Duterte líklegast nýr forseti Filippseyja Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2016 17:46 Vísir/EPA Útlit er fyrir að hinn óhefðbundni Rodrigo Duterte sé nýr forseti Filippseyja. Helsti andstæðingur hans hefur lýst honum sem sigurvegara kosninga sem fram fóru þar í landi í dag. Eftir að um 80 prósent atkvæða höfðu verið talin var Duterte með um 13,2 milljónir atkvæða, sem var um 5,5 milljónum meira en næsti frambjóðandi.Duterte hefur notið hylli fyrir loforð sín um að taka harkalega á glæpum og fátækt í landinu. Meðal annar hefur hann lofað að drepa glæpamenn. Hann hefur hótað því að taka völdin í eigin hendur ef þingmenn hlýði honum ekki og hefur margsinnis montað sig af Viagra-studdu kvennafari sínu. Hann er 71 árs gamall og hefur lengi verið borgarstjóri borgarinnar Davao, þar sem hann hefur verið sakaður um að hafa gert út morðsveitir. Samkvæmt AFP fréttaveitunni lofaði Duterte stuðningsmönnum sínum á laugardaginn að binda enda á glæpi í landinu á sex mánuðum. „Gleymið lögum um mannréttindi. Ef ég kemst í forsetahöllina mun ég gera slíkt hið sama og ég gerði sem borgarstjóri. Þið eiturlyfjasalar, ræningjar og iðjuleysingar, ættuð að koma ykkur á brott, því sem borgarstjóri myndi ég drepa ykkur,“ sagði Duterte. John Oliver tók Duterte fyrir í þætti sínum í gær og kallaði hann meðal annars skrímsli og Trump austursins. Sjá má brot úr þættinum hér að neðan. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Útlit er fyrir að hinn óhefðbundni Rodrigo Duterte sé nýr forseti Filippseyja. Helsti andstæðingur hans hefur lýst honum sem sigurvegara kosninga sem fram fóru þar í landi í dag. Eftir að um 80 prósent atkvæða höfðu verið talin var Duterte með um 13,2 milljónir atkvæða, sem var um 5,5 milljónum meira en næsti frambjóðandi.Duterte hefur notið hylli fyrir loforð sín um að taka harkalega á glæpum og fátækt í landinu. Meðal annar hefur hann lofað að drepa glæpamenn. Hann hefur hótað því að taka völdin í eigin hendur ef þingmenn hlýði honum ekki og hefur margsinnis montað sig af Viagra-studdu kvennafari sínu. Hann er 71 árs gamall og hefur lengi verið borgarstjóri borgarinnar Davao, þar sem hann hefur verið sakaður um að hafa gert út morðsveitir. Samkvæmt AFP fréttaveitunni lofaði Duterte stuðningsmönnum sínum á laugardaginn að binda enda á glæpi í landinu á sex mánuðum. „Gleymið lögum um mannréttindi. Ef ég kemst í forsetahöllina mun ég gera slíkt hið sama og ég gerði sem borgarstjóri. Þið eiturlyfjasalar, ræningjar og iðjuleysingar, ættuð að koma ykkur á brott, því sem borgarstjóri myndi ég drepa ykkur,“ sagði Duterte. John Oliver tók Duterte fyrir í þætti sínum í gær og kallaði hann meðal annars skrímsli og Trump austursins. Sjá má brot úr þættinum hér að neðan.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira