Innlent

Bíða eftir félagsdómi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vísir
Kjaradeila flugumferðarstjóra við Isavia er enn í hnút. Síðast var fundað í deilunni á mánudag.

„Fundurinn var tíðindalaus,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. „Menn eru bara að bíða eftir niðurstöðu félagsdóms.“ Hann segir vonir standa til að dómurinn skili í vikunni, eða á allra næstu dögum, úrskurði um lögmæti þjálfunarbanns sem flugumferðarstjórar hafa boðað, til viðbótar við yfirstandandi yfirvinnubann þeirra.

„Svo halda viðræður væntanlega áfram þegar sú niðurstaða er komin,“ segir Sigurjón.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×