Guðmundur: Þetta var óraunverulegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2016 12:15 Guðmundur Guðmundsson spilar um fimmta sætið við Frakkland. vísir/epa Evrópumótið í handbolta í Póllandi hefur verið nær taumlaus skemmtun frá upphafi og verður það vonandi til enda þegar úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Leikirnir hafa margir verið ótrúlega spennandi og mörg úrslit komið á óvart. Ísland vann til dæmis sigur á Noregi í fyrstu umferð mótsins sem þótti ekki óvænt þá en nú eru Norðmenn búnir að vinna Króatíu, Pólland og Frakkland og komnir í undanúrslit. Úrslitin á miðvikudaginn í lokaumferð milliriðlanna tveggja voru sum hver alveg ótrúleg, en lokadagurinn í riðlakeppninni verður lengi í minnum hafður. Noregur, sem aldrei áður hefur komist í undanúrslit á EM, tók sig til og vann fimm marka sigur á meistaraefnum Frakklands á sama tíma og Dagur Sigurðsson, með meiðslum hrjáð lið Þýskalands, lagði stjörnum prýtt lið Danmerkur undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Króatar þurftu tíu marka sigur á heimamönnum frá Póllandi fyrir framan 14.000 æsta stuðningsmenn gestgjafanna. Þeir gerðu enn betur og unnu fjórtán marka sigur. Eitt tíst frá handboltaáhugamanni dró lokadaginn ágætlega saman.Go home, handball. You're drunk. #ehfeuro2016pic.twitter.com/jmx5HDaTQj — H (@SamR03A) January 27, 2016 Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV2 í Danmörku, sagði þetta einfaldlega skrítnasta dag á stórmóti sem hann hefur upplifað, en hann hefur farið á nokkur stórmótin. „Þetta er það klikkaðasta sem ég hef séð. Ég hef farið á 30 stórmót og aldrei hef ég séð neitt eins og gerðist í gær [fyrradag],“ sagði Nyegaard í gær. „Ekki bara tapaði Frakkland fyrir Noregi heldur vann Noregur sannfærandi sigur. Svo var það þessi magnaði sigur Króatíu á Póllandi. Maður situr hérna og hugsar að þetta átti ekki að geta gerst.“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, var búinn að sleikja sárin eftir tapið gegn Þýskalandi þegar hann mætti í EM-stofuna hjá TV2 í gær og ræddi um þennan ótrúlega lokadag. „Þetta er einn skrítnasti dagur sem ég hef upplifað á stórmóti. Þetta var eiginlega óraunverulegt. Það var mjög skrítið að horfa upp á þetta. Úrslitin sýna samt breiddina sem er komin í handboltann og hvernig íþróttin er að þróast,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45 Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum Riðill íslenska handboltaandsliðsins á EM í Póllandi á tvö af fjórum liðum í undanúrslitum keppninnar. 28. janúar 2016 17:45 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Evrópumótið í handbolta í Póllandi hefur verið nær taumlaus skemmtun frá upphafi og verður það vonandi til enda þegar úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Leikirnir hafa margir verið ótrúlega spennandi og mörg úrslit komið á óvart. Ísland vann til dæmis sigur á Noregi í fyrstu umferð mótsins sem þótti ekki óvænt þá en nú eru Norðmenn búnir að vinna Króatíu, Pólland og Frakkland og komnir í undanúrslit. Úrslitin á miðvikudaginn í lokaumferð milliriðlanna tveggja voru sum hver alveg ótrúleg, en lokadagurinn í riðlakeppninni verður lengi í minnum hafður. Noregur, sem aldrei áður hefur komist í undanúrslit á EM, tók sig til og vann fimm marka sigur á meistaraefnum Frakklands á sama tíma og Dagur Sigurðsson, með meiðslum hrjáð lið Þýskalands, lagði stjörnum prýtt lið Danmerkur undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Króatar þurftu tíu marka sigur á heimamönnum frá Póllandi fyrir framan 14.000 æsta stuðningsmenn gestgjafanna. Þeir gerðu enn betur og unnu fjórtán marka sigur. Eitt tíst frá handboltaáhugamanni dró lokadaginn ágætlega saman.Go home, handball. You're drunk. #ehfeuro2016pic.twitter.com/jmx5HDaTQj — H (@SamR03A) January 27, 2016 Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV2 í Danmörku, sagði þetta einfaldlega skrítnasta dag á stórmóti sem hann hefur upplifað, en hann hefur farið á nokkur stórmótin. „Þetta er það klikkaðasta sem ég hef séð. Ég hef farið á 30 stórmót og aldrei hef ég séð neitt eins og gerðist í gær [fyrradag],“ sagði Nyegaard í gær. „Ekki bara tapaði Frakkland fyrir Noregi heldur vann Noregur sannfærandi sigur. Svo var það þessi magnaði sigur Króatíu á Póllandi. Maður situr hérna og hugsar að þetta átti ekki að geta gerst.“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, var búinn að sleikja sárin eftir tapið gegn Þýskalandi þegar hann mætti í EM-stofuna hjá TV2 í gær og ræddi um þennan ótrúlega lokadag. „Þetta er einn skrítnasti dagur sem ég hef upplifað á stórmóti. Þetta var eiginlega óraunverulegt. Það var mjög skrítið að horfa upp á þetta. Úrslitin sýna samt breiddina sem er komin í handboltann og hvernig íþróttin er að þróast,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45 Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum Riðill íslenska handboltaandsliðsins á EM í Póllandi á tvö af fjórum liðum í undanúrslitum keppninnar. 28. janúar 2016 17:45 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06
Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15
Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45
Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum Riðill íslenska handboltaandsliðsins á EM í Póllandi á tvö af fjórum liðum í undanúrslitum keppninnar. 28. janúar 2016 17:45
Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54