Framtíð fíknimeðferðar Ráð Rótarinnar skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Meðferð við fíknivanda á Íslandi er að mestu í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka og þjónusta Landspítala er eingöngu ætluð fólki með tvíþættan vanda, alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda. Hið opinbera hefur ekki mótað neina stefnu né gefið út klínískar leiðbeiningar um fíknimeðferð og hefur því í rauninni látið einkaaðilum það eftir að móta þjónustuna eftir hverri þeirri stefnu sem rekstraraðilum þóknast.Óbreytt meðferð á nýjum stað SÁÁ er um þessar mundir að stækka meðferðaraðstöðu sína á Vík á Kjalarnesi og mun í framhaldinu hætta að reka meðferðarheimilið á Staðarfelli. Ekki hefur komið fram í fréttum að samhliða þessu sé um stefnubreytingu að ræða í meðferðarframboði. Ef það er rétt skilið vekur það undrun að farið sé í slíka uppbyggingu án þess að jafnframt fari fram endurmat á meðferðinni. Innan heilbrigðiskerfisins hefur á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á framboð dagdeildar- og göngudeildarþjónustu í stað inniliggjandi meðferðar. Ekki virðist vera gert ráð fyrir þessari þróun í uppbyggingu SÁÁ. Nýjar rannsóknir erlendis sýna að ekki er betri árangur af inniliggjandi meðferð en af dag- og göngudeildarmeðferð. Ákveðinn hópur þarf vissulega á innlögn að halda en hér á landi virðast litlar tilraunir hafa verið gerðar til að þarfagreina þann hóp sem fer í fíknimeðferð. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir konur þar sem rannsóknir sýna að konur leita frekar í slíka þjónustu Ef hins vegar er ætlunin að auka dag- og göngudeildarþjónustu þá er staðsetning á Kjalarnesi ekki mjög aðgengileg.Nú er lag! Þetta vekur upp spurningar varðandi framtíð meðferðarstarfs á Íslandi. Var ný starfsemi SÁÁ undirbúin í samráði við heilbrigðisyfirvöld? Ef svo er á hvaða stefnumótun byggir hún? Hefur verið gerður samningur við SÁÁ um að kaupa þá þjónustu sem til stendur að bjóða á Kjalarnesi? Ef svo er ekki þá er ljóst að félagasamtök með ríka rekstrarhagsmuni fá mikið vald yfir lífi þeirra sem glíma við fíknivanda. Ef ríkið er ekki búið að gera bindandi samning við SÁÁ um þessa þjónustu er ljóst að nú er lag fyrir annað fagfólk að þróa nútímalegri og aðgengilegri meðferðarúrræði. Við vitum að það eru margir fagaðilar hér á landi sem hafa þá menntun, reynslu og sýn sem til þarf.Eru stjórnvöld stikkfrí? Hvers vegna er svo lítil áhersla á opinber úrræði fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuvanda? Eru heilbrigðisyfirvöld sammála því að aðferðir sem beitt er í meðferð við fíknivanda séu mótaðar af ákveðinni refsihyggju og smánunartilburðum gagnvart sjúklingunum? Fólki er ekki mætt þar sem það er statt með viðeigandi umgjörð, t.d. kynjaskiptri meðferð, heldur á það að fara að reglum sem illmögulegt er að fylgja. Dæmi um slíkt er t.d. sá háttur að refsa fólki fyrir að sýna einkenni fíknivandans með því að setja það aftast á biðlista eftir meðferð, að vísa fólki úr meðferð vegna kynlífsiðkunar og fleira í þeim dúr. Rétt er að vekja athygli á því að stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 var samþykkt af heilbrigðisráðherra í janúar 2014 en því miður hefur vinna að framkvæmdaáætlun sem átti að fylgja í kjölfarið ekki hafist. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að sú vinna hefjist. Árdís Þórðardóttir Áslaug Árnadóttir Edda Arinbjarnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir Heiða Brynja Heiðarsdóttir Katrín G. Alfreðsdóttir Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir í ráði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Meðferð við fíknivanda á Íslandi er að mestu í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka og þjónusta Landspítala er eingöngu ætluð fólki með tvíþættan vanda, alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda. Hið opinbera hefur ekki mótað neina stefnu né gefið út klínískar leiðbeiningar um fíknimeðferð og hefur því í rauninni látið einkaaðilum það eftir að móta þjónustuna eftir hverri þeirri stefnu sem rekstraraðilum þóknast.Óbreytt meðferð á nýjum stað SÁÁ er um þessar mundir að stækka meðferðaraðstöðu sína á Vík á Kjalarnesi og mun í framhaldinu hætta að reka meðferðarheimilið á Staðarfelli. Ekki hefur komið fram í fréttum að samhliða þessu sé um stefnubreytingu að ræða í meðferðarframboði. Ef það er rétt skilið vekur það undrun að farið sé í slíka uppbyggingu án þess að jafnframt fari fram endurmat á meðferðinni. Innan heilbrigðiskerfisins hefur á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á framboð dagdeildar- og göngudeildarþjónustu í stað inniliggjandi meðferðar. Ekki virðist vera gert ráð fyrir þessari þróun í uppbyggingu SÁÁ. Nýjar rannsóknir erlendis sýna að ekki er betri árangur af inniliggjandi meðferð en af dag- og göngudeildarmeðferð. Ákveðinn hópur þarf vissulega á innlögn að halda en hér á landi virðast litlar tilraunir hafa verið gerðar til að þarfagreina þann hóp sem fer í fíknimeðferð. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir konur þar sem rannsóknir sýna að konur leita frekar í slíka þjónustu Ef hins vegar er ætlunin að auka dag- og göngudeildarþjónustu þá er staðsetning á Kjalarnesi ekki mjög aðgengileg.Nú er lag! Þetta vekur upp spurningar varðandi framtíð meðferðarstarfs á Íslandi. Var ný starfsemi SÁÁ undirbúin í samráði við heilbrigðisyfirvöld? Ef svo er á hvaða stefnumótun byggir hún? Hefur verið gerður samningur við SÁÁ um að kaupa þá þjónustu sem til stendur að bjóða á Kjalarnesi? Ef svo er ekki þá er ljóst að félagasamtök með ríka rekstrarhagsmuni fá mikið vald yfir lífi þeirra sem glíma við fíknivanda. Ef ríkið er ekki búið að gera bindandi samning við SÁÁ um þessa þjónustu er ljóst að nú er lag fyrir annað fagfólk að þróa nútímalegri og aðgengilegri meðferðarúrræði. Við vitum að það eru margir fagaðilar hér á landi sem hafa þá menntun, reynslu og sýn sem til þarf.Eru stjórnvöld stikkfrí? Hvers vegna er svo lítil áhersla á opinber úrræði fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuvanda? Eru heilbrigðisyfirvöld sammála því að aðferðir sem beitt er í meðferð við fíknivanda séu mótaðar af ákveðinni refsihyggju og smánunartilburðum gagnvart sjúklingunum? Fólki er ekki mætt þar sem það er statt með viðeigandi umgjörð, t.d. kynjaskiptri meðferð, heldur á það að fara að reglum sem illmögulegt er að fylgja. Dæmi um slíkt er t.d. sá háttur að refsa fólki fyrir að sýna einkenni fíknivandans með því að setja það aftast á biðlista eftir meðferð, að vísa fólki úr meðferð vegna kynlífsiðkunar og fleira í þeim dúr. Rétt er að vekja athygli á því að stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 var samþykkt af heilbrigðisráðherra í janúar 2014 en því miður hefur vinna að framkvæmdaáætlun sem átti að fylgja í kjölfarið ekki hafist. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að sú vinna hefjist. Árdís Þórðardóttir Áslaug Árnadóttir Edda Arinbjarnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir Heiða Brynja Heiðarsdóttir Katrín G. Alfreðsdóttir Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir í ráði Rótarinnar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar