Skuggakosningar verða um forseta í Hornafirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Fjórir af fimm aðalmönnum ungmennaráðs Hornafjarðar: Þorkell Ragnar Grétarsson, Dagbjört Ýr Kiesel (starfsmaður ráðsins), Þórdís María R. Einarsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir. Mynd/Bryndís Bjarnarson „Það eru allir mjög spenntir, sérstaklega þegar hugsað er til þess að þetta á eftir að hafa jákvæð áhrif til framtíðar,“ segir Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, meðlimur ungmennaráðs Hornafjarðar sem heldur forsetakosningar fyrir ungmenni í júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti í fyrradag ósk ungmennaráðsins um svokallaðar skuggakosningar fyrir þrettán til sautján ára samhliða forsetakosningunum 25. júní. Ungmennaráðið fagnaði niðurstöðunni á fundi síðdegis í gær og hvatti til þátttöku í kosningunum. „Í skuggakosningum gefst ungu fólki tækifæri til að læra að kjósa,“ segir Sigríður. „Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður. Hugmyndin er náttúrlega að auka kosningaþátttöku ungs fólks því kannanir og rannsóknir sýna að hún minnkar frá ári til árs.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að nýta tækifærið núna því forsetakosningarnar beri upp á sömu helgi og hina árlegu humarhátíð á Höfn. „Okkur fannst kjörið að bjóða upp á skuggakosningar sem viðburð fyrir ungt fólk því það er ekki mikið um að vera fyrir ungt fólk á bæjarhátíðinni,“ útskýrir Sigríður. „Við verðum með kosningavöku fyrir þrettán til átján ára. Það þarf að vera smá gulrót og það verður ball með Emmsjé Gauta. Eftir því sem ég best veit er mikil spenna fyrir þessu." Skuggakosningarnar verða á sama kjörstað og forsetakosningarnar sjálfar á Höfn. Einnig verður kosið í sveitunum; í Öræfum og á Mýrum. „Við verðum með kjörskrá og með sér kjörseðla og sér kjörklefa svo það verði enginn ruglingur,“ segir Sigríður og hlær. Á kjörseðlinum verða nöfn þeirra sem verða á hinum raunverulega kjörseðli í forsetakosningunum. Talning atkvæða í skuggakosningunum verður á kjörstað á Höfn með yfirumsjón kjörstjórnar sveitarfélagsins. Að sögn Sigríðar eru undirtektirnar mjög góðar því fólk sjái að áhrifin geti verið jákvæð. „Þetta er fólk sem á eftir að kjósa á næstu árum og fólk sem mun stjórna landinu og verða næstu forsetar,“ segir hún. „Við erum mjög spennt og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim til að koma þessu í gang,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir bæjarfulltrúi sem fylgdi tillögu ungmennaráðs úr hlaði í bæjarstjórn. Tilgangurinn er að auka lýðræðisvitund ungs fólks. „Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma af stað meiri umræðu meðal yngri krakkanna,“ segir Þórhildur. „Það getur verið gaman fyrir þá að ræða inni á heimilunum hvaða forseta á að kjósa. Ég held að þetta verði bráðskemmtilegur viðburður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
„Það eru allir mjög spenntir, sérstaklega þegar hugsað er til þess að þetta á eftir að hafa jákvæð áhrif til framtíðar,“ segir Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, meðlimur ungmennaráðs Hornafjarðar sem heldur forsetakosningar fyrir ungmenni í júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti í fyrradag ósk ungmennaráðsins um svokallaðar skuggakosningar fyrir þrettán til sautján ára samhliða forsetakosningunum 25. júní. Ungmennaráðið fagnaði niðurstöðunni á fundi síðdegis í gær og hvatti til þátttöku í kosningunum. „Í skuggakosningum gefst ungu fólki tækifæri til að læra að kjósa,“ segir Sigríður. „Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður. Hugmyndin er náttúrlega að auka kosningaþátttöku ungs fólks því kannanir og rannsóknir sýna að hún minnkar frá ári til árs.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að nýta tækifærið núna því forsetakosningarnar beri upp á sömu helgi og hina árlegu humarhátíð á Höfn. „Okkur fannst kjörið að bjóða upp á skuggakosningar sem viðburð fyrir ungt fólk því það er ekki mikið um að vera fyrir ungt fólk á bæjarhátíðinni,“ útskýrir Sigríður. „Við verðum með kosningavöku fyrir þrettán til átján ára. Það þarf að vera smá gulrót og það verður ball með Emmsjé Gauta. Eftir því sem ég best veit er mikil spenna fyrir þessu." Skuggakosningarnar verða á sama kjörstað og forsetakosningarnar sjálfar á Höfn. Einnig verður kosið í sveitunum; í Öræfum og á Mýrum. „Við verðum með kjörskrá og með sér kjörseðla og sér kjörklefa svo það verði enginn ruglingur,“ segir Sigríður og hlær. Á kjörseðlinum verða nöfn þeirra sem verða á hinum raunverulega kjörseðli í forsetakosningunum. Talning atkvæða í skuggakosningunum verður á kjörstað á Höfn með yfirumsjón kjörstjórnar sveitarfélagsins. Að sögn Sigríðar eru undirtektirnar mjög góðar því fólk sjái að áhrifin geti verið jákvæð. „Þetta er fólk sem á eftir að kjósa á næstu árum og fólk sem mun stjórna landinu og verða næstu forsetar,“ segir hún. „Við erum mjög spennt og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim til að koma þessu í gang,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir bæjarfulltrúi sem fylgdi tillögu ungmennaráðs úr hlaði í bæjarstjórn. Tilgangurinn er að auka lýðræðisvitund ungs fólks. „Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma af stað meiri umræðu meðal yngri krakkanna,“ segir Þórhildur. „Það getur verið gaman fyrir þá að ræða inni á heimilunum hvaða forseta á að kjósa. Ég held að þetta verði bráðskemmtilegur viðburður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira