Skuggakosningar verða um forseta í Hornafirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Fjórir af fimm aðalmönnum ungmennaráðs Hornafjarðar: Þorkell Ragnar Grétarsson, Dagbjört Ýr Kiesel (starfsmaður ráðsins), Þórdís María R. Einarsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir. Mynd/Bryndís Bjarnarson „Það eru allir mjög spenntir, sérstaklega þegar hugsað er til þess að þetta á eftir að hafa jákvæð áhrif til framtíðar,“ segir Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, meðlimur ungmennaráðs Hornafjarðar sem heldur forsetakosningar fyrir ungmenni í júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti í fyrradag ósk ungmennaráðsins um svokallaðar skuggakosningar fyrir þrettán til sautján ára samhliða forsetakosningunum 25. júní. Ungmennaráðið fagnaði niðurstöðunni á fundi síðdegis í gær og hvatti til þátttöku í kosningunum. „Í skuggakosningum gefst ungu fólki tækifæri til að læra að kjósa,“ segir Sigríður. „Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður. Hugmyndin er náttúrlega að auka kosningaþátttöku ungs fólks því kannanir og rannsóknir sýna að hún minnkar frá ári til árs.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að nýta tækifærið núna því forsetakosningarnar beri upp á sömu helgi og hina árlegu humarhátíð á Höfn. „Okkur fannst kjörið að bjóða upp á skuggakosningar sem viðburð fyrir ungt fólk því það er ekki mikið um að vera fyrir ungt fólk á bæjarhátíðinni,“ útskýrir Sigríður. „Við verðum með kosningavöku fyrir þrettán til átján ára. Það þarf að vera smá gulrót og það verður ball með Emmsjé Gauta. Eftir því sem ég best veit er mikil spenna fyrir þessu." Skuggakosningarnar verða á sama kjörstað og forsetakosningarnar sjálfar á Höfn. Einnig verður kosið í sveitunum; í Öræfum og á Mýrum. „Við verðum með kjörskrá og með sér kjörseðla og sér kjörklefa svo það verði enginn ruglingur,“ segir Sigríður og hlær. Á kjörseðlinum verða nöfn þeirra sem verða á hinum raunverulega kjörseðli í forsetakosningunum. Talning atkvæða í skuggakosningunum verður á kjörstað á Höfn með yfirumsjón kjörstjórnar sveitarfélagsins. Að sögn Sigríðar eru undirtektirnar mjög góðar því fólk sjái að áhrifin geti verið jákvæð. „Þetta er fólk sem á eftir að kjósa á næstu árum og fólk sem mun stjórna landinu og verða næstu forsetar,“ segir hún. „Við erum mjög spennt og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim til að koma þessu í gang,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir bæjarfulltrúi sem fylgdi tillögu ungmennaráðs úr hlaði í bæjarstjórn. Tilgangurinn er að auka lýðræðisvitund ungs fólks. „Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma af stað meiri umræðu meðal yngri krakkanna,“ segir Þórhildur. „Það getur verið gaman fyrir þá að ræða inni á heimilunum hvaða forseta á að kjósa. Ég held að þetta verði bráðskemmtilegur viðburður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
„Það eru allir mjög spenntir, sérstaklega þegar hugsað er til þess að þetta á eftir að hafa jákvæð áhrif til framtíðar,“ segir Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, meðlimur ungmennaráðs Hornafjarðar sem heldur forsetakosningar fyrir ungmenni í júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti í fyrradag ósk ungmennaráðsins um svokallaðar skuggakosningar fyrir þrettán til sautján ára samhliða forsetakosningunum 25. júní. Ungmennaráðið fagnaði niðurstöðunni á fundi síðdegis í gær og hvatti til þátttöku í kosningunum. „Í skuggakosningum gefst ungu fólki tækifæri til að læra að kjósa,“ segir Sigríður. „Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður. Hugmyndin er náttúrlega að auka kosningaþátttöku ungs fólks því kannanir og rannsóknir sýna að hún minnkar frá ári til árs.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að nýta tækifærið núna því forsetakosningarnar beri upp á sömu helgi og hina árlegu humarhátíð á Höfn. „Okkur fannst kjörið að bjóða upp á skuggakosningar sem viðburð fyrir ungt fólk því það er ekki mikið um að vera fyrir ungt fólk á bæjarhátíðinni,“ útskýrir Sigríður. „Við verðum með kosningavöku fyrir þrettán til átján ára. Það þarf að vera smá gulrót og það verður ball með Emmsjé Gauta. Eftir því sem ég best veit er mikil spenna fyrir þessu." Skuggakosningarnar verða á sama kjörstað og forsetakosningarnar sjálfar á Höfn. Einnig verður kosið í sveitunum; í Öræfum og á Mýrum. „Við verðum með kjörskrá og með sér kjörseðla og sér kjörklefa svo það verði enginn ruglingur,“ segir Sigríður og hlær. Á kjörseðlinum verða nöfn þeirra sem verða á hinum raunverulega kjörseðli í forsetakosningunum. Talning atkvæða í skuggakosningunum verður á kjörstað á Höfn með yfirumsjón kjörstjórnar sveitarfélagsins. Að sögn Sigríðar eru undirtektirnar mjög góðar því fólk sjái að áhrifin geti verið jákvæð. „Þetta er fólk sem á eftir að kjósa á næstu árum og fólk sem mun stjórna landinu og verða næstu forsetar,“ segir hún. „Við erum mjög spennt og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim til að koma þessu í gang,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir bæjarfulltrúi sem fylgdi tillögu ungmennaráðs úr hlaði í bæjarstjórn. Tilgangurinn er að auka lýðræðisvitund ungs fólks. „Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma af stað meiri umræðu meðal yngri krakkanna,“ segir Þórhildur. „Það getur verið gaman fyrir þá að ræða inni á heimilunum hvaða forseta á að kjósa. Ég held að þetta verði bráðskemmtilegur viðburður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira