Instagram er ekkert bara fyrir „fyrirmyndarlíkamana“ Guðrún Ansnes skrifar 1. september 2016 11:15 Tara Margrét í svokölluðum bodycon-kjól sem notið hefur mikilla vinsælda. Hún er einkar glæsileg. „Ég vaknaði bara einn morguninn og sá að Instagramið mitt var sprungið,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Tara er líklega ein af fyrstu íslensku yfirstærðarfyrirmyndunum á Instagram og hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg hraðar en hún gat ímyndað sér. Frá því að Tara opnaði fataskápinn sinn fyrir alþjóð í Fréttablaðinu fyrr í sumar hefur hún varla getað lokað honum. Vegna þrýstings opnaði hún svo Instagram-reikninginn sinn fyrir almenningi og þá varð ekki aftur snúið. Hún var orðin að fyrirmynd sem ungar stúlkur hafa beðið eftir.„Hver segir að feitar stelpur geti ekki klæðst mynstruðu?“ spyr Tara réttilega.Og ekki skemmdi fyrir þegar Instagram-stjarnan FullfiguredFashion með fylgjendur á pari við íslensku þjóðina, hoppaði á vagninn og deildi myndum frá Töru. „Þetta er ótrúleg upplifun,“ segir hún sæl. „Mig óraði nú ekki fyrir þessu, viðbrögðin við tískuþættinum voru svo miklu meiri en við nokkrum pistli sem ég hef skrifað um málefnið. En þetta var risastórt skref fyrir mig og snerist ekki um það sem ég hef að segja heldur um líkama minn, sem ekki snýst um þessa hefðbundnu fegurð eða fellur undir hugtakið fyrirmyndarlíkami. Ég viðurkenni að ég var ótrúlega stressuð yfir þeim kommentum sem ég gæti fengið og var búin að brynja mig vel. Þau bara komu ekki,“ segir hún glöð. “Eðli málsins samkvæmt er Tara yfir sig ánægð með að líkamsímyndarskilaboðin hennar virðast falla vel í kramið og segir gríðarlega mikilvægt að hugmyndir um eitthvað eins og OOTD, eða dress dagsins, sé ekki fyrirbæri sem eyrnamerkt sé einhverri fyrirframgefinni líkamsgerð. „Ég er ekki þessi hefðbundna líkamsgerð í tískuþætti og þetta er greinilega eitthvað sem þurfti. Það þurfti einhver feit manneskja að stíga fram. Ég er feit kona og ég tek orðið feit bara aftur til mín. Það er valdeflandi að stíga svona fram,“ segir hún og er afar stolt af þeim sem fylgt hafa í kjölfarið, en fjölmargar hafa sett sig í samband við hana í því samhengi.Flott á leiðinni út á lífið. Tara er sannkölluð fyrirmynd sem gerir nákvæmlega það sem henni sýnist.„Það skiptir svo miklu máli að við sjáum aðra líkama en þessa svokölluðu fyrirmyndarlíkama í flottum fötum. Fatlaðir, feitir eða hvað sem er verða að sjást líka,“ segir hún ákveðin og bendir á að frá því hún fór að láta til sín taka á Instagram, hafi fyrirspurnum um hvar hún fái fötin sín rignt inn, svo greinilega sé gat í markaði sem einhverjir ættu að stökkva á hið snarasta. „Það er frekar merkilegt fyrir mig að upplifa hversu pólitískt afl líkaminn er, rétt eins og orðin,“ segir Tara og segist vona innilega að fleiri feti í hennar fótspor. „Heilsufarið er svo margþátta fyrirbæri sem einskorðast ekki aðeins við ákveðna líkamsmynd. Jákvæð líkamsmynd og sjálfsmynd vegur mjög þungt í heildarmyndinni,“ segir hún einlæg að lokum. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
„Ég vaknaði bara einn morguninn og sá að Instagramið mitt var sprungið,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Tara er líklega ein af fyrstu íslensku yfirstærðarfyrirmyndunum á Instagram og hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg hraðar en hún gat ímyndað sér. Frá því að Tara opnaði fataskápinn sinn fyrir alþjóð í Fréttablaðinu fyrr í sumar hefur hún varla getað lokað honum. Vegna þrýstings opnaði hún svo Instagram-reikninginn sinn fyrir almenningi og þá varð ekki aftur snúið. Hún var orðin að fyrirmynd sem ungar stúlkur hafa beðið eftir.„Hver segir að feitar stelpur geti ekki klæðst mynstruðu?“ spyr Tara réttilega.Og ekki skemmdi fyrir þegar Instagram-stjarnan FullfiguredFashion með fylgjendur á pari við íslensku þjóðina, hoppaði á vagninn og deildi myndum frá Töru. „Þetta er ótrúleg upplifun,“ segir hún sæl. „Mig óraði nú ekki fyrir þessu, viðbrögðin við tískuþættinum voru svo miklu meiri en við nokkrum pistli sem ég hef skrifað um málefnið. En þetta var risastórt skref fyrir mig og snerist ekki um það sem ég hef að segja heldur um líkama minn, sem ekki snýst um þessa hefðbundnu fegurð eða fellur undir hugtakið fyrirmyndarlíkami. Ég viðurkenni að ég var ótrúlega stressuð yfir þeim kommentum sem ég gæti fengið og var búin að brynja mig vel. Þau bara komu ekki,“ segir hún glöð. “Eðli málsins samkvæmt er Tara yfir sig ánægð með að líkamsímyndarskilaboðin hennar virðast falla vel í kramið og segir gríðarlega mikilvægt að hugmyndir um eitthvað eins og OOTD, eða dress dagsins, sé ekki fyrirbæri sem eyrnamerkt sé einhverri fyrirframgefinni líkamsgerð. „Ég er ekki þessi hefðbundna líkamsgerð í tískuþætti og þetta er greinilega eitthvað sem þurfti. Það þurfti einhver feit manneskja að stíga fram. Ég er feit kona og ég tek orðið feit bara aftur til mín. Það er valdeflandi að stíga svona fram,“ segir hún og er afar stolt af þeim sem fylgt hafa í kjölfarið, en fjölmargar hafa sett sig í samband við hana í því samhengi.Flott á leiðinni út á lífið. Tara er sannkölluð fyrirmynd sem gerir nákvæmlega það sem henni sýnist.„Það skiptir svo miklu máli að við sjáum aðra líkama en þessa svokölluðu fyrirmyndarlíkama í flottum fötum. Fatlaðir, feitir eða hvað sem er verða að sjást líka,“ segir hún ákveðin og bendir á að frá því hún fór að láta til sín taka á Instagram, hafi fyrirspurnum um hvar hún fái fötin sín rignt inn, svo greinilega sé gat í markaði sem einhverjir ættu að stökkva á hið snarasta. „Það er frekar merkilegt fyrir mig að upplifa hversu pólitískt afl líkaminn er, rétt eins og orðin,“ segir Tara og segist vona innilega að fleiri feti í hennar fótspor. „Heilsufarið er svo margþátta fyrirbæri sem einskorðast ekki aðeins við ákveðna líkamsmynd. Jákvæð líkamsmynd og sjálfsmynd vegur mjög þungt í heildarmyndinni,“ segir hún einlæg að lokum.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira