Slagurinn átti sér stað fyrir framan verslun Bónus við Hallveigarstíg síðdegis í gær. Eftir talsverða baráttu náði smyrillinn fullnaðarsigri og gæddi sér á bráð sinni fyrir framan búðina í mestu makindum og lét það sig litlu skipta þó gestir og gangandi fylgdust með honum éta bráð sína.
Myndirnar og myndböndin sem Anton tók má sjá hér að neðan.