Innlent

Auka íbúalýðræði í Kópavogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópvogi.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópvogi. vísir/anton
Okkar Kópavogur er nýtt verkefni hjá Kópavogsbæ sem hefst í dag en með því er markmiðið að efla íbúalýðræði í bænum og auka samráð íbúa og bæjaryfirvalda.

Í tilkynningu frá bænum kemur fram að 200 milljónum króna verði varið til framkvæmda á hugmyndum sem íbúar geta komið á framfæri frá og með deginum í dag og út maímánuð. Kópavogsbúar fá svo að velja á milli hugmynda í haust en framkvæmd verkefna hefst einnig þá og lýkur 2017.

Verkefnið er hugsað til tveggja ára. Hægt er að koma hugmyndum á framfæri í gegnum síðuna Okkar Kópavogur eða með því að leggja þær til á íbúafundum sem haldnir verða í bænum 18.-26. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×