Skuggakosningar verða um forseta í Hornafirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Fjórir af fimm aðalmönnum ungmennaráðs Hornafjarðar: Þorkell Ragnar Grétarsson, Dagbjört Ýr Kiesel (starfsmaður ráðsins), Þórdís María R. Einarsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir. Mynd/Bryndís Bjarnarson „Það eru allir mjög spenntir, sérstaklega þegar hugsað er til þess að þetta á eftir að hafa jákvæð áhrif til framtíðar,“ segir Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, meðlimur ungmennaráðs Hornafjarðar sem heldur forsetakosningar fyrir ungmenni í júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti í fyrradag ósk ungmennaráðsins um svokallaðar skuggakosningar fyrir þrettán til sautján ára samhliða forsetakosningunum 25. júní. Ungmennaráðið fagnaði niðurstöðunni á fundi síðdegis í gær og hvatti til þátttöku í kosningunum. „Í skuggakosningum gefst ungu fólki tækifæri til að læra að kjósa,“ segir Sigríður. „Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður. Hugmyndin er náttúrlega að auka kosningaþátttöku ungs fólks því kannanir og rannsóknir sýna að hún minnkar frá ári til árs.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að nýta tækifærið núna því forsetakosningarnar beri upp á sömu helgi og hina árlegu humarhátíð á Höfn. „Okkur fannst kjörið að bjóða upp á skuggakosningar sem viðburð fyrir ungt fólk því það er ekki mikið um að vera fyrir ungt fólk á bæjarhátíðinni,“ útskýrir Sigríður. „Við verðum með kosningavöku fyrir þrettán til átján ára. Það þarf að vera smá gulrót og það verður ball með Emmsjé Gauta. Eftir því sem ég best veit er mikil spenna fyrir þessu." Skuggakosningarnar verða á sama kjörstað og forsetakosningarnar sjálfar á Höfn. Einnig verður kosið í sveitunum; í Öræfum og á Mýrum. „Við verðum með kjörskrá og með sér kjörseðla og sér kjörklefa svo það verði enginn ruglingur,“ segir Sigríður og hlær. Á kjörseðlinum verða nöfn þeirra sem verða á hinum raunverulega kjörseðli í forsetakosningunum. Talning atkvæða í skuggakosningunum verður á kjörstað á Höfn með yfirumsjón kjörstjórnar sveitarfélagsins. Að sögn Sigríðar eru undirtektirnar mjög góðar því fólk sjái að áhrifin geti verið jákvæð. „Þetta er fólk sem á eftir að kjósa á næstu árum og fólk sem mun stjórna landinu og verða næstu forsetar,“ segir hún. „Við erum mjög spennt og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim til að koma þessu í gang,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir bæjarfulltrúi sem fylgdi tillögu ungmennaráðs úr hlaði í bæjarstjórn. Tilgangurinn er að auka lýðræðisvitund ungs fólks. „Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma af stað meiri umræðu meðal yngri krakkanna,“ segir Þórhildur. „Það getur verið gaman fyrir þá að ræða inni á heimilunum hvaða forseta á að kjósa. Ég held að þetta verði bráðskemmtilegur viðburður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
„Það eru allir mjög spenntir, sérstaklega þegar hugsað er til þess að þetta á eftir að hafa jákvæð áhrif til framtíðar,“ segir Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, meðlimur ungmennaráðs Hornafjarðar sem heldur forsetakosningar fyrir ungmenni í júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti í fyrradag ósk ungmennaráðsins um svokallaðar skuggakosningar fyrir þrettán til sautján ára samhliða forsetakosningunum 25. júní. Ungmennaráðið fagnaði niðurstöðunni á fundi síðdegis í gær og hvatti til þátttöku í kosningunum. „Í skuggakosningum gefst ungu fólki tækifæri til að læra að kjósa,“ segir Sigríður. „Þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður. Hugmyndin er náttúrlega að auka kosningaþátttöku ungs fólks því kannanir og rannsóknir sýna að hún minnkar frá ári til árs.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að nýta tækifærið núna því forsetakosningarnar beri upp á sömu helgi og hina árlegu humarhátíð á Höfn. „Okkur fannst kjörið að bjóða upp á skuggakosningar sem viðburð fyrir ungt fólk því það er ekki mikið um að vera fyrir ungt fólk á bæjarhátíðinni,“ útskýrir Sigríður. „Við verðum með kosningavöku fyrir þrettán til átján ára. Það þarf að vera smá gulrót og það verður ball með Emmsjé Gauta. Eftir því sem ég best veit er mikil spenna fyrir þessu." Skuggakosningarnar verða á sama kjörstað og forsetakosningarnar sjálfar á Höfn. Einnig verður kosið í sveitunum; í Öræfum og á Mýrum. „Við verðum með kjörskrá og með sér kjörseðla og sér kjörklefa svo það verði enginn ruglingur,“ segir Sigríður og hlær. Á kjörseðlinum verða nöfn þeirra sem verða á hinum raunverulega kjörseðli í forsetakosningunum. Talning atkvæða í skuggakosningunum verður á kjörstað á Höfn með yfirumsjón kjörstjórnar sveitarfélagsins. Að sögn Sigríðar eru undirtektirnar mjög góðar því fólk sjái að áhrifin geti verið jákvæð. „Þetta er fólk sem á eftir að kjósa á næstu árum og fólk sem mun stjórna landinu og verða næstu forsetar,“ segir hún. „Við erum mjög spennt og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa þeim til að koma þessu í gang,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir bæjarfulltrúi sem fylgdi tillögu ungmennaráðs úr hlaði í bæjarstjórn. Tilgangurinn er að auka lýðræðisvitund ungs fólks. „Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma af stað meiri umræðu meðal yngri krakkanna,“ segir Þórhildur. „Það getur verið gaman fyrir þá að ræða inni á heimilunum hvaða forseta á að kjósa. Ég held að þetta verði bráðskemmtilegur viðburður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira