Þetta hús malar gull fyrir Þingeyjarsveit Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2016 23:42 Þeistareykjavirkjun er þegar orðin gullmoli fyrir Þingeyjarsveit. Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins af virkjunni verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári, eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. Framkvæmdir standa nú sem hæst á Þeistareykjum þar sem Landsvirkjun reisir 90 megavatta jarðvarmavirkjun. Í Þingeyjarsveit sjá menn fram að virkjunin muni umbylta fjárhag þessa 900 manna sveitarfélags. „Jörðin Þeistareykir er í eigu sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar og við erum með samning við Landsvirkjun um leigu á jörðinni,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Leigutekjur tóku að streyma inn í sveitarsjóð fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið fær einnig umtalsverðar tekjur af sölu á efni úr jarðvegsnámum og af leyfisgjöldum. Og þegar stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar verður tilbúið og virkjunin tekur til starfa fara stóru peningarnir að tikka inn, afgjald af hverri seldri kílóvattstund og fasteignagjöld af mannvirkjunum. Oddvitinn Arnór Benónýsson segist hafa verið búinn að slá á það fyrir tveimur árum að tekjur sveitarfélagsins af Þeistareykjavirkjun yrðu á bilinu 80 til 100 milljónir króna á ári. Í dag væru það sennilega ekki undir 100 milljónum. Tekjur af virkjuninni yrðu um einn sjöundi af heildartekjum sveitarfélagsins.Jörðin Þeistareykir eru í eigu sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar, sem fær leigutekjur af jörðinni, fasteignagjöld af mannvirkjunum og afgjald af hverri seldri kílóvattstund.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En svona gerist ekki án fórna, landslagi Þeistareykja er raskað. „Þetta er bara allt mjög vel gert þarna uppi á Þeistareykjum. Við eigum mjög gott samstarf við Landsvirkjun. Þeir upplýsa okkur vel og við getum alltaf óskað eftir upplýsingum eða bent á eitthvað sem við kannski viljum kannski að mætti betur fara. Þannig að við eigum í mjög góðu samstarfi við þá,“ segir Dagbjört sveitarstjóri. Tengdar fréttir Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Þeistareykjavirkjun er þegar orðin gullmoli fyrir Þingeyjarsveit. Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins af virkjunni verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári, eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. Framkvæmdir standa nú sem hæst á Þeistareykjum þar sem Landsvirkjun reisir 90 megavatta jarðvarmavirkjun. Í Þingeyjarsveit sjá menn fram að virkjunin muni umbylta fjárhag þessa 900 manna sveitarfélags. „Jörðin Þeistareykir er í eigu sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar og við erum með samning við Landsvirkjun um leigu á jörðinni,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Leigutekjur tóku að streyma inn í sveitarsjóð fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið fær einnig umtalsverðar tekjur af sölu á efni úr jarðvegsnámum og af leyfisgjöldum. Og þegar stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar verður tilbúið og virkjunin tekur til starfa fara stóru peningarnir að tikka inn, afgjald af hverri seldri kílóvattstund og fasteignagjöld af mannvirkjunum. Oddvitinn Arnór Benónýsson segist hafa verið búinn að slá á það fyrir tveimur árum að tekjur sveitarfélagsins af Þeistareykjavirkjun yrðu á bilinu 80 til 100 milljónir króna á ári. Í dag væru það sennilega ekki undir 100 milljónum. Tekjur af virkjuninni yrðu um einn sjöundi af heildartekjum sveitarfélagsins.Jörðin Þeistareykir eru í eigu sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar, sem fær leigutekjur af jörðinni, fasteignagjöld af mannvirkjunum og afgjald af hverri seldri kílóvattstund.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En svona gerist ekki án fórna, landslagi Þeistareykja er raskað. „Þetta er bara allt mjög vel gert þarna uppi á Þeistareykjum. Við eigum mjög gott samstarf við Landsvirkjun. Þeir upplýsa okkur vel og við getum alltaf óskað eftir upplýsingum eða bent á eitthvað sem við kannski viljum kannski að mætti betur fara. Þannig að við eigum í mjög góðu samstarfi við þá,“ segir Dagbjört sveitarstjóri.
Tengdar fréttir Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03
Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00