Meiri menningu … og meira pönk! Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 8. september 2016 07:00 Það var fróðlegt að sitja Fund fólksins þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um listir og fjölmiðlaumfjöllun. Mættir voru, ásamt mér, málsmetandi menn frá miðlunum, rit- og dagskrárstjórar menningarlegrar umfjöllunar og einnig fulltrúar frá nokkrum af aðildarfélögum BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Leiðarstefið varð dálítið á þá lund að það væri tilfinnanlegur skortur á gagnrýni og vandaðri umfjöllun um listir og menningu í íslenskum miðlum, sjónarmið sem ég get persónulega tekið heilshugar undir. Ég hef starfað við menningarblaðamennsku í bráðum tuttugu ár og það er svo einkennilegt að staðan í dag, heilt yfir, er um margt lakari en fyrir ca. fimmtán árum. Þrátt fyrir meiri möguleika (netið t.d.) á því að bregðast hratt og skjótt við menningarviðburðum virðist hreinlega skorta áhuga á því að setja fé í þessa starfsemi, sem er því miður upphaf og endir alls í svona löguðu. Fjármagnið, og hvert það fer, ræður. En svartagallsraus var þetta alls ekki. Það var t.d. gaman að heyra frá fulltrúum Ríkissjónvarpsins sem eru í sókn hvað þessi mál varðar, þróun á vefviðmóti og almenn framleiðsla í góðum gír, meira og minna. Komnir í stellingar Mín reynsla er dálítið sérstök. Ég hef fyrst og síðast sinnt gagnrýni á dægurtónlist og man ég tímana tvenna að því leytinu til. Er ég hóf störf á Morgunblaðinu dældum við út gagn- og djúprýni á þann geira og menningar- og listaumfjöllun var til mikillar fyrirmyndar. Síðustu árin hef ég hins vegar furðað mig á því, svo ég fókuseri á þennan eina þátt, hversu lítil nýliðunin í rauninni er í menningarpennaflórunni. Við sem þjóð stærum okkur af allri þessari stórkostlegu dægurtónlist sem ber hróður landsins um allar koppagrundir en á sama tíma vantar tilfinnanlega umfjöllun um fyrirbærið. Of oft er keyrt á köldum fréttatilkynningum; mat, rýni og pælingar – allt er þetta í of litlum mæli. Sífrið um fámennið er þreytandi. Ég trúi því einlæglega að hægt sé að keyra þokkalega menningarumfjöllun og vel það hérlendis og það var þægilegt að heyra að sumir eru komnir í stellingar og ætla að nýta til fulls þann miðil sem er orðinn miðlægur í lífi okkar allra, þ.e. netið. Og þar ætti öll menning að sprikla saman í dáindisgír; veri það rokk, sígild tónlist, arkitektúr, myndasögur, bókmenntir eða veggjakrot. Sjá t.d. snilldarlega vefi BBC og Guardian. Við miðum okkur að sjálfsögðu bara við þá bestu á þessu „stórasta“ landi í heimi! Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að sitja Fund fólksins þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um listir og fjölmiðlaumfjöllun. Mættir voru, ásamt mér, málsmetandi menn frá miðlunum, rit- og dagskrárstjórar menningarlegrar umfjöllunar og einnig fulltrúar frá nokkrum af aðildarfélögum BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Leiðarstefið varð dálítið á þá lund að það væri tilfinnanlegur skortur á gagnrýni og vandaðri umfjöllun um listir og menningu í íslenskum miðlum, sjónarmið sem ég get persónulega tekið heilshugar undir. Ég hef starfað við menningarblaðamennsku í bráðum tuttugu ár og það er svo einkennilegt að staðan í dag, heilt yfir, er um margt lakari en fyrir ca. fimmtán árum. Þrátt fyrir meiri möguleika (netið t.d.) á því að bregðast hratt og skjótt við menningarviðburðum virðist hreinlega skorta áhuga á því að setja fé í þessa starfsemi, sem er því miður upphaf og endir alls í svona löguðu. Fjármagnið, og hvert það fer, ræður. En svartagallsraus var þetta alls ekki. Það var t.d. gaman að heyra frá fulltrúum Ríkissjónvarpsins sem eru í sókn hvað þessi mál varðar, þróun á vefviðmóti og almenn framleiðsla í góðum gír, meira og minna. Komnir í stellingar Mín reynsla er dálítið sérstök. Ég hef fyrst og síðast sinnt gagnrýni á dægurtónlist og man ég tímana tvenna að því leytinu til. Er ég hóf störf á Morgunblaðinu dældum við út gagn- og djúprýni á þann geira og menningar- og listaumfjöllun var til mikillar fyrirmyndar. Síðustu árin hef ég hins vegar furðað mig á því, svo ég fókuseri á þennan eina þátt, hversu lítil nýliðunin í rauninni er í menningarpennaflórunni. Við sem þjóð stærum okkur af allri þessari stórkostlegu dægurtónlist sem ber hróður landsins um allar koppagrundir en á sama tíma vantar tilfinnanlega umfjöllun um fyrirbærið. Of oft er keyrt á köldum fréttatilkynningum; mat, rýni og pælingar – allt er þetta í of litlum mæli. Sífrið um fámennið er þreytandi. Ég trúi því einlæglega að hægt sé að keyra þokkalega menningarumfjöllun og vel það hérlendis og það var þægilegt að heyra að sumir eru komnir í stellingar og ætla að nýta til fulls þann miðil sem er orðinn miðlægur í lífi okkar allra, þ.e. netið. Og þar ætti öll menning að sprikla saman í dáindisgír; veri það rokk, sígild tónlist, arkitektúr, myndasögur, bókmenntir eða veggjakrot. Sjá t.d. snilldarlega vefi BBC og Guardian. Við miðum okkur að sjálfsögðu bara við þá bestu á þessu „stórasta“ landi í heimi! Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar