Karitas hitti Boga í kvöld: „Hún var með stjörnur í augunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 20:28 Karitas og Bogi saman í settinu á RÚV í kvöld. mynd/þórður Karitas Lóa Þórðardóttir, sex ára stúlka sem er mikill aðdáandi Boga Ágústssonar fréttaþular á RÚV, fékk loksins að hitta átrúnaðargoðið sitt í kvöld þegar Bogi bauð henni og foreldrum hennar að koma og fylgjast með fréttaútsendingu á meðan hann las kvöldfréttir í sjónvarpinu. Sex ára afmælisveisla Karitasar Lóu fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli, og var meðal annars greint frá henni hér á Vísi, en í veislunni var Boga-þema með sérstakri Boga-afmælisköku. Í kjölfarið á veislunni bauð Bogi Karitas að koma í heimsókn upp á RÚV. „Þetta var bara frábært. Bogi er ótrúlega almennilegur og góður. Hann fór með Karitas í svaka sýningarferð um húsið, sýndi okkur fréttastofuna þar sem fréttirnar eru skrifaðar, fór með okkur niður í settið og í búningadeildina og svo fengum við að fylgjast með öllu ferlinu fyrir útsendingu, þegar hann var sminkaður og var að lesa yfir fréttir kvöldsins. Í lokin sátum við síðan í gegnum allan fréttatímann og fengum að fylgjast með honum í beinni,“ segir Þórður Hermannsson faðir Karitas í samtali við Vísi.Hitta Boga sinn pic.twitter.com/Xjp77uLC2e— Donna Inc. (@naglalakk) August 26, 2016 Hann segir að Karitas hafi fundist þetta mjög spennandi og áhugavert. „Maður sá það alveg á henni og hún var með stjörnur í augunum.“ Í samtali við Vísi eftir afmæli hennar sagði Þórður að Karitas væri ófeimin en hún yrði kannski dálítið feimin ef og þegar hún myndi hitta Boga. Blaðamanni leikur því forvitni á að vita hvernig þetta hafi verið í kvöld. „Þetta var svo rosalega mikil spenna að hún var róleg, kannski svolítið smeyk í fyrstu en svo var hún mjög „social“ og hún og Bogi spjölluðu saman,“ segir Þórður. „Ég held að hún vilji bara núna verða fréttakona. Það voru RÚV-plaköt þarna á veggjum með Boga og öðrum fréttamönnum og hún skildi ekki alveg af hverju hún mátti ekki fá eitt plakat með sér heim til að hengja upp í herberginu sínu.“ Þórður segir að þetta hafi alveg gert vikuna fyrir dóttur hans og hún og foreldrarnir séu himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn. Tengdar fréttir Sex ára gömul stúlka einn helsti aðdáandi Boga: Sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. 14. ágúst 2016 12:22 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Karitas Lóa Þórðardóttir, sex ára stúlka sem er mikill aðdáandi Boga Ágústssonar fréttaþular á RÚV, fékk loksins að hitta átrúnaðargoðið sitt í kvöld þegar Bogi bauð henni og foreldrum hennar að koma og fylgjast með fréttaútsendingu á meðan hann las kvöldfréttir í sjónvarpinu. Sex ára afmælisveisla Karitasar Lóu fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli, og var meðal annars greint frá henni hér á Vísi, en í veislunni var Boga-þema með sérstakri Boga-afmælisköku. Í kjölfarið á veislunni bauð Bogi Karitas að koma í heimsókn upp á RÚV. „Þetta var bara frábært. Bogi er ótrúlega almennilegur og góður. Hann fór með Karitas í svaka sýningarferð um húsið, sýndi okkur fréttastofuna þar sem fréttirnar eru skrifaðar, fór með okkur niður í settið og í búningadeildina og svo fengum við að fylgjast með öllu ferlinu fyrir útsendingu, þegar hann var sminkaður og var að lesa yfir fréttir kvöldsins. Í lokin sátum við síðan í gegnum allan fréttatímann og fengum að fylgjast með honum í beinni,“ segir Þórður Hermannsson faðir Karitas í samtali við Vísi.Hitta Boga sinn pic.twitter.com/Xjp77uLC2e— Donna Inc. (@naglalakk) August 26, 2016 Hann segir að Karitas hafi fundist þetta mjög spennandi og áhugavert. „Maður sá það alveg á henni og hún var með stjörnur í augunum.“ Í samtali við Vísi eftir afmæli hennar sagði Þórður að Karitas væri ófeimin en hún yrði kannski dálítið feimin ef og þegar hún myndi hitta Boga. Blaðamanni leikur því forvitni á að vita hvernig þetta hafi verið í kvöld. „Þetta var svo rosalega mikil spenna að hún var róleg, kannski svolítið smeyk í fyrstu en svo var hún mjög „social“ og hún og Bogi spjölluðu saman,“ segir Þórður. „Ég held að hún vilji bara núna verða fréttakona. Það voru RÚV-plaköt þarna á veggjum með Boga og öðrum fréttamönnum og hún skildi ekki alveg af hverju hún mátti ekki fá eitt plakat með sér heim til að hengja upp í herberginu sínu.“ Þórður segir að þetta hafi alveg gert vikuna fyrir dóttur hans og hún og foreldrarnir séu himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn.
Tengdar fréttir Sex ára gömul stúlka einn helsti aðdáandi Boga: Sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. 14. ágúst 2016 12:22 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Sex ára gömul stúlka einn helsti aðdáandi Boga: Sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. 14. ágúst 2016 12:22