Karitas hitti Boga í kvöld: „Hún var með stjörnur í augunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 20:28 Karitas og Bogi saman í settinu á RÚV í kvöld. mynd/þórður Karitas Lóa Þórðardóttir, sex ára stúlka sem er mikill aðdáandi Boga Ágústssonar fréttaþular á RÚV, fékk loksins að hitta átrúnaðargoðið sitt í kvöld þegar Bogi bauð henni og foreldrum hennar að koma og fylgjast með fréttaútsendingu á meðan hann las kvöldfréttir í sjónvarpinu. Sex ára afmælisveisla Karitasar Lóu fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli, og var meðal annars greint frá henni hér á Vísi, en í veislunni var Boga-þema með sérstakri Boga-afmælisköku. Í kjölfarið á veislunni bauð Bogi Karitas að koma í heimsókn upp á RÚV. „Þetta var bara frábært. Bogi er ótrúlega almennilegur og góður. Hann fór með Karitas í svaka sýningarferð um húsið, sýndi okkur fréttastofuna þar sem fréttirnar eru skrifaðar, fór með okkur niður í settið og í búningadeildina og svo fengum við að fylgjast með öllu ferlinu fyrir útsendingu, þegar hann var sminkaður og var að lesa yfir fréttir kvöldsins. Í lokin sátum við síðan í gegnum allan fréttatímann og fengum að fylgjast með honum í beinni,“ segir Þórður Hermannsson faðir Karitas í samtali við Vísi.Hitta Boga sinn pic.twitter.com/Xjp77uLC2e— Donna Inc. (@naglalakk) August 26, 2016 Hann segir að Karitas hafi fundist þetta mjög spennandi og áhugavert. „Maður sá það alveg á henni og hún var með stjörnur í augunum.“ Í samtali við Vísi eftir afmæli hennar sagði Þórður að Karitas væri ófeimin en hún yrði kannski dálítið feimin ef og þegar hún myndi hitta Boga. Blaðamanni leikur því forvitni á að vita hvernig þetta hafi verið í kvöld. „Þetta var svo rosalega mikil spenna að hún var róleg, kannski svolítið smeyk í fyrstu en svo var hún mjög „social“ og hún og Bogi spjölluðu saman,“ segir Þórður. „Ég held að hún vilji bara núna verða fréttakona. Það voru RÚV-plaköt þarna á veggjum með Boga og öðrum fréttamönnum og hún skildi ekki alveg af hverju hún mátti ekki fá eitt plakat með sér heim til að hengja upp í herberginu sínu.“ Þórður segir að þetta hafi alveg gert vikuna fyrir dóttur hans og hún og foreldrarnir séu himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn. Tengdar fréttir Sex ára gömul stúlka einn helsti aðdáandi Boga: Sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. 14. ágúst 2016 12:22 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Karitas Lóa Þórðardóttir, sex ára stúlka sem er mikill aðdáandi Boga Ágústssonar fréttaþular á RÚV, fékk loksins að hitta átrúnaðargoðið sitt í kvöld þegar Bogi bauð henni og foreldrum hennar að koma og fylgjast með fréttaútsendingu á meðan hann las kvöldfréttir í sjónvarpinu. Sex ára afmælisveisla Karitasar Lóu fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli, og var meðal annars greint frá henni hér á Vísi, en í veislunni var Boga-þema með sérstakri Boga-afmælisköku. Í kjölfarið á veislunni bauð Bogi Karitas að koma í heimsókn upp á RÚV. „Þetta var bara frábært. Bogi er ótrúlega almennilegur og góður. Hann fór með Karitas í svaka sýningarferð um húsið, sýndi okkur fréttastofuna þar sem fréttirnar eru skrifaðar, fór með okkur niður í settið og í búningadeildina og svo fengum við að fylgjast með öllu ferlinu fyrir útsendingu, þegar hann var sminkaður og var að lesa yfir fréttir kvöldsins. Í lokin sátum við síðan í gegnum allan fréttatímann og fengum að fylgjast með honum í beinni,“ segir Þórður Hermannsson faðir Karitas í samtali við Vísi.Hitta Boga sinn pic.twitter.com/Xjp77uLC2e— Donna Inc. (@naglalakk) August 26, 2016 Hann segir að Karitas hafi fundist þetta mjög spennandi og áhugavert. „Maður sá það alveg á henni og hún var með stjörnur í augunum.“ Í samtali við Vísi eftir afmæli hennar sagði Þórður að Karitas væri ófeimin en hún yrði kannski dálítið feimin ef og þegar hún myndi hitta Boga. Blaðamanni leikur því forvitni á að vita hvernig þetta hafi verið í kvöld. „Þetta var svo rosalega mikil spenna að hún var róleg, kannski svolítið smeyk í fyrstu en svo var hún mjög „social“ og hún og Bogi spjölluðu saman,“ segir Þórður. „Ég held að hún vilji bara núna verða fréttakona. Það voru RÚV-plaköt þarna á veggjum með Boga og öðrum fréttamönnum og hún skildi ekki alveg af hverju hún mátti ekki fá eitt plakat með sér heim til að hengja upp í herberginu sínu.“ Þórður segir að þetta hafi alveg gert vikuna fyrir dóttur hans og hún og foreldrarnir séu himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn.
Tengdar fréttir Sex ára gömul stúlka einn helsti aðdáandi Boga: Sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. 14. ágúst 2016 12:22 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Sex ára gömul stúlka einn helsti aðdáandi Boga: Sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. 14. ágúst 2016 12:22