Golf

Ólafía Þórunn kom út í mínus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafía Þórunn sveiflar á Flórída í gær.
Ólafía Þórunn sveiflar á Flórída í gær. mynd/lpga
Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína.

Hún þurfti að fara í gegnum þrjú stig til þess að ná takmarki sínu og það fylgdi því kostnaður að taka þátt í mótunum.

Sjá einnig: Maður þarf að vera ótrúlega sterkur

Á fyrsta stiginu þurfti hún að greiða 280 þúsund krónur í keppnisgjald. Á öðru mótinu greiddi hún 335 þúsund fyrir að vera með. Þeir sem komust af fyrsta stiginu á lokastigið þurftu ekki að greiða neitt keppnisgjald á lokamótinu.

Ólafía greiddi því 615 þúsund krónur í keppnisgjöld en fékk hálfa milljón í verðlaunafé fyrir annað sætið. Þarna munar því 115 þúsund krónum.

Sjá einnig: Tóku víkingaklappið til heiðurs Ólafíu þegar sætið var í höfn | Myndband

Það er fyrir utan kostnað við flug, uppihald og annað. Það var því ekki ókeypis að uppfylla stóra drauminn.

Góðu tíðindin eru aftur á móti þau að á LPGA-mótaröðinni er verðlaunaféð mjög gott og jafnvel tugir milljóna í boði fyrir sigur á ákveðnum mótum.


Tengdar fréttir

LPGA-tímabilið hjá Ólafíu hefst á Bahamaeyjum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í dag fyrst allra íslenskra kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×