Innlent

Seinkanir hjá WOW air í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Áætlunarflug fór úr skorðum eftir að snúa þurfti við vél vegna veiks farþega.
Áætlunarflug fór úr skorðum eftir að snúa þurfti við vél vegna veiks farþega. Vísir/Vilhelm
Áætlunarflug flugfélagsins WOW air fór úr skorðum í morgun eftir að snúa þurfti við vél vegna veiks farþega. Um var að ræða vél sem var að koma frá Boston og lenda þurfti í Kanada.

„Það var svo mikið af tengifarþegum í þessari fél þannig að þetta riðlar allri áætlun. En við erum að ná að vinna þetta upp. Við eigum von á að komast aftur á áætlun seinni partinn í dag,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.

Svanhvít gerir ráð fyrir að um tveggja til þriggja tíma seinkun verði á flugferðum félagsins í dag. Öllum farþegum hafi þegar verið gert viðvart.

Aðspurð segist hún ekki geta tjáð sig um líðan farþegans sem veiktist um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×