Sjálfstæðir fjölmiðlar eru ekki sjálfsagðir Arnþrúður Karlsdóttir, Orri Hauksson, Ingvi Hrafn Jónsson og Sævar Freyr Þráinsson og Rakel Sveinsdóttir skrifa 1. september 2016 07:00 Frjáls fjölmiðlun í ljósvaka á 90 ára afmæli í ár. Ottó B. Arnar símfræðingur stóð að félagi um útvarpsstöðina H.f. Útvarp, sem hefði getað fagnað afmælinu í ár ef hún hefði ekki orðið gjaldþrota árið 1928. Fyrsta frumvarp um útvarpsrekstur var samþykkt frá Alþingi sama ár og hið nýja félag fékk aðstöðu í Loftskeytastöðinni á Melum til útsendinga fjórum árum á undan Ríkisútvarpinu. Gjaldþrotið varð sökum þess að Alþingi hafnaði beiðni um einkasölu á viðtækjum til að standa undir rekstri. Alþingi setti nokkrum árum síðar lög um útvarp í ríkiseigu og skyldi rekstur þess fjármagnaður að hluta með viðtækjasölu. Í millitíðinni hafði reyndar annað einkafyrirtæki hafið rekstur norður á Akureyri. Arthur Gook, trúboði í söfnuðinum á Sjónarhæð, hóf útsendingar trúarlegs útvarps í árslok 1927. Eitthvað virðist hið trúarlega útvarp hafa farið út af sporinu því atvinnumálaráðherra hafnaði beiðni um að framlengja leyfi þess árið 1929 með því fororði að það hefði ekki haft leyfi til reksturs „gaman-útvarps“. Ríkisútvarpið var stofnað í kjölfar þessara tilrauna einkaaðila og hóf útsendingar í skugga heimskreppu árið 1930. Íslenska ríkið var með einkarétt á útsendingum útvarps allt þar til Bylgjan hóf útsendingar 28. ágúst 1986 í kjölfar setningar nýrra útvarpslaga þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur. Þessi lög urðu ekki til í tómarúmi en í verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 lokuðust útvarps- og sjónvarpsstöðvar ríkisins. Einkaaðilar stigu þá fram og sýndu fram á tímaskekkju þess að þeim væri bannað að senda frá sér efni á öldum ljósvakans. Fæstir sakna einkaleyfis Ríkisútvarpsins og þótt ríflega 70 prósent landsmanna horfi eða hlusti á RÚV á hverjum degi horfa nú ríflega 73 prósent þeirra einnig á einkarekna ljósvakamiðla á hverjum degi. Fjölmiðlar eru í stöðugri þróun. Það þarf lagaumhverfið líka að vera. Íslenskur fjölmiðlamarkaður er ekki eyland. Erlendir miðlar sækja okkur heim án þess að greiða hér skatta eða gjöld. Kvaðir sem settar eru á innlenda miðla ná ekki til þeirra. Auglýsingatekjur renna í auknum mæli úr landi og stór hluti þeirra til ríkisins í gegnum Ríkisútvarpið. Í kvöld ætlum við að minna notendur ljósvakamiðla á gamla tíma með því að slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur klukkan 21. Með því viljum við minna á að tilvist innlendra sjálfstæðra fjölmiðla er ekki sjálfsagður hluti af tilverunni. Það er komið að Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrarumhverfi og andrými, þannig að fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Brynjar: Þegar maður ræðir breytingar á RÚV líta margir á það sem árás Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Katrín Jakobsdóttir voru meðal gesta Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 28. ágúst 2016 12:54 Einkareknir ljósvakamiðlar slökkva á útsendingum sínum á fimmtudag Miðlarnir munu slökkva á útsendingum sínum í sjö mínútur fimmtudagskvöldið klukkan 21. 29. ágúst 2016 13:20 Áskorun um gerð lagabreytinga Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23. ágúst 2016 08:30 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Frjáls fjölmiðlun í ljósvaka á 90 ára afmæli í ár. Ottó B. Arnar símfræðingur stóð að félagi um útvarpsstöðina H.f. Útvarp, sem hefði getað fagnað afmælinu í ár ef hún hefði ekki orðið gjaldþrota árið 1928. Fyrsta frumvarp um útvarpsrekstur var samþykkt frá Alþingi sama ár og hið nýja félag fékk aðstöðu í Loftskeytastöðinni á Melum til útsendinga fjórum árum á undan Ríkisútvarpinu. Gjaldþrotið varð sökum þess að Alþingi hafnaði beiðni um einkasölu á viðtækjum til að standa undir rekstri. Alþingi setti nokkrum árum síðar lög um útvarp í ríkiseigu og skyldi rekstur þess fjármagnaður að hluta með viðtækjasölu. Í millitíðinni hafði reyndar annað einkafyrirtæki hafið rekstur norður á Akureyri. Arthur Gook, trúboði í söfnuðinum á Sjónarhæð, hóf útsendingar trúarlegs útvarps í árslok 1927. Eitthvað virðist hið trúarlega útvarp hafa farið út af sporinu því atvinnumálaráðherra hafnaði beiðni um að framlengja leyfi þess árið 1929 með því fororði að það hefði ekki haft leyfi til reksturs „gaman-útvarps“. Ríkisútvarpið var stofnað í kjölfar þessara tilrauna einkaaðila og hóf útsendingar í skugga heimskreppu árið 1930. Íslenska ríkið var með einkarétt á útsendingum útvarps allt þar til Bylgjan hóf útsendingar 28. ágúst 1986 í kjölfar setningar nýrra útvarpslaga þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur. Þessi lög urðu ekki til í tómarúmi en í verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 lokuðust útvarps- og sjónvarpsstöðvar ríkisins. Einkaaðilar stigu þá fram og sýndu fram á tímaskekkju þess að þeim væri bannað að senda frá sér efni á öldum ljósvakans. Fæstir sakna einkaleyfis Ríkisútvarpsins og þótt ríflega 70 prósent landsmanna horfi eða hlusti á RÚV á hverjum degi horfa nú ríflega 73 prósent þeirra einnig á einkarekna ljósvakamiðla á hverjum degi. Fjölmiðlar eru í stöðugri þróun. Það þarf lagaumhverfið líka að vera. Íslenskur fjölmiðlamarkaður er ekki eyland. Erlendir miðlar sækja okkur heim án þess að greiða hér skatta eða gjöld. Kvaðir sem settar eru á innlenda miðla ná ekki til þeirra. Auglýsingatekjur renna í auknum mæli úr landi og stór hluti þeirra til ríkisins í gegnum Ríkisútvarpið. Í kvöld ætlum við að minna notendur ljósvakamiðla á gamla tíma með því að slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur klukkan 21. Með því viljum við minna á að tilvist innlendra sjálfstæðra fjölmiðla er ekki sjálfsagður hluti af tilverunni. Það er komið að Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrarumhverfi og andrými, þannig að fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla
Brynjar: Þegar maður ræðir breytingar á RÚV líta margir á það sem árás Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Katrín Jakobsdóttir voru meðal gesta Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 28. ágúst 2016 12:54
Einkareknir ljósvakamiðlar slökkva á útsendingum sínum á fimmtudag Miðlarnir munu slökkva á útsendingum sínum í sjö mínútur fimmtudagskvöldið klukkan 21. 29. ágúst 2016 13:20
Áskorun um gerð lagabreytinga Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23. ágúst 2016 08:30
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar