Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2016 09:03 Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. Sýnt var frá framkvæmdunum og rætt við Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það líður varla sú vika að ekki sé kvartað í fjölmiðlum undan lélegri aðstöðu við helstu ferðamannastaði. Það er samt ekki svo að ekkert horfi til bóta. Við Goðafoss er að verða breyting. Það verður reyndar ekki sagt að vinnuvélarnar séu stórvirkar, þær eru litlar og nettar sem notaðar eru þessa dagana við lagningu göngustíga við austanverðan fossinn en þar er einnig búið að smíða útsýnispall. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit stendur að verkinu.Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við ætlum að klára framkvæmdir að austan núna í sumar, - ætlum að leggja áherslu á það. Svo ætlum við að byrja vestanmegin og það er með útsýnispalli og göngustígum.” Dagbjört segir ekki hjá því komist að nýta sumartímann til verksins en vonast jafnframt til að haustið verði drjúgt. Þingeyjarsveit hefur þegar fengið nærri 67 milljóna króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðmannastaða en þarf að greiða 20 prósent á móti. Og þetta kostar skildinginn. „Þetta er hátt í hundrað milljónir í heildina. Við erum nú þegar búin að framkvæma fyrir einhverjar þrjátíu milljónir,” segir Dagbjört.Útsýnispallurinn sem verið er að setja upp við Goðafoss að austanverðu. Annar pallur verður vestanmegin.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ekki veitir af því ferðamönnum við Goðafoss hefur snarfjölgað á undanförnum árum, staðurinn er í alfaraleið við hringveginn og þetta er yfirleitt fyrsti áningarstaður þeirra sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar. „Þetta er aðalstaðurinn, - aðalstoppistaðurinn í Þingeyjarsveit.” Goðafoss og umhverfi hans eru jafnframt ein helsta náttúruperla Norðurlands og því þarf að vanda til verka. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að gera þetta vel. Við höfum fengið landslagsarkitekta til þess að vinna þetta með okkur. Og þetta er auðvitað viðkvæmt. Þarna er hraun og lyng og svo er verið að útbúa þarna stíga og þá verða sár eftir það. Þannig að við erum að reyna að setja lyngþökur og hraun og annað þannig að þetta verði bara sem náttúrulegast. En auðvitað eru alltaf ákveðin ummerki eftir svona framkvæmdir,” segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Sjá meira
Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. Sýnt var frá framkvæmdunum og rætt við Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það líður varla sú vika að ekki sé kvartað í fjölmiðlum undan lélegri aðstöðu við helstu ferðamannastaði. Það er samt ekki svo að ekkert horfi til bóta. Við Goðafoss er að verða breyting. Það verður reyndar ekki sagt að vinnuvélarnar séu stórvirkar, þær eru litlar og nettar sem notaðar eru þessa dagana við lagningu göngustíga við austanverðan fossinn en þar er einnig búið að smíða útsýnispall. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit stendur að verkinu.Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við ætlum að klára framkvæmdir að austan núna í sumar, - ætlum að leggja áherslu á það. Svo ætlum við að byrja vestanmegin og það er með útsýnispalli og göngustígum.” Dagbjört segir ekki hjá því komist að nýta sumartímann til verksins en vonast jafnframt til að haustið verði drjúgt. Þingeyjarsveit hefur þegar fengið nærri 67 milljóna króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðmannastaða en þarf að greiða 20 prósent á móti. Og þetta kostar skildinginn. „Þetta er hátt í hundrað milljónir í heildina. Við erum nú þegar búin að framkvæma fyrir einhverjar þrjátíu milljónir,” segir Dagbjört.Útsýnispallurinn sem verið er að setja upp við Goðafoss að austanverðu. Annar pallur verður vestanmegin.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ekki veitir af því ferðamönnum við Goðafoss hefur snarfjölgað á undanförnum árum, staðurinn er í alfaraleið við hringveginn og þetta er yfirleitt fyrsti áningarstaður þeirra sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar. „Þetta er aðalstaðurinn, - aðalstoppistaðurinn í Þingeyjarsveit.” Goðafoss og umhverfi hans eru jafnframt ein helsta náttúruperla Norðurlands og því þarf að vanda til verka. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að gera þetta vel. Við höfum fengið landslagsarkitekta til þess að vinna þetta með okkur. Og þetta er auðvitað viðkvæmt. Þarna er hraun og lyng og svo er verið að útbúa þarna stíga og þá verða sár eftir það. Þannig að við erum að reyna að setja lyngþökur og hraun og annað þannig að þetta verði bara sem náttúrulegast. En auðvitað eru alltaf ákveðin ummerki eftir svona framkvæmdir,” segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Sjá meira