Guðrún Olsen, mag.art í grafískri hönnun, og Tinna Ingvarsdóttir myndlistakennari bjóða upp á nýtt námskeið í myndlist, Krakkamyndlist, fyrir krakka á aldrinum sex til átta ára á höfuðborgarsvæðinu.
Á námskeiðinu kynna Guðrún og Tinna fyrir krökkum brot úr myndlist 20. aldar. „Við tökum fyrir eitt þekkt verk í hverjum tíma. Við skoðum verkið og ræðum það og svo vinna krakkarnir sitt eigið verk út frá skilningi sínum,“ segir Guðrún og segir myndlistarnámskeiðið með listasögulegu ívafi. „Við viljum opna fyrir nútímalist og hugmyndafræði sem liggur að baki verkunum,“ segir hún frá.
Tinna er myndlistarkennari og Guðrún er mag.art í grafískri hönnun. Þegar námskeiðinu lýkur halda krakkarnir sýningu á afrakstri sínum. Tinna og Guðrún halda úti Facebook-síðunni Krakkamyndlist um námskeiðið sem hefst þann 10. september.
Krakkar læra um merk verk
