Nowitzki ætlar ekki að leggja skóna á hilluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2016 20:00 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Dirk Nowitzki og félagar í Dallas Mavericks eru komnir í sumarfrí eftir 4-1 tap á móti Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dirk Nowitzki var að klára sitt átjánda tímabil og mun halda upp á 38 ára afmæli sitt í júní. Það er enginn uppgjafartónn í þýsku goðsögninni þrátt fyrir dapurt gengi síðustu ár. Nowitzki lofaði því næstum því að spila áfram með Dallas Mavericks á næsta tímabili og hann er jafnvel að íhuga að hætta við að hætta að spila með þýska landsliðinu. „Mér leið mjög vel í ár og mér líður eins og ég geti enn hjálpað mínu liði," sagði Dirk Nowitzki á síðasta blaðamannafundi tímabilsins. Dallas Mavericks vann bara einn leik í úrslitakeppninni í ár þegar liðið jafnaði metin í 1-1. Liðið tapaði í framhaldinu tveimur heimaleikjum og datt síðan út í fimmta leiknum sem fór fram á heimavelli Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011 en síðan hefur liðið ekki unnið eina seríu í úrslitakeppninni. Nowitzki á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum en hann ræður því algjörlega sjálfur hvort að hann spilar áfram með Dallas Mavericks. „Einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að fara frá Dallas ef Dallas færi í það að byggja upp nýtt lið og taka upp á því að mæta með fimm nýliða á næsta tímabili. Á meðan við ætlum okkur að keppa um titilinn þá verð ég áfram Mavs-leikmaður," sagði Nowitzki. Ólga innan evrópska körfuboltans gæti opnað leið fyrir þýska landsliðið inn á Ólympíuleikana í Ríó og það var að heyra á Dirk Nowitzki að fari svo þá væri hann áhugasamur um að spila aftur með landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik á síðasta Evrópumóti en á þeirri stundu áttu Þjóðverjar ekki möguleika á Ólympíusæti. Það gæti breyst verði margar af stóru körfuboltaþjóðum Evrópu útilokaðar frá þátttöku á Ólympíuleikunum þar sem að félagslið þeirra neita að hætta að spila í Evrópukeppninni sem er ekki undir stjórn evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.Dirk Nowitzki og Kevin Durant eftir leikinn.Vísir/Getty NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Dirk Nowitzki og félagar í Dallas Mavericks eru komnir í sumarfrí eftir 4-1 tap á móti Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dirk Nowitzki var að klára sitt átjánda tímabil og mun halda upp á 38 ára afmæli sitt í júní. Það er enginn uppgjafartónn í þýsku goðsögninni þrátt fyrir dapurt gengi síðustu ár. Nowitzki lofaði því næstum því að spila áfram með Dallas Mavericks á næsta tímabili og hann er jafnvel að íhuga að hætta við að hætta að spila með þýska landsliðinu. „Mér leið mjög vel í ár og mér líður eins og ég geti enn hjálpað mínu liði," sagði Dirk Nowitzki á síðasta blaðamannafundi tímabilsins. Dallas Mavericks vann bara einn leik í úrslitakeppninni í ár þegar liðið jafnaði metin í 1-1. Liðið tapaði í framhaldinu tveimur heimaleikjum og datt síðan út í fimmta leiknum sem fór fram á heimavelli Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011 en síðan hefur liðið ekki unnið eina seríu í úrslitakeppninni. Nowitzki á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum en hann ræður því algjörlega sjálfur hvort að hann spilar áfram með Dallas Mavericks. „Einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að fara frá Dallas ef Dallas færi í það að byggja upp nýtt lið og taka upp á því að mæta með fimm nýliða á næsta tímabili. Á meðan við ætlum okkur að keppa um titilinn þá verð ég áfram Mavs-leikmaður," sagði Nowitzki. Ólga innan evrópska körfuboltans gæti opnað leið fyrir þýska landsliðið inn á Ólympíuleikana í Ríó og það var að heyra á Dirk Nowitzki að fari svo þá væri hann áhugasamur um að spila aftur með landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik á síðasta Evrópumóti en á þeirri stundu áttu Þjóðverjar ekki möguleika á Ólympíusæti. Það gæti breyst verði margar af stóru körfuboltaþjóðum Evrópu útilokaðar frá þátttöku á Ólympíuleikunum þar sem að félagslið þeirra neita að hætta að spila í Evrópukeppninni sem er ekki undir stjórn evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.Dirk Nowitzki og Kevin Durant eftir leikinn.Vísir/Getty
NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira