Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 11:45 Guðmundur er ekki vinsæll eftir tapið í gærkvöldi. vísir/epa „Danmörk er svo sannarlega úr leik á EM og nú standa öll spjót að þjálfaranum sem er ábyrgur fyrir árangrinum á síðustu tveimur mótum.“ Svona hefst pistill Dan Philipsen, ritstjóra handboltavefs TV2 í Danmörku, þar sem hann gagnrýnir Guðmund Guðmundsson, þjálfara danska landsliðsins, fyrir árangurinn á síðustu tveimur stórmótum.Sjá einnig:„Guðmundur á að halda starfinu“ Danir töpuðu fyrir Þýskalandi í lokaleik milliriðils tvö á Evrópumótinu í Póllandi í gær og misstu þannig af sæti í undanúrslitum annað stórmótið í röð. Danir komust heldur ekki í undanúrslit á HM í Katar. „Misheppnað. Þetta er versta orð sem íþróttamaður getur heyrt eftir keppni. En það er ekkert hægt að fara í kringum þetta. EM 2016 var misheppnað hjá danska liðinu,“ segir Philipsen.Guðmundur stýrir nokkrum af bestu handboltamönnum heims.vísir/epaEkki nógu gott Danski handboltasérfræðingurinn skellir skuldinni á Guðmund og segir að innistæða hans hjá Dönum sé uppurinn. „Það þýðir samt ekki að það eigi að reka hann strax. Við sáum fyrir fjórum dögum [þegar Danmörk vann Spán] að Guðmundur er hæfileikaríkur þjálfari. En hann er að stýra einu besta landsliði heims og hefur á síðustu tveimur mótum ekki spilað um verðlaun. Það er ekki nógu gott, þjálfari,“ segir Philipsen. Leið Dana á Ólympíuleikanna verður erfiðari vegna tapsins í gær, en liðið verður í riðli með tveimur Evrópuþjóðum í forkeppni Ólympíuleikana. Verði Spánn Evrópumeistari verður Danmörk með Evrópuþjóðunum Slóveníu og Svíþjóð í riðli, ef Króatía verður Evrópumeistari verða mótherjarnir Þýskaland og Noregur. Ef Þýskaland verður Evrópumeistari verða Danir með Króatíu og Svíþjóð í riðli í í forkeppni Ólympíuleikanna en ef Þýskaland vinnur verða það Króatar og Norðmenn. „Það kemur í ljós hvað verður um Guðmund í vor þegar Danir taka þátt í forkeppni Ólympíuleikana. Við komum aftur að gjaldkeranum sem bendir á að Guðmundur á enga innistæðu eftir. Komist Danmörk ekki til Ríó er þetta búið hjá Guðmundi Guðmundssyni. Þá getur hann ekki lengur sinn þessu starfi,“ segir Dan Philipsen. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14 „Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
„Danmörk er svo sannarlega úr leik á EM og nú standa öll spjót að þjálfaranum sem er ábyrgur fyrir árangrinum á síðustu tveimur mótum.“ Svona hefst pistill Dan Philipsen, ritstjóra handboltavefs TV2 í Danmörku, þar sem hann gagnrýnir Guðmund Guðmundsson, þjálfara danska landsliðsins, fyrir árangurinn á síðustu tveimur stórmótum.Sjá einnig:„Guðmundur á að halda starfinu“ Danir töpuðu fyrir Þýskalandi í lokaleik milliriðils tvö á Evrópumótinu í Póllandi í gær og misstu þannig af sæti í undanúrslitum annað stórmótið í röð. Danir komust heldur ekki í undanúrslit á HM í Katar. „Misheppnað. Þetta er versta orð sem íþróttamaður getur heyrt eftir keppni. En það er ekkert hægt að fara í kringum þetta. EM 2016 var misheppnað hjá danska liðinu,“ segir Philipsen.Guðmundur stýrir nokkrum af bestu handboltamönnum heims.vísir/epaEkki nógu gott Danski handboltasérfræðingurinn skellir skuldinni á Guðmund og segir að innistæða hans hjá Dönum sé uppurinn. „Það þýðir samt ekki að það eigi að reka hann strax. Við sáum fyrir fjórum dögum [þegar Danmörk vann Spán] að Guðmundur er hæfileikaríkur þjálfari. En hann er að stýra einu besta landsliði heims og hefur á síðustu tveimur mótum ekki spilað um verðlaun. Það er ekki nógu gott, þjálfari,“ segir Philipsen. Leið Dana á Ólympíuleikanna verður erfiðari vegna tapsins í gær, en liðið verður í riðli með tveimur Evrópuþjóðum í forkeppni Ólympíuleikana. Verði Spánn Evrópumeistari verður Danmörk með Evrópuþjóðunum Slóveníu og Svíþjóð í riðli, ef Króatía verður Evrópumeistari verða mótherjarnir Þýskaland og Noregur. Ef Þýskaland verður Evrópumeistari verða Danir með Króatíu og Svíþjóð í riðli í í forkeppni Ólympíuleikanna en ef Þýskaland vinnur verða það Króatar og Norðmenn. „Það kemur í ljós hvað verður um Guðmund í vor þegar Danir taka þátt í forkeppni Ólympíuleikana. Við komum aftur að gjaldkeranum sem bendir á að Guðmundur á enga innistæðu eftir. Komist Danmörk ekki til Ríó er þetta búið hjá Guðmundi Guðmundssyni. Þá getur hann ekki lengur sinn þessu starfi,“ segir Dan Philipsen.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14 „Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14
„Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16
Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15
Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03
Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54