Fá óháðan aðila til að fara yfir verkferla vegna eineltis í skólum Reykjavíkurborgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 13:43 Eineltismál í Austurbæjarskóla vakti mikinn óhug þegar greint var frá því í liðinni viku. Fréttablaðið/Vilhelm Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í gær að óháður aðili verði fenginn til að fara yfir verkferla starfsstöðva skóla-og frístundasviðs vegna eineltis og samskiptavanda barna. Jafnframt vill ráðið að lagðar verði fram tillögur til úrbóta, „þar á meðal með hliðsjón af breytingum sem fylgt hafa auknum rafrænum samskiptum barna og ungmenna,“ eins og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Eineltismál sem fjallað var um í liðinni viku vakti mikinn óhug en myndband af líkamsárás sem unglingsstúlka varð fyrir af hálfu skólasystra sinna fór í dreifingu á netinu og var auk þess sýnt í kvöldfréttum RÚV. Árásin átti sér stað á skólalóð Langholtsskóla en stúlkurnar ganga í Austurbæjarskóla. Foreldrar stúlkunnar kærðu málið til lögreglu og gagnrýndu viðbrögð skólayfirvalda vegna eineltis sem dóttir þeirra hefur orðið fyrir í Austurbæjarskóla. Í samtali við Fréttablaðið um liðna helgi sagði faðir stúlkunnar að hún hefði orðið fyrir ofbeldi og líflátshótunum innan veggja skólans og hefur farið fram á óháða nefnd til að skoða málsmeðferð hennar í skólanum. „Ég hef þurft að sækja hana í skólann í aðstæður sem voru afar ógeðfelldar. Hún hafði þá leitað skjóls á skrifstofu námsráðgjafa. Við sátum þar, ég, hún og námsráðgjafinn og á meðan hömuðust fjórar stúlkur á hurðinni. Starfsmenn skólans þurftu að stilla sér upp á milli okkar til að við kæmumst út,“ sagði faðirinn. Frá því var svo greint í kvöldfréttum RÚV í gær að líkamsárásin teljist upplýst. Þrjár stúlkur eru gerendur í málinu en tvær þeirra eru ósakhæfar. Mál þeirra hafa verið send til barnaverndarnefnda í Reykjavík og Hafnarfirði en mál stúlkunnar sem er sakhæf er til meðferðar hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Myndband af árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla gengur um samfélagsmiðla Fjórar stúlkur réðust að unglingsstúlku á þriðjudag. Málið tengist grófu einelti. 5. maí 2016 19:20 Skólastjóri harmar líkamsárásina: Gengu í stofur í Austurbæjarskóla og ræddu við nemendur Þetta eru fyrstu viðbrögð sem berast úr Austurbæjarskóla en foreldrar höfðu kvartað yfir því að hafa ekki fengið nein svör í málinu. 6. maí 2016 14:41 Eineltismálið í Austurbæjarskóla: Hömuðust á hurðinni með fórnarlambið inni Faðir stúlkunnar úr eineltismálinu í Austurbæjarskóla segir engan þaðan enn hafa haft samband við fjölskylduna eftir grófar barsmíðar fyrr í vikunni. Skólastjórinn ræddi við nemendur í gær og sendi foreldrum þeirra hvatningarbréf. 7. maí 2016 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í gær að óháður aðili verði fenginn til að fara yfir verkferla starfsstöðva skóla-og frístundasviðs vegna eineltis og samskiptavanda barna. Jafnframt vill ráðið að lagðar verði fram tillögur til úrbóta, „þar á meðal með hliðsjón af breytingum sem fylgt hafa auknum rafrænum samskiptum barna og ungmenna,“ eins og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Eineltismál sem fjallað var um í liðinni viku vakti mikinn óhug en myndband af líkamsárás sem unglingsstúlka varð fyrir af hálfu skólasystra sinna fór í dreifingu á netinu og var auk þess sýnt í kvöldfréttum RÚV. Árásin átti sér stað á skólalóð Langholtsskóla en stúlkurnar ganga í Austurbæjarskóla. Foreldrar stúlkunnar kærðu málið til lögreglu og gagnrýndu viðbrögð skólayfirvalda vegna eineltis sem dóttir þeirra hefur orðið fyrir í Austurbæjarskóla. Í samtali við Fréttablaðið um liðna helgi sagði faðir stúlkunnar að hún hefði orðið fyrir ofbeldi og líflátshótunum innan veggja skólans og hefur farið fram á óháða nefnd til að skoða málsmeðferð hennar í skólanum. „Ég hef þurft að sækja hana í skólann í aðstæður sem voru afar ógeðfelldar. Hún hafði þá leitað skjóls á skrifstofu námsráðgjafa. Við sátum þar, ég, hún og námsráðgjafinn og á meðan hömuðust fjórar stúlkur á hurðinni. Starfsmenn skólans þurftu að stilla sér upp á milli okkar til að við kæmumst út,“ sagði faðirinn. Frá því var svo greint í kvöldfréttum RÚV í gær að líkamsárásin teljist upplýst. Þrjár stúlkur eru gerendur í málinu en tvær þeirra eru ósakhæfar. Mál þeirra hafa verið send til barnaverndarnefnda í Reykjavík og Hafnarfirði en mál stúlkunnar sem er sakhæf er til meðferðar hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Myndband af árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla gengur um samfélagsmiðla Fjórar stúlkur réðust að unglingsstúlku á þriðjudag. Málið tengist grófu einelti. 5. maí 2016 19:20 Skólastjóri harmar líkamsárásina: Gengu í stofur í Austurbæjarskóla og ræddu við nemendur Þetta eru fyrstu viðbrögð sem berast úr Austurbæjarskóla en foreldrar höfðu kvartað yfir því að hafa ekki fengið nein svör í málinu. 6. maí 2016 14:41 Eineltismálið í Austurbæjarskóla: Hömuðust á hurðinni með fórnarlambið inni Faðir stúlkunnar úr eineltismálinu í Austurbæjarskóla segir engan þaðan enn hafa haft samband við fjölskylduna eftir grófar barsmíðar fyrr í vikunni. Skólastjórinn ræddi við nemendur í gær og sendi foreldrum þeirra hvatningarbréf. 7. maí 2016 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Myndband af árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla gengur um samfélagsmiðla Fjórar stúlkur réðust að unglingsstúlku á þriðjudag. Málið tengist grófu einelti. 5. maí 2016 19:20
Skólastjóri harmar líkamsárásina: Gengu í stofur í Austurbæjarskóla og ræddu við nemendur Þetta eru fyrstu viðbrögð sem berast úr Austurbæjarskóla en foreldrar höfðu kvartað yfir því að hafa ekki fengið nein svör í málinu. 6. maí 2016 14:41
Eineltismálið í Austurbæjarskóla: Hömuðust á hurðinni með fórnarlambið inni Faðir stúlkunnar úr eineltismálinu í Austurbæjarskóla segir engan þaðan enn hafa haft samband við fjölskylduna eftir grófar barsmíðar fyrr í vikunni. Skólastjórinn ræddi við nemendur í gær og sendi foreldrum þeirra hvatningarbréf. 7. maí 2016 07:00