Erlendar skuldir ekki lægri í fimmtíu ár Sæunn Gísladóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Vísir/GVA Hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins voru þær lægstu í fimmtíu ár á síðasta ársfjórðungi 2015. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, fagnar stöðunni en segir mikilvægt að sýna áfram varfærni og aðhald. Staðan geti breyst ansi hratt, mikilvægt sé að efnahagsreikningurinn þoli þau áföll sem óhjákvæmilega muni skelli á. Uppgjör slitabúanna er nú í reynd lokið og var hrein staða við útlönd neikvæð um 316 milljarða króna, í lok síðasta ársfjórðungs, eða sem nemur 14,4 prósentum af vergri landsframleiðslu. Nettóskuldir lækkuðu um 7.196 milljarða króna, eða sem nemur 328,6 prósentum af vergri landsframleiðslu á milli ársfjórðunga. Spurningin er nú hvernig við förum með þetta tækifæri sem felst í því að skuldastaðan sé orðin svona hagstæð. Þorvarður Tjörvi segir að við höfum dæmi um hvað varast þarf - hvernig við fórum með þetta síðast. „Meira að segja áður en útrás bankanna fór á fullt, þá vorum við þegar búin tvöfalda erlendu skuldir okkar milli 1995 og 2002, í kjölfar síðustu losunar hafta," segir Tjörvi. „Nú er búið að gera ýmsar umbætur á hagstjórninni til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Það er búið að setja verulegar takmarkanir á hvað bankarnir geta aukið erlendar skuldir sínar mikið, það eitt og sér gerir nú mikið, en það getur náttúrulega gerst að aðrir aðilar innan hagkerfisins fari að auka sínar erlendu skuldir óhóflega. Það getur krafist einhverra aðgerða." „Við þurfum að halda áfram á þessari braut til að styrkja okkar stöðu og gera okkur í stakk búin til að takast á við þau áföll sem óhjákvæmilega munu skella á á næstu árum og áratugum," segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins voru þær lægstu í fimmtíu ár á síðasta ársfjórðungi 2015. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, fagnar stöðunni en segir mikilvægt að sýna áfram varfærni og aðhald. Staðan geti breyst ansi hratt, mikilvægt sé að efnahagsreikningurinn þoli þau áföll sem óhjákvæmilega muni skelli á. Uppgjör slitabúanna er nú í reynd lokið og var hrein staða við útlönd neikvæð um 316 milljarða króna, í lok síðasta ársfjórðungs, eða sem nemur 14,4 prósentum af vergri landsframleiðslu. Nettóskuldir lækkuðu um 7.196 milljarða króna, eða sem nemur 328,6 prósentum af vergri landsframleiðslu á milli ársfjórðunga. Spurningin er nú hvernig við förum með þetta tækifæri sem felst í því að skuldastaðan sé orðin svona hagstæð. Þorvarður Tjörvi segir að við höfum dæmi um hvað varast þarf - hvernig við fórum með þetta síðast. „Meira að segja áður en útrás bankanna fór á fullt, þá vorum við þegar búin tvöfalda erlendu skuldir okkar milli 1995 og 2002, í kjölfar síðustu losunar hafta," segir Tjörvi. „Nú er búið að gera ýmsar umbætur á hagstjórninni til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Það er búið að setja verulegar takmarkanir á hvað bankarnir geta aukið erlendar skuldir sínar mikið, það eitt og sér gerir nú mikið, en það getur náttúrulega gerst að aðrir aðilar innan hagkerfisins fari að auka sínar erlendu skuldir óhóflega. Það getur krafist einhverra aðgerða." „Við þurfum að halda áfram á þessari braut til að styrkja okkar stöðu og gera okkur í stakk búin til að takast á við þau áföll sem óhjákvæmilega munu skella á á næstu árum og áratugum," segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira