst á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í dag fyrst allra íslenskra kvenna. 4. desember 2016 20:00 Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14 Íslendingar fagna: Ólafía Þórunn flækir valið á Íþróttamanni ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur farið á kostum undanfarna fimm daga og brætt hjörtu Íslendinga sem eru að farast úr stolti. 4. desember 2016 19:54 Sögulegt afrek: Ólafía Þórunn fór á kostum og tryggði sæti sitt í LPGA-mótaröðinni Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð í dag fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á sterkustu atvinnumannamótaröð heima í golfi er hún hafnaði í 2. sæti á lokastigi úrtökumótsins í Flórída. 4. desember 2016 20:00 Ólafía Þórunn: Er ennþá að ná áttum en tilfinningin er ótrúleg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni fyrst allra íslenskra kylfinga í Flórída í dag. 4. desember 2016 21:45 Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45 Maður þarf að vera ótrúlega sterkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri íþróttasögu þegar hún tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær. Ólafía Þórunn lenti í 2. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir mótaröðina og var hársbreidd frá sigri. Hún leggur mikið upp úr andlegum undirbúningi. 5. desember 2016 06:00 Ólafía Þórunn: Get alveg spilað jafn vel og þær bestu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í skýjunum með að vera komin á LPGA-mótaröðina. 4. desember 2016 22:22 Faðir Ólafíu Þórunnar: Litla stráið mitt orðið stórt Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, var að vonum stoltur með frammistöðu dótturinnar á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi. 4. desember 2016 20:35 Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Tóku víkingaklappið til heiðurs Ólafíu þegar sætið var í höfn | Myndband Ólafía var vel studd af íslenskum ferðamönnum í Flórída en íslensku stuðningsmennirnir buðu upp á víkingaklapp þegar sætið var í höfn. 4. desember 2016 20:37 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
LPGA-tímabilið hjá Ólafíu hefst á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í dag fyrst allra íslenskra kvenna. 4. desember 2016 20:00
Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14
Íslendingar fagna: Ólafía Þórunn flækir valið á Íþróttamanni ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur farið á kostum undanfarna fimm daga og brætt hjörtu Íslendinga sem eru að farast úr stolti. 4. desember 2016 19:54
Sögulegt afrek: Ólafía Þórunn fór á kostum og tryggði sæti sitt í LPGA-mótaröðinni Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð í dag fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á sterkustu atvinnumannamótaröð heima í golfi er hún hafnaði í 2. sæti á lokastigi úrtökumótsins í Flórída. 4. desember 2016 20:00
Ólafía Þórunn: Er ennþá að ná áttum en tilfinningin er ótrúleg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni fyrst allra íslenskra kylfinga í Flórída í dag. 4. desember 2016 21:45
Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45
Maður þarf að vera ótrúlega sterkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri íþróttasögu þegar hún tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær. Ólafía Þórunn lenti í 2. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir mótaröðina og var hársbreidd frá sigri. Hún leggur mikið upp úr andlegum undirbúningi. 5. desember 2016 06:00
Ólafía Þórunn: Get alveg spilað jafn vel og þær bestu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í skýjunum með að vera komin á LPGA-mótaröðina. 4. desember 2016 22:22
Faðir Ólafíu Þórunnar: Litla stráið mitt orðið stórt Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, var að vonum stoltur með frammistöðu dótturinnar á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi. 4. desember 2016 20:35
Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40
Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30
Tóku víkingaklappið til heiðurs Ólafíu þegar sætið var í höfn | Myndband Ólafía var vel studd af íslenskum ferðamönnum í Flórída en íslensku stuðningsmennirnir buðu upp á víkingaklapp þegar sætið var í höfn. 4. desember 2016 20:37