Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var með fimm ára son sinn í bílnum Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2016 08:48 Var ættingi fenginn til að sækja drenginn. Vísir/Hari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Flatahrauni í Hafnarfirði rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi en sá var grunaður um ölvun við akstur. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að fimm ára sonur ökumannsins var farþegi í bifreiðinni og var ættingi fenginn til að sækja drenginn. Var ökumaðurinn látinn laus að lokinni upplýsinga- og blóðsýnatöku. Rétt eftir miðnætti í nótt hafði lögreglan afskipti af fjórum sautján ára gömlum piltum í Ármúla vegna vörslu fíkniefna. Var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt handtók lögreglan mann sem var ofurölvi í miðborg Reykjavíkur. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand lagast. Þegar klukkuna vantaði sex mínútur í tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um mann sem hafði dottið ill á gangstétt við Hverfisgötu nærri stjórnarráðshúsinu. Maðurinn skarst ill á hendi og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala Íslands. Á þriðja tímanum í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Skeifunni þar sem hann var til vandræða. Hann var vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans batnar. Þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í þrjú í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn á heimili í austurbæ Reykjavíkur þar sem hann var gestkomandi. Var hann grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann. Um klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás í Austurstræti en gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Flatahrauni í Hafnarfirði rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi en sá var grunaður um ölvun við akstur. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að fimm ára sonur ökumannsins var farþegi í bifreiðinni og var ættingi fenginn til að sækja drenginn. Var ökumaðurinn látinn laus að lokinni upplýsinga- og blóðsýnatöku. Rétt eftir miðnætti í nótt hafði lögreglan afskipti af fjórum sautján ára gömlum piltum í Ármúla vegna vörslu fíkniefna. Var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt handtók lögreglan mann sem var ofurölvi í miðborg Reykjavíkur. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand lagast. Þegar klukkuna vantaði sex mínútur í tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um mann sem hafði dottið ill á gangstétt við Hverfisgötu nærri stjórnarráðshúsinu. Maðurinn skarst ill á hendi og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala Íslands. Á þriðja tímanum í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Skeifunni þar sem hann var til vandræða. Hann var vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans batnar. Þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í þrjú í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn á heimili í austurbæ Reykjavíkur þar sem hann var gestkomandi. Var hann grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann. Um klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás í Austurstræti en gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira