Geir: Þurfum að líta í eigin barm í stað þess að finna einhverjar afskanir Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 20:00 Geir messar yfir sínum mönnum í Tékkaleiknum. vísir/ernir „Það eru allir leikmennirnir verulega svekktir, það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, hvað þá þegar þú tapar þeimaf eigin völdum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, aðspurður út í stemminguna í klefanum eftir tap í Úkraínu fyrr í dag. Íslenska landsliðið gat með sigri í dag náð góðu forskoti á toppi riðilsins eftir sigur Tékka á Makedónum. „Sá möguleiki var til staðar í dag. Við töluðum um það fyrir þessa leiki að við ætluðum okkur fjögur stig úr þessum tveimur leikjum. Við mátum leikina þannig að það væri möguleiki að taka fjögur stig en það tókst því miður ekki.“Sjá einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Geir sagði ekkert vanmat hafa átt sér stað í dag fyrir leik gegn liði sem var fyrirfram talið slakasta lið riðilsins. „Við töluðum alltaf um að þetta yrði erfiður leikur. Þegar við fórum að skoða leikinn þeirra gegn Makedóníu sáum við að þeir voru með gott lið og vissum að þetta yrði erfitt verkefni,“ sagði Geir sem sagði liðið hafa gert mistök báðu megin á vellinum. „Það er hægt að kroppa einhver 2-3 mörk út varnarlega en við nýtum ekki nægilega vel hraðaupphlaupin þegar við vinnum boltann. Það voru færi til að sækja hratt sem við nýttum ekki nægilega vel.“ Íslenska liðið var í sífelldum eltingarleik í leiknum. „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takt rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný.“ Aðstæðurnar í Sumy voru vægast sagt eftirtektarverðar en Geir vildi ekki skýla liðinu á bak við það. „Við getum verið að týna eitthvað til eftir leik, þar á meðal völlinn sem við spiluðum á en það skiptir ekki máli. Við þurfum frekar að horfa í eigin barm heldur en að finna einhverjar afsakanir. Við fengum möguleika á að sækja stig undir lokin en náðum ekki að nýta það.“ Næst tekur við undirbúningur fyrir HM í Frakklandi sem hefst í janúar. „Við getum ekki gleymt þessari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikjunum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Það eru allir leikmennirnir verulega svekktir, það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, hvað þá þegar þú tapar þeimaf eigin völdum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, aðspurður út í stemminguna í klefanum eftir tap í Úkraínu fyrr í dag. Íslenska landsliðið gat með sigri í dag náð góðu forskoti á toppi riðilsins eftir sigur Tékka á Makedónum. „Sá möguleiki var til staðar í dag. Við töluðum um það fyrir þessa leiki að við ætluðum okkur fjögur stig úr þessum tveimur leikjum. Við mátum leikina þannig að það væri möguleiki að taka fjögur stig en það tókst því miður ekki.“Sjá einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Geir sagði ekkert vanmat hafa átt sér stað í dag fyrir leik gegn liði sem var fyrirfram talið slakasta lið riðilsins. „Við töluðum alltaf um að þetta yrði erfiður leikur. Þegar við fórum að skoða leikinn þeirra gegn Makedóníu sáum við að þeir voru með gott lið og vissum að þetta yrði erfitt verkefni,“ sagði Geir sem sagði liðið hafa gert mistök báðu megin á vellinum. „Það er hægt að kroppa einhver 2-3 mörk út varnarlega en við nýtum ekki nægilega vel hraðaupphlaupin þegar við vinnum boltann. Það voru færi til að sækja hratt sem við nýttum ekki nægilega vel.“ Íslenska liðið var í sífelldum eltingarleik í leiknum. „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takt rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný.“ Aðstæðurnar í Sumy voru vægast sagt eftirtektarverðar en Geir vildi ekki skýla liðinu á bak við það. „Við getum verið að týna eitthvað til eftir leik, þar á meðal völlinn sem við spiluðum á en það skiptir ekki máli. Við þurfum frekar að horfa í eigin barm heldur en að finna einhverjar afsakanir. Við fengum möguleika á að sækja stig undir lokin en náðum ekki að nýta það.“ Næst tekur við undirbúningur fyrir HM í Frakklandi sem hefst í janúar. „Við getum ekki gleymt þessari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikjunum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00