Innlent

Innbrotsþjófur ók útaf með góssið í bílnum

Vísir
Brotist var inn í sumarbústað í Vaðneslandi í Grímsnesi í gær og þaðan stolið ýmsum verðmætum. Lögreglu var gert viðvart, en nokkru síðar barst henni tilkynning um að mannlaus bíll væri utan vegar á Mosfellsheiði.

Bíllinn var mannlaus þegar lögreglu bar að, en í honum var hinsvegar allt þýfið úr sumarbústaðnum. Í óðagotinu hefur þjófurinn misst stjón á bílnum, og haldið svo áfram á puttanum í bæinn og er lögregla nú að hafa uppi á eiganda bílsins, sem líklega er sá seki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×