Fatlað fólk fast heima yfir helgi ef tækin bila Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. júlí 2016 07:00 Dæmi eru um að fatlaðir sitji fastir er hjálpartækin bila. vísir/Anton brink „Það er algjörlega ólíðandi að fólk sé fast heima hjá sér og geti ekki hreyft sig vegna þess að tækin eru biluð,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Engin þjónusta er veitt vegna hjálpartækja fatlaðra um helgar og eftir klukkan þrjú á virkum dögum. Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands annast þjónustu vegna tækjanna. Fatlað fólk hefur lent í því að tækin bili á föstudegi en enga þjónustu er að fá fyrr en á mánudegi. Ellen segir að ekki sé hægt að líta á Hjálpartækjamiðstöðina sem hverja aðra ríkisstofnun heldur sé hún þjónustufyrirtæki sem verði að bjóða upp á þjónustu á öllum tímum. „Þarna verður að vera almennileg þjónusta, annars getur fólk ekki tekið þátt í lífinu.“ Hilmar Guðmundsson notar hjólastól en hann segir þjónustuna til skammar. Rafmagnsstóll hans bilaði fyrir mánuði og hefur verið í viðgerð síðan. „Ég lenti í slysi og stóllinn bilaði. Ég á lítinn hjólastól heim og hef lítið getað gert nema setið heima,“ segir Hilmar en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir illa í því.Ellen Calmon„Ég var inni á baði á föstudegi í vetur og stóllinn bilaði. Hefði ég verið einn hefði ég bara setið fastur en konan mín var heima. Það var búið að loka verkstæðinu en við vorum einmitt á leið út það kvöldið. Ég komst ekki út alla þá helgi.“ Rúnar Björn Herrera þekkir vandamálið. Hann er með hálsmænuskaða og notar hjólastól. „Það hefur gerst í nokkur skipti að það springur á dekki á stólnum mínum. Stundum næ ég að redda mér einhvern veginn en stundum ekki og þá hef ég keyrt um á sprungnu dekki eða ekki komist neitt,“ segir Rúnar og bætir við að oft komist fólk ekki með tækið á þeim stutta tíma sem opið er enda sé það á vinnutíma. Í svari frá Sjúkratryggingum Íslands segir að fyrirhugaðar séu breytingar á þjónustunni en sagt verði frá þeim síðar. Í ár hafi hins vegar verið ákveðið að þrengja ekki opnunartíma eins og í fyrrasumar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
„Það er algjörlega ólíðandi að fólk sé fast heima hjá sér og geti ekki hreyft sig vegna þess að tækin eru biluð,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Engin þjónusta er veitt vegna hjálpartækja fatlaðra um helgar og eftir klukkan þrjú á virkum dögum. Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands annast þjónustu vegna tækjanna. Fatlað fólk hefur lent í því að tækin bili á föstudegi en enga þjónustu er að fá fyrr en á mánudegi. Ellen segir að ekki sé hægt að líta á Hjálpartækjamiðstöðina sem hverja aðra ríkisstofnun heldur sé hún þjónustufyrirtæki sem verði að bjóða upp á þjónustu á öllum tímum. „Þarna verður að vera almennileg þjónusta, annars getur fólk ekki tekið þátt í lífinu.“ Hilmar Guðmundsson notar hjólastól en hann segir þjónustuna til skammar. Rafmagnsstóll hans bilaði fyrir mánuði og hefur verið í viðgerð síðan. „Ég lenti í slysi og stóllinn bilaði. Ég á lítinn hjólastól heim og hef lítið getað gert nema setið heima,“ segir Hilmar en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir illa í því.Ellen Calmon„Ég var inni á baði á föstudegi í vetur og stóllinn bilaði. Hefði ég verið einn hefði ég bara setið fastur en konan mín var heima. Það var búið að loka verkstæðinu en við vorum einmitt á leið út það kvöldið. Ég komst ekki út alla þá helgi.“ Rúnar Björn Herrera þekkir vandamálið. Hann er með hálsmænuskaða og notar hjólastól. „Það hefur gerst í nokkur skipti að það springur á dekki á stólnum mínum. Stundum næ ég að redda mér einhvern veginn en stundum ekki og þá hef ég keyrt um á sprungnu dekki eða ekki komist neitt,“ segir Rúnar og bætir við að oft komist fólk ekki með tækið á þeim stutta tíma sem opið er enda sé það á vinnutíma. Í svari frá Sjúkratryggingum Íslands segir að fyrirhugaðar séu breytingar á þjónustunni en sagt verði frá þeim síðar. Í ár hafi hins vegar verið ákveðið að þrengja ekki opnunartíma eins og í fyrrasumar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira