Ekki samstaða um griðareglur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Fjöldi skattaskjólsmála hefur tengst Lúxemborg. Frumvarp þess efnis að þeim sem sjálfviljugir gefa upp vantaldar tekjur eða eignir sem geymdar eru í skattaskjólum verði ekki refsað vegna brota á skattalögum hefur enn ekki verið lagt fram rúmu ári eftir að starfshópur kynnti drög að frumvarpinu. Það er heldur ekki á þingmálaskrá. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshóp um gerð griðareglna og úttekt á úrræðum skattyfirvalda til að sporna gegn skattsvikum. Þetta gerði hann í desember 2014 í kjölfar erindis sem barst skattrannsóknarstjóra vegna tilboðs um kaup á upplýsingum um félög sem skráð eru í þekktum skattaskjólum. Starfshópurinn skilaði skýrslu og kynnti frumvarpsdrögin þann 6. mars í fyrra.Katrín JakobsdóttirFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að fjármálaráðherra hafi lagt það í hendur nefndarinnar hvort hún vildi flytja málið. „Fjármálaráðherra ætlaði ekki að flytja málið sjálfur og vildi að það yrði samstaða um það. Þetta yrði mjög viðkvæmt pólitískt mál. Menn gætu gagnrýnt það ef hlífa ætti einhverjum. Menn myndu strax hoppa á þann vagn að ráðast á ráðherrann fyrir að gera það.“ Frosti kveðst hafa beðið fulltrúa í nefndinni að tjá sig um hvað þeir vildu gera. „Tveir eða þrír í minnihlutanum óskuðu að fá að ræða við þingflokka sína. Það kom ekkert til baka út úr því. Málið var rifjað upp um daginn. Enn voru menn ekki vissir hvað þeir vildu gera. Mér finnst ekki sterk skoðun í nefndinni með eða á móti. Þetta hefur kosti og galla.“Frosti SigurjónssonVísirHann getur þess að hann hafi haft samband við skattrannsóknarstjóra vegna málsins. „Þau eru sannfærð um að það væri fengur fyrir ríkissjóð að geta boðið upp á kerfi sem felur í sér að menn sjái sér hag í því að koma fram. Þeir myndu ekki sleppa við að borga skatta með álögum en refsingin yrði hugsanlega engin. Þetta hefur skilað miklu hjá öðrum þjóðum. Það verður að horfast í augu við að það er kannski ekki geta hjá skattrannsóknarstjóra til að rannsaka alltaf öll mál til hlítar. Mögulega kæmu einhverjir fram sjálfviljugir sem ekki hefðu náðst annars.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það rök með málinu að griðareglur hafi verið settar annars staðar á Norðurlöndunum og að það hafi leitt til árangurs. „Mér hefði hins vegar þótt eðlilegt að skoða málið heildstætt. Það hefði verið erfitt fyrir nefndina að taka pólitíska ábyrgð á þessum anga þegar við vitum að mikil þörf er á að efla starfsemi ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra og skoða hvernig við getum bætt skattaeftirlit í daglegri framkvæmd.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Frumvarp þess efnis að þeim sem sjálfviljugir gefa upp vantaldar tekjur eða eignir sem geymdar eru í skattaskjólum verði ekki refsað vegna brota á skattalögum hefur enn ekki verið lagt fram rúmu ári eftir að starfshópur kynnti drög að frumvarpinu. Það er heldur ekki á þingmálaskrá. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshóp um gerð griðareglna og úttekt á úrræðum skattyfirvalda til að sporna gegn skattsvikum. Þetta gerði hann í desember 2014 í kjölfar erindis sem barst skattrannsóknarstjóra vegna tilboðs um kaup á upplýsingum um félög sem skráð eru í þekktum skattaskjólum. Starfshópurinn skilaði skýrslu og kynnti frumvarpsdrögin þann 6. mars í fyrra.Katrín JakobsdóttirFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að fjármálaráðherra hafi lagt það í hendur nefndarinnar hvort hún vildi flytja málið. „Fjármálaráðherra ætlaði ekki að flytja málið sjálfur og vildi að það yrði samstaða um það. Þetta yrði mjög viðkvæmt pólitískt mál. Menn gætu gagnrýnt það ef hlífa ætti einhverjum. Menn myndu strax hoppa á þann vagn að ráðast á ráðherrann fyrir að gera það.“ Frosti kveðst hafa beðið fulltrúa í nefndinni að tjá sig um hvað þeir vildu gera. „Tveir eða þrír í minnihlutanum óskuðu að fá að ræða við þingflokka sína. Það kom ekkert til baka út úr því. Málið var rifjað upp um daginn. Enn voru menn ekki vissir hvað þeir vildu gera. Mér finnst ekki sterk skoðun í nefndinni með eða á móti. Þetta hefur kosti og galla.“Frosti SigurjónssonVísirHann getur þess að hann hafi haft samband við skattrannsóknarstjóra vegna málsins. „Þau eru sannfærð um að það væri fengur fyrir ríkissjóð að geta boðið upp á kerfi sem felur í sér að menn sjái sér hag í því að koma fram. Þeir myndu ekki sleppa við að borga skatta með álögum en refsingin yrði hugsanlega engin. Þetta hefur skilað miklu hjá öðrum þjóðum. Það verður að horfast í augu við að það er kannski ekki geta hjá skattrannsóknarstjóra til að rannsaka alltaf öll mál til hlítar. Mögulega kæmu einhverjir fram sjálfviljugir sem ekki hefðu náðst annars.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það rök með málinu að griðareglur hafi verið settar annars staðar á Norðurlöndunum og að það hafi leitt til árangurs. „Mér hefði hins vegar þótt eðlilegt að skoða málið heildstætt. Það hefði verið erfitt fyrir nefndina að taka pólitíska ábyrgð á þessum anga þegar við vitum að mikil þörf er á að efla starfsemi ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra og skoða hvernig við getum bætt skattaeftirlit í daglegri framkvæmd.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira