Innlent

Tefldi 222 skákir og safnaði þremur milljónum

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá upphafi einnar viðureignarinnar af 222.
Frá upphafi einnar viðureignarinnar af 222. Mynd/UNICEF á Íslandi
Um þrjár milljónir króna söfnuðust í skákmaraþoni Hrafns Jökulssonar, Skákfélagsins Hróksins og Skákakademíu Reykjavíkur til styrktar börnum frá Sýrlandi í síðustu viku. Hrafn tefldi alls 222 skákir við gesti og gangandi á tæpum þrjátíu klukkustundum á föstudag og laugardag.

Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi er viðburðurinn sagður vel heppnaður. Milljónirnar þrjár munu renna óskipt til neyðaraðgerða UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjum, hvar milljónir barna búa við skelfilega neyð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×