Gagnrýnir illa meðferð á hrossum á útigangi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. mars 2016 21:39 Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, hefur víða komið við í starfinu sínu en starfaði þó lengst af á Keldum og var um tíma yfirdýralæknir. Honum er umhugað um velferð dýra. Nú hefur hann tekið saman lista yfir nokkra staði í kringum Selfoss þar sem hann segir að slæm meðferð fari fram á hrossum á útigangi. Listinn er komin til Matvælastofnunnar og lögreglunnar í þeirri von að eitthvað verði gert í málinu. „Það er náttúrulega alveg hörmung að vita til þess árið 2016 að menn skuli leyfa sér þetta. Þetta er skömm, skömm fyrir eigendurna, skömm fyrir okkur öll, skömm fyrir þá sem eiga að bera ábyrgð á því að líta eftir þessu því þeir fylgja því ekki nóg eftir,“ segir Sigurður. Hvernig stendur á því að menn gefa hrossunum ekki að éta? „Það er nú varla hægt að segja að það sé vegna þess að það vanti hey því það er nú yfirfljótandi hey í landinu. Ætli það sé ekki bara kæruleysi og einhver aumingjaháttur. Sumir eru veikir, andlega veikir, og sinna þessu ekki eins og á að vera en þar eiga að koma til opinberir aðilar og leiðbeina mönnum og aðstoða þá.“ Sigurður biðlar til almennings að láta Matvælastofnun eða lögreglu vita um illa meðferð á dýrum. „Nú þurfa menn að líta í sinn barm og láta í sér heyra og ekki ætla öðrum að sjá um að halda uppi vörnum fyrir skepnurnar sem að kveljast af skjólleysi og heyleysi og vatnsleysi líka. Það er sums staðar vandi með vatn,“ segir Sigurður og er með þessi skilaboð til þeirra hestamanna sem fara ekki vel með hrossin sín. „Menn sem eiga ekki hross sem þeir eru ekki að sinna þeir ættu sjálfir að standa illa búnir yfir nótt hjá hrossunum sínum og upplifa það sem þau gera: kulda og hungur.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, hefur víða komið við í starfinu sínu en starfaði þó lengst af á Keldum og var um tíma yfirdýralæknir. Honum er umhugað um velferð dýra. Nú hefur hann tekið saman lista yfir nokkra staði í kringum Selfoss þar sem hann segir að slæm meðferð fari fram á hrossum á útigangi. Listinn er komin til Matvælastofnunnar og lögreglunnar í þeirri von að eitthvað verði gert í málinu. „Það er náttúrulega alveg hörmung að vita til þess árið 2016 að menn skuli leyfa sér þetta. Þetta er skömm, skömm fyrir eigendurna, skömm fyrir okkur öll, skömm fyrir þá sem eiga að bera ábyrgð á því að líta eftir þessu því þeir fylgja því ekki nóg eftir,“ segir Sigurður. Hvernig stendur á því að menn gefa hrossunum ekki að éta? „Það er nú varla hægt að segja að það sé vegna þess að það vanti hey því það er nú yfirfljótandi hey í landinu. Ætli það sé ekki bara kæruleysi og einhver aumingjaháttur. Sumir eru veikir, andlega veikir, og sinna þessu ekki eins og á að vera en þar eiga að koma til opinberir aðilar og leiðbeina mönnum og aðstoða þá.“ Sigurður biðlar til almennings að láta Matvælastofnun eða lögreglu vita um illa meðferð á dýrum. „Nú þurfa menn að líta í sinn barm og láta í sér heyra og ekki ætla öðrum að sjá um að halda uppi vörnum fyrir skepnurnar sem að kveljast af skjólleysi og heyleysi og vatnsleysi líka. Það er sums staðar vandi með vatn,“ segir Sigurður og er með þessi skilaboð til þeirra hestamanna sem fara ekki vel með hrossin sín. „Menn sem eiga ekki hross sem þeir eru ekki að sinna þeir ættu sjálfir að standa illa búnir yfir nótt hjá hrossunum sínum og upplifa það sem þau gera: kulda og hungur.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira