Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 11:45 Guðmundur er ekki vinsæll eftir tapið í gærkvöldi. vísir/epa „Danmörk er svo sannarlega úr leik á EM og nú standa öll spjót að þjálfaranum sem er ábyrgur fyrir árangrinum á síðustu tveimur mótum.“ Svona hefst pistill Dan Philipsen, ritstjóra handboltavefs TV2 í Danmörku, þar sem hann gagnrýnir Guðmund Guðmundsson, þjálfara danska landsliðsins, fyrir árangurinn á síðustu tveimur stórmótum.Sjá einnig:„Guðmundur á að halda starfinu“ Danir töpuðu fyrir Þýskalandi í lokaleik milliriðils tvö á Evrópumótinu í Póllandi í gær og misstu þannig af sæti í undanúrslitum annað stórmótið í röð. Danir komust heldur ekki í undanúrslit á HM í Katar. „Misheppnað. Þetta er versta orð sem íþróttamaður getur heyrt eftir keppni. En það er ekkert hægt að fara í kringum þetta. EM 2016 var misheppnað hjá danska liðinu,“ segir Philipsen.Guðmundur stýrir nokkrum af bestu handboltamönnum heims.vísir/epaEkki nógu gott Danski handboltasérfræðingurinn skellir skuldinni á Guðmund og segir að innistæða hans hjá Dönum sé uppurinn. „Það þýðir samt ekki að það eigi að reka hann strax. Við sáum fyrir fjórum dögum [þegar Danmörk vann Spán] að Guðmundur er hæfileikaríkur þjálfari. En hann er að stýra einu besta landsliði heims og hefur á síðustu tveimur mótum ekki spilað um verðlaun. Það er ekki nógu gott, þjálfari,“ segir Philipsen. Leið Dana á Ólympíuleikanna verður erfiðari vegna tapsins í gær, en liðið verður í riðli með tveimur Evrópuþjóðum í forkeppni Ólympíuleikana. Verði Spánn Evrópumeistari verður Danmörk með Evrópuþjóðunum Slóveníu og Svíþjóð í riðli, ef Króatía verður Evrópumeistari verða mótherjarnir Þýskaland og Noregur. Ef Þýskaland verður Evrópumeistari verða Danir með Króatíu og Svíþjóð í riðli í í forkeppni Ólympíuleikanna en ef Þýskaland vinnur verða það Króatar og Norðmenn. „Það kemur í ljós hvað verður um Guðmund í vor þegar Danir taka þátt í forkeppni Ólympíuleikana. Við komum aftur að gjaldkeranum sem bendir á að Guðmundur á enga innistæðu eftir. Komist Danmörk ekki til Ríó er þetta búið hjá Guðmundi Guðmundssyni. Þá getur hann ekki lengur sinn þessu starfi,“ segir Dan Philipsen. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14 „Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
„Danmörk er svo sannarlega úr leik á EM og nú standa öll spjót að þjálfaranum sem er ábyrgur fyrir árangrinum á síðustu tveimur mótum.“ Svona hefst pistill Dan Philipsen, ritstjóra handboltavefs TV2 í Danmörku, þar sem hann gagnrýnir Guðmund Guðmundsson, þjálfara danska landsliðsins, fyrir árangurinn á síðustu tveimur stórmótum.Sjá einnig:„Guðmundur á að halda starfinu“ Danir töpuðu fyrir Þýskalandi í lokaleik milliriðils tvö á Evrópumótinu í Póllandi í gær og misstu þannig af sæti í undanúrslitum annað stórmótið í röð. Danir komust heldur ekki í undanúrslit á HM í Katar. „Misheppnað. Þetta er versta orð sem íþróttamaður getur heyrt eftir keppni. En það er ekkert hægt að fara í kringum þetta. EM 2016 var misheppnað hjá danska liðinu,“ segir Philipsen.Guðmundur stýrir nokkrum af bestu handboltamönnum heims.vísir/epaEkki nógu gott Danski handboltasérfræðingurinn skellir skuldinni á Guðmund og segir að innistæða hans hjá Dönum sé uppurinn. „Það þýðir samt ekki að það eigi að reka hann strax. Við sáum fyrir fjórum dögum [þegar Danmörk vann Spán] að Guðmundur er hæfileikaríkur þjálfari. En hann er að stýra einu besta landsliði heims og hefur á síðustu tveimur mótum ekki spilað um verðlaun. Það er ekki nógu gott, þjálfari,“ segir Philipsen. Leið Dana á Ólympíuleikanna verður erfiðari vegna tapsins í gær, en liðið verður í riðli með tveimur Evrópuþjóðum í forkeppni Ólympíuleikana. Verði Spánn Evrópumeistari verður Danmörk með Evrópuþjóðunum Slóveníu og Svíþjóð í riðli, ef Króatía verður Evrópumeistari verða mótherjarnir Þýskaland og Noregur. Ef Þýskaland verður Evrópumeistari verða Danir með Króatíu og Svíþjóð í riðli í í forkeppni Ólympíuleikanna en ef Þýskaland vinnur verða það Króatar og Norðmenn. „Það kemur í ljós hvað verður um Guðmund í vor þegar Danir taka þátt í forkeppni Ólympíuleikana. Við komum aftur að gjaldkeranum sem bendir á að Guðmundur á enga innistæðu eftir. Komist Danmörk ekki til Ríó er þetta búið hjá Guðmundi Guðmundssyni. Þá getur hann ekki lengur sinn þessu starfi,“ segir Dan Philipsen.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14 „Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14
„Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16
Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15
Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03
Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54