Benedikt Sveinsson: „Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. maí 2016 18:51 Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að félag sitt sem skráð er á Tortóla hafi verið stofnað og skráð þar að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Það hafi verið stofnað í tengslum við kaup á húsi hans og Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu hans, í Flórídafylki í Bandaríkjunum. „Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu,“ segir Benedikt í yfirlýsingu sem send var fréttastofu á sjötta tímanum í dag. ?Sjá einnig: Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Stundin fjallaði um málið í dag. Þar kemur fram að Benedikt hafi stofnað félagið Greenlight Holding Luxembourg árið 2000 og að lögmannsstofan Mossack Fonseca hafi séð um umsýslu þess. Félagið var skráð úr fyrirtækjaskrá Tortólu árið 2010 eða um það leyti er lög tóku gildi hér á landi sem gerðu eigendur aflandsfélaga skattskylda vegna tekna á erlendri grundu. Benedikt og Guðríður Jónsdóttir kona hans sátu í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg sáu um að stofna félagið og færðu það síðan yfir á hjónin. Benedikt hafnar því að hafa átt fé á aflandseyjum. Hann segir að unnið sé að því að færa eignarhald á húsinu hingað til lands. „Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.“ Yfirlýsing Benedikts í heild sinni:Að gefnu tilefniÁrið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu. Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum. Benedikt Sveinsson Tengdar fréttir Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45 Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að félag sitt sem skráð er á Tortóla hafi verið stofnað og skráð þar að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Það hafi verið stofnað í tengslum við kaup á húsi hans og Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu hans, í Flórídafylki í Bandaríkjunum. „Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu,“ segir Benedikt í yfirlýsingu sem send var fréttastofu á sjötta tímanum í dag. ?Sjá einnig: Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Stundin fjallaði um málið í dag. Þar kemur fram að Benedikt hafi stofnað félagið Greenlight Holding Luxembourg árið 2000 og að lögmannsstofan Mossack Fonseca hafi séð um umsýslu þess. Félagið var skráð úr fyrirtækjaskrá Tortólu árið 2010 eða um það leyti er lög tóku gildi hér á landi sem gerðu eigendur aflandsfélaga skattskylda vegna tekna á erlendri grundu. Benedikt og Guðríður Jónsdóttir kona hans sátu í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg sáu um að stofna félagið og færðu það síðan yfir á hjónin. Benedikt hafnar því að hafa átt fé á aflandseyjum. Hann segir að unnið sé að því að færa eignarhald á húsinu hingað til lands. „Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.“ Yfirlýsing Benedikts í heild sinni:Að gefnu tilefniÁrið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu. Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum. Benedikt Sveinsson
Tengdar fréttir Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45 Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45
Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03