Lög um endurupptökunefnd hugsanlega unnin í of miklum flýti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 12:31 Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugsanlegt að lög um endurupptökunefnd hafi verið unnin í of miklum flýti, en Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að ákvæði í lögum um nefndina brjóti gegn stjórnarskrá. Hann segir að nú þurfi innanríkisráðuneytið og allsherjarnefnd Alþingis að leggjast yfir málið og sníða þessa vankanta að lögunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðir endurupptökunefndar geti ekki orðið til lþess að fyrri dómar falli úr gildi. Samkvæmt núgildandi lögum getur nefndin það, en að mati dómsins brýtur það ákvæði gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins. Einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm. Lög um endurupptökunefnd voru sett af Alþingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar fyrrverandi innanríkisráðherra, sem skipaði í nefndina árið 2013. „Endurupptökunefnd getur tekið mál og beint því til dómstóla að endurmeta þau. Það á að gera ef forsendur hafa augljóslega verið rangar sem dómur hvíldi á, eins og til dæmis er líklegt að hafi gerst í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Þannig að ég skil málið þannig að þessi niðurstaða hún breyti engu um mál af því tagi,” segir Ögmundur. En eins og nú liggur fyrir þá eru ákveðnir annmarkar á þessum lögum, og á það hefur nú svo sem verið bent. Hefði ekki þurft að bregðast við strax? „Það fór ekki mikið fyrir gagnrýni þegar þessi lög voru sett á sínum tíma. En ég vil taka það fram að lagafrumvarpið var ekki unnið í innanríkisráðuneytinu eða dómsmálaráðuneytinu sem er þar innandyra heldur var það gert á Alþingi. En það breytir því ekki að ég var mjög sáttur við megininntak lagabreytinganna sem kveður á um endurupptöku mála.” Aðspurður hvers vegna frumvarpið hafi orðið að lögum, nú þegar fyrir liggi að ákveðinn hluti þeirra stenst ekki stjórnarskrá, segir hann að eflaust hafi verið um mannleg mistök að ræða. „Vegna þess að öll mannanna verk geta byggt á einhverjum misskilningi eða handvömm eða einhverju slíku og það má vel vera að þetta hafi verið unnið í of miklu flýti, og þar sé komin skýringin á því. Það sem vakti fyrir mönnum á þessum tíma árið 2013 var að flýta því í lög ákvæði sem heimiluðu endurupptökunefnd að vísa máli til dómstóla,” segir Ögmundur. Hann segir næstu skref að fara betur yfir málið. „Skrefin hljóta að vera þau að annað hvort innanríkisráðuneytið eða allsherjarnefnd Alþingis leggist yfir málið og sníði þessa vankanta að lögunum. En ég ítreka það að meginuppistöðu þá standast ákvæði laga um endurupptökunefnd.” Tengdar fréttir Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54 Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. 25. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugsanlegt að lög um endurupptökunefnd hafi verið unnin í of miklum flýti, en Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að ákvæði í lögum um nefndina brjóti gegn stjórnarskrá. Hann segir að nú þurfi innanríkisráðuneytið og allsherjarnefnd Alþingis að leggjast yfir málið og sníða þessa vankanta að lögunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðir endurupptökunefndar geti ekki orðið til lþess að fyrri dómar falli úr gildi. Samkvæmt núgildandi lögum getur nefndin það, en að mati dómsins brýtur það ákvæði gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins. Einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm. Lög um endurupptökunefnd voru sett af Alþingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar fyrrverandi innanríkisráðherra, sem skipaði í nefndina árið 2013. „Endurupptökunefnd getur tekið mál og beint því til dómstóla að endurmeta þau. Það á að gera ef forsendur hafa augljóslega verið rangar sem dómur hvíldi á, eins og til dæmis er líklegt að hafi gerst í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Þannig að ég skil málið þannig að þessi niðurstaða hún breyti engu um mál af því tagi,” segir Ögmundur. En eins og nú liggur fyrir þá eru ákveðnir annmarkar á þessum lögum, og á það hefur nú svo sem verið bent. Hefði ekki þurft að bregðast við strax? „Það fór ekki mikið fyrir gagnrýni þegar þessi lög voru sett á sínum tíma. En ég vil taka það fram að lagafrumvarpið var ekki unnið í innanríkisráðuneytinu eða dómsmálaráðuneytinu sem er þar innandyra heldur var það gert á Alþingi. En það breytir því ekki að ég var mjög sáttur við megininntak lagabreytinganna sem kveður á um endurupptöku mála.” Aðspurður hvers vegna frumvarpið hafi orðið að lögum, nú þegar fyrir liggi að ákveðinn hluti þeirra stenst ekki stjórnarskrá, segir hann að eflaust hafi verið um mannleg mistök að ræða. „Vegna þess að öll mannanna verk geta byggt á einhverjum misskilningi eða handvömm eða einhverju slíku og það má vel vera að þetta hafi verið unnið í of miklu flýti, og þar sé komin skýringin á því. Það sem vakti fyrir mönnum á þessum tíma árið 2013 var að flýta því í lög ákvæði sem heimiluðu endurupptökunefnd að vísa máli til dómstóla,” segir Ögmundur. Hann segir næstu skref að fara betur yfir málið. „Skrefin hljóta að vera þau að annað hvort innanríkisráðuneytið eða allsherjarnefnd Alþingis leggist yfir málið og sníði þessa vankanta að lögunum. En ég ítreka það að meginuppistöðu þá standast ákvæði laga um endurupptökunefnd.”
Tengdar fréttir Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54 Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. 25. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54
Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. 25. febrúar 2016 19:45