Þorsteinn þakkaði forseta Alþingis fyrir að verja sig í þingsal Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2016 15:26 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. visir/daníel Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór í ræðustól við upphaf þingfundar í dag þar sem hann þakkaði forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni, fyrir að hafa varið sig í þingsal þegar hann var staddur á ráðstefnu í New York í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þorsteinn segir fyrirspurn hafa borist á þingi um á hvaða vegum hann væri í New York án þess að hann væri viðstaddur þingfund. Um er að ræða kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og var Þorsteinn eini þingmaður Íslendinga sem sótti hana. Þorsteinn sagðist hafa verið þarna á eigin kostnaði og vera hans á ráðstefnunni hefði verið rædd á fundi þingflokksformanni, og því þótti honum einkennilegt að þessi fyrirspurn hefði komið upp. Það var Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem bar þessa fyrirspurn upp. Hún kvaddi sér hljóðs á eftir Þorsteini á þingi í dag og benti á að að Þorsteinn hefði verið skráður á vefsíðu ráðuneytis sem fulltrúi Alþingis. Ólína spurði forseta Alþingis hvernig þingið hefði staðið að tilnefningu Þorsteins sem fulltrúa á kvennaþinginu, þar sem áður hefðu borist svör frá forseta Alþingis að þingið væri ekki í færum til að senda fulltrúa á þing. Forseti Alþingis sagðist engu geta svarað um skráningu Þorsteins og að Alþingi hafði enga atbeina af því hvernig þingmaðurinn var skráður. Þorsteinn sagði að nafn hans hefði verið á lista yfir þátttakendur á kvennaþinginu og hann hefði verið birtur á vef ráðuneytis. Ólína sagði að hún fagnaði áhuga Þorsteins á kvenréttindabaráttu en sagði ótækt að þingmenn væru sjálfir að borga flugfar á mikilvægar ráðstefnur eins og kvennaþing Sameinuðu þjóðanna. Alþingi ætti að tilnefna og senda þingmenn á hana. Tengdar fréttir Flokkur femínista frá Fróni leggur Manhattan undir sig Karlmennirnir í hópnum þeir einu sem eru með maka í för. 14. mars 2016 12:50 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór í ræðustól við upphaf þingfundar í dag þar sem hann þakkaði forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni, fyrir að hafa varið sig í þingsal þegar hann var staddur á ráðstefnu í New York í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þorsteinn segir fyrirspurn hafa borist á þingi um á hvaða vegum hann væri í New York án þess að hann væri viðstaddur þingfund. Um er að ræða kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og var Þorsteinn eini þingmaður Íslendinga sem sótti hana. Þorsteinn sagðist hafa verið þarna á eigin kostnaði og vera hans á ráðstefnunni hefði verið rædd á fundi þingflokksformanni, og því þótti honum einkennilegt að þessi fyrirspurn hefði komið upp. Það var Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem bar þessa fyrirspurn upp. Hún kvaddi sér hljóðs á eftir Þorsteini á þingi í dag og benti á að að Þorsteinn hefði verið skráður á vefsíðu ráðuneytis sem fulltrúi Alþingis. Ólína spurði forseta Alþingis hvernig þingið hefði staðið að tilnefningu Þorsteins sem fulltrúa á kvennaþinginu, þar sem áður hefðu borist svör frá forseta Alþingis að þingið væri ekki í færum til að senda fulltrúa á þing. Forseti Alþingis sagðist engu geta svarað um skráningu Þorsteins og að Alþingi hafði enga atbeina af því hvernig þingmaðurinn var skráður. Þorsteinn sagði að nafn hans hefði verið á lista yfir þátttakendur á kvennaþinginu og hann hefði verið birtur á vef ráðuneytis. Ólína sagði að hún fagnaði áhuga Þorsteins á kvenréttindabaráttu en sagði ótækt að þingmenn væru sjálfir að borga flugfar á mikilvægar ráðstefnur eins og kvennaþing Sameinuðu þjóðanna. Alþingi ætti að tilnefna og senda þingmenn á hana.
Tengdar fréttir Flokkur femínista frá Fróni leggur Manhattan undir sig Karlmennirnir í hópnum þeir einu sem eru með maka í för. 14. mars 2016 12:50 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Flokkur femínista frá Fróni leggur Manhattan undir sig Karlmennirnir í hópnum þeir einu sem eru með maka í för. 14. mars 2016 12:50