Falskur söngur iðnaðar- og viðskiptaráðherra Snorri Baldursson skrifar 13. apríl 2016 07:00 Á vorfundi Landsnets 5. apríl sl. sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um [þennan] skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“!? Ráðherra gagnrýndi tillögu verkefnisstjórnarinnar einkum á þeim forsendum að hún tæki ekki nægilegt tillit til samfélagslegra og efnahagslegra sjónarmiða (les. orkugeirans). Þetta tengdi hún loftslagsmálum og þeirri meintu skyldu okkar að virkja sem allra mest til að draga megi úr losun CO2 á heimsvísu. Rót gagnrýninnar virðist vera óánægja með þá tillögu að þrjú stór vatnasvið á miðhálendinu, Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá, auk efstu draga Þjórsár fari í verndarflokk. Í orkunýtingarflokki rammaáætlunar verða alls um 1.400 MW, gangi tillögur verkefnisstjórnar eftir. Það afl samsvarar rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum sem gætu fræðilega knúið tvö ný risaálver á stærð við álver ALCOA í Reyðarfirði (ekki að ég mæli með því). En eru ekki Norðlendingar afskiptir? Nei, síður en svo. Á Norðurlandi eru, að Þeistareykjavirkjun meðtalinni, um 570 MW til ráðstöfunar þótt vissulega sé mikil umhverfisáhætta fylgjandi t.d. Bjarnarflagsvirkjun. Ný kerfisáætlun Landsnets á auk þess að tryggja flutning raforku um allt land. Samkvæmt tölum Ragnheiðar sparar (hennar orðalag) 100 MW virkjun árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir bindingu 200 milljóna trjáa eða 950 ferkílómetra af skógi. Megavöttin 1.400 í orkunýtingarpottinum „spara” því sem nemur bindingu 2,8 milljarða trjáa eða 13.300 ferkílómetra af skógi. Verður ekki að segja að það sé býsna rausnarlegt framlag til loftslagsmála í heiminum? Fyrir 500 MW af orku má líka rafvæða samgöngur, sjávarútveg og landbúnað og þar með draga úr árlegri losun frá þessum greinum sem nemur vel á aðra milljón tonna af CO2. Þá væru samt eftir allt að 900 MW fyrir Norðlendinga og aðra til iðnaðaruppbyggingar. Orkunýtingarflokkur inniheldur því yfrið nóg af virkjanahugmyndum fyrir orkugeirann að moða úr á næstu árum, jafnvel þótt þeim sem mest áhætta fylgir verði sleppt og miðhálendinu hlíft. Söngurinn um skyldu okkar til að virkja sem mest er gamalkunnur. Við höfum líka skyldur til að vernda einstaka náttúru sem á sér fáa ef nokkra líka. Engar rannsóknir liggja fyrir um að það sé hagfelldara fyrir samfélag og efnahag þjóðarinnar og heimsins að virkja vatnasvið á miðhálendinu en að friða þau í þjóðgarði. Þess vegna er söngur ráðherranns falskur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Á vorfundi Landsnets 5. apríl sl. sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um [þennan] skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“!? Ráðherra gagnrýndi tillögu verkefnisstjórnarinnar einkum á þeim forsendum að hún tæki ekki nægilegt tillit til samfélagslegra og efnahagslegra sjónarmiða (les. orkugeirans). Þetta tengdi hún loftslagsmálum og þeirri meintu skyldu okkar að virkja sem allra mest til að draga megi úr losun CO2 á heimsvísu. Rót gagnrýninnar virðist vera óánægja með þá tillögu að þrjú stór vatnasvið á miðhálendinu, Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá, auk efstu draga Þjórsár fari í verndarflokk. Í orkunýtingarflokki rammaáætlunar verða alls um 1.400 MW, gangi tillögur verkefnisstjórnar eftir. Það afl samsvarar rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum sem gætu fræðilega knúið tvö ný risaálver á stærð við álver ALCOA í Reyðarfirði (ekki að ég mæli með því). En eru ekki Norðlendingar afskiptir? Nei, síður en svo. Á Norðurlandi eru, að Þeistareykjavirkjun meðtalinni, um 570 MW til ráðstöfunar þótt vissulega sé mikil umhverfisáhætta fylgjandi t.d. Bjarnarflagsvirkjun. Ný kerfisáætlun Landsnets á auk þess að tryggja flutning raforku um allt land. Samkvæmt tölum Ragnheiðar sparar (hennar orðalag) 100 MW virkjun árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir bindingu 200 milljóna trjáa eða 950 ferkílómetra af skógi. Megavöttin 1.400 í orkunýtingarpottinum „spara” því sem nemur bindingu 2,8 milljarða trjáa eða 13.300 ferkílómetra af skógi. Verður ekki að segja að það sé býsna rausnarlegt framlag til loftslagsmála í heiminum? Fyrir 500 MW af orku má líka rafvæða samgöngur, sjávarútveg og landbúnað og þar með draga úr árlegri losun frá þessum greinum sem nemur vel á aðra milljón tonna af CO2. Þá væru samt eftir allt að 900 MW fyrir Norðlendinga og aðra til iðnaðaruppbyggingar. Orkunýtingarflokkur inniheldur því yfrið nóg af virkjanahugmyndum fyrir orkugeirann að moða úr á næstu árum, jafnvel þótt þeim sem mest áhætta fylgir verði sleppt og miðhálendinu hlíft. Söngurinn um skyldu okkar til að virkja sem mest er gamalkunnur. Við höfum líka skyldur til að vernda einstaka náttúru sem á sér fáa ef nokkra líka. Engar rannsóknir liggja fyrir um að það sé hagfelldara fyrir samfélag og efnahag þjóðarinnar og heimsins að virkja vatnasvið á miðhálendinu en að friða þau í þjóðgarði. Þess vegna er söngur ráðherranns falskur.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar