Formaður ÍTR veitti styrk til félags sem hann stofnaði Snærós Sindradóttir skrifar 11. febrúar 2016 14:41 Lindy Ravers er dansfélag. Styrkurinn er veittur til að fá erlenda danskennara hingað til lands. ÍTR styrkir Áhugamannafélagið Lindy Ravers um 300 þúsund krónur en formaður ÍTR, Þórgnýr Thoroddsen er stofnandi félagsins og sat sem formaður þess um nokkurra ára skeið. Þórgnýr sagði sig ekki frá ákvörðuninni við afgreiðslu hennar. „Ég er tæknilega séð ekki vanhæfur í þessu máli en aftur á móti gerði ég ekki tillögu um styrkinn sjálfur heldur kom tillagan frá öðrum í hópnum sem tóku ákvörðunina. Ég bara samþykkti það,“ segir Þórgnýr. Samkvæmt vef Ríkisskattstjóra er Þórgnýr enn forsvarsmaður félagsins. „Ég stofnaði félagið á sínum tíma en ég er ekki tengdur því lengur. Ég var búinn að benda þeim [stjórn Lindy Ravers] á það en þeir eiga bara eftir að uppfæra það í sinni skrá.“ Þórgnýr segist hafa hætt að vera virkur í félaginu í kringum árin 2011 og 2012 en hann hafi þó farið á danssamkomur síðan þó dregið hafi úr áhuganum.Trausti Harðarson.Segir Þórgný hafa talað fyrir styrknum Fjögurra manna hópur innan ÍTR sá um að fara yfir styrkumsóknir til ráðsins og leggja fram tillögu fyrir ráðið. Þórgnýr sat í þeim hópi. „Ég sagði þeim að ég myndi ekki vilja koma með tillögu að þessu vegna þess að ég væri tengdur félaginu þó ég sé ekki tæknilega séð vanhæfur. Það er auðvitað dálítið neyðarlegt að ég skuli enn vera skráður fyrir félaginu, en það er í rauninni bara frá því það var stofnað árið 2007.“ Trausti Harðarson, fulltrúi Framsóknar í ÍTR, fullyrðir að hann hafi ekki vitað hversu ríkuleg tengsl Þórgnýs væru við félagið. „Hann kynnti tenginguna við þetta og talaði svo sem fyrir þessu. Hann ítrekaði að hann væri að einhverju leyti tengdur en ekki endilega að hann hefði stofnað þetta.“Dóra Magnúsdóttir.Lítið samfélag og stundum tengsl Dóra Magnúsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar segir að tenging Þórgnýs hafi verið ljós frá upphafi. „Hann tók það sérstaklega fram að honum þætti þetta óþægilegt. Hann lét okkur mjög skýrt vita af þessum tengslum en við ákváðum að láta félagið ekki gjalda þessara tengsla. Okkur fannst eðlilegt að styrkja þá. Við erum lítið samfélag og það eru stundum tengsl.“ Í siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg segir: 4. gr. Hagsmunaárekstrar Kjörnir fulltrúar forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum og vekja athygli á því ef hætta er á slíkum árekstrum. Á þetta einnig við ef þær breytingar verða á höfum kjörins fulltrúa, að valdið gætu slíkum hagsmunaárekstrum. Um mat á hæfi við afgreiðslu einstakra mála og málsmeðferð í því sambandi fer eftir hæfisreglum samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar. Kjörnir fulltrúar nýta sér ekki stöðu sína í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra sem eru þeim tengdir, hvort sem ávinningur af slíku kemur fram strax eða síðar, þ.m.t. eftir að störfum fyrir Reykjavíkurborg lýkur Í kjölfar fyrirspurnar blaðamanns til Þórgnýs skrifaði hann eftirfarandi færslu á Facebook: Hér er mynd af mér fyrir utan skrifstofur Ríkisskattstjóra. Í dag átti sér nefnilega stað nokkuð skondið, en samt í raun...Posted by Þórgnýr Thoroddsen on Thursday, February 11, 2016 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
ÍTR styrkir Áhugamannafélagið Lindy Ravers um 300 þúsund krónur en formaður ÍTR, Þórgnýr Thoroddsen er stofnandi félagsins og sat sem formaður þess um nokkurra ára skeið. Þórgnýr sagði sig ekki frá ákvörðuninni við afgreiðslu hennar. „Ég er tæknilega séð ekki vanhæfur í þessu máli en aftur á móti gerði ég ekki tillögu um styrkinn sjálfur heldur kom tillagan frá öðrum í hópnum sem tóku ákvörðunina. Ég bara samþykkti það,“ segir Þórgnýr. Samkvæmt vef Ríkisskattstjóra er Þórgnýr enn forsvarsmaður félagsins. „Ég stofnaði félagið á sínum tíma en ég er ekki tengdur því lengur. Ég var búinn að benda þeim [stjórn Lindy Ravers] á það en þeir eiga bara eftir að uppfæra það í sinni skrá.“ Þórgnýr segist hafa hætt að vera virkur í félaginu í kringum árin 2011 og 2012 en hann hafi þó farið á danssamkomur síðan þó dregið hafi úr áhuganum.Trausti Harðarson.Segir Þórgný hafa talað fyrir styrknum Fjögurra manna hópur innan ÍTR sá um að fara yfir styrkumsóknir til ráðsins og leggja fram tillögu fyrir ráðið. Þórgnýr sat í þeim hópi. „Ég sagði þeim að ég myndi ekki vilja koma með tillögu að þessu vegna þess að ég væri tengdur félaginu þó ég sé ekki tæknilega séð vanhæfur. Það er auðvitað dálítið neyðarlegt að ég skuli enn vera skráður fyrir félaginu, en það er í rauninni bara frá því það var stofnað árið 2007.“ Trausti Harðarson, fulltrúi Framsóknar í ÍTR, fullyrðir að hann hafi ekki vitað hversu ríkuleg tengsl Þórgnýs væru við félagið. „Hann kynnti tenginguna við þetta og talaði svo sem fyrir þessu. Hann ítrekaði að hann væri að einhverju leyti tengdur en ekki endilega að hann hefði stofnað þetta.“Dóra Magnúsdóttir.Lítið samfélag og stundum tengsl Dóra Magnúsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar segir að tenging Þórgnýs hafi verið ljós frá upphafi. „Hann tók það sérstaklega fram að honum þætti þetta óþægilegt. Hann lét okkur mjög skýrt vita af þessum tengslum en við ákváðum að láta félagið ekki gjalda þessara tengsla. Okkur fannst eðlilegt að styrkja þá. Við erum lítið samfélag og það eru stundum tengsl.“ Í siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg segir: 4. gr. Hagsmunaárekstrar Kjörnir fulltrúar forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum og vekja athygli á því ef hætta er á slíkum árekstrum. Á þetta einnig við ef þær breytingar verða á höfum kjörins fulltrúa, að valdið gætu slíkum hagsmunaárekstrum. Um mat á hæfi við afgreiðslu einstakra mála og málsmeðferð í því sambandi fer eftir hæfisreglum samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar. Kjörnir fulltrúar nýta sér ekki stöðu sína í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra sem eru þeim tengdir, hvort sem ávinningur af slíku kemur fram strax eða síðar, þ.m.t. eftir að störfum fyrir Reykjavíkurborg lýkur Í kjölfar fyrirspurnar blaðamanns til Þórgnýs skrifaði hann eftirfarandi færslu á Facebook: Hér er mynd af mér fyrir utan skrifstofur Ríkisskattstjóra. Í dag átti sér nefnilega stað nokkuð skondið, en samt í raun...Posted by Þórgnýr Thoroddsen on Thursday, February 11, 2016
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira