Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2016 09:03 Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. Sýnt var frá framkvæmdunum og rætt við Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það líður varla sú vika að ekki sé kvartað í fjölmiðlum undan lélegri aðstöðu við helstu ferðamannastaði. Það er samt ekki svo að ekkert horfi til bóta. Við Goðafoss er að verða breyting. Það verður reyndar ekki sagt að vinnuvélarnar séu stórvirkar, þær eru litlar og nettar sem notaðar eru þessa dagana við lagningu göngustíga við austanverðan fossinn en þar er einnig búið að smíða útsýnispall. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit stendur að verkinu.Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við ætlum að klára framkvæmdir að austan núna í sumar, - ætlum að leggja áherslu á það. Svo ætlum við að byrja vestanmegin og það er með útsýnispalli og göngustígum.” Dagbjört segir ekki hjá því komist að nýta sumartímann til verksins en vonast jafnframt til að haustið verði drjúgt. Þingeyjarsveit hefur þegar fengið nærri 67 milljóna króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðmannastaða en þarf að greiða 20 prósent á móti. Og þetta kostar skildinginn. „Þetta er hátt í hundrað milljónir í heildina. Við erum nú þegar búin að framkvæma fyrir einhverjar þrjátíu milljónir,” segir Dagbjört.Útsýnispallurinn sem verið er að setja upp við Goðafoss að austanverðu. Annar pallur verður vestanmegin.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ekki veitir af því ferðamönnum við Goðafoss hefur snarfjölgað á undanförnum árum, staðurinn er í alfaraleið við hringveginn og þetta er yfirleitt fyrsti áningarstaður þeirra sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar. „Þetta er aðalstaðurinn, - aðalstoppistaðurinn í Þingeyjarsveit.” Goðafoss og umhverfi hans eru jafnframt ein helsta náttúruperla Norðurlands og því þarf að vanda til verka. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að gera þetta vel. Við höfum fengið landslagsarkitekta til þess að vinna þetta með okkur. Og þetta er auðvitað viðkvæmt. Þarna er hraun og lyng og svo er verið að útbúa þarna stíga og þá verða sár eftir það. Þannig að við erum að reyna að setja lyngþökur og hraun og annað þannig að þetta verði bara sem náttúrulegast. En auðvitað eru alltaf ákveðin ummerki eftir svona framkvæmdir,” segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. Sýnt var frá framkvæmdunum og rætt við Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það líður varla sú vika að ekki sé kvartað í fjölmiðlum undan lélegri aðstöðu við helstu ferðamannastaði. Það er samt ekki svo að ekkert horfi til bóta. Við Goðafoss er að verða breyting. Það verður reyndar ekki sagt að vinnuvélarnar séu stórvirkar, þær eru litlar og nettar sem notaðar eru þessa dagana við lagningu göngustíga við austanverðan fossinn en þar er einnig búið að smíða útsýnispall. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit stendur að verkinu.Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við ætlum að klára framkvæmdir að austan núna í sumar, - ætlum að leggja áherslu á það. Svo ætlum við að byrja vestanmegin og það er með útsýnispalli og göngustígum.” Dagbjört segir ekki hjá því komist að nýta sumartímann til verksins en vonast jafnframt til að haustið verði drjúgt. Þingeyjarsveit hefur þegar fengið nærri 67 milljóna króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðmannastaða en þarf að greiða 20 prósent á móti. Og þetta kostar skildinginn. „Þetta er hátt í hundrað milljónir í heildina. Við erum nú þegar búin að framkvæma fyrir einhverjar þrjátíu milljónir,” segir Dagbjört.Útsýnispallurinn sem verið er að setja upp við Goðafoss að austanverðu. Annar pallur verður vestanmegin.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ekki veitir af því ferðamönnum við Goðafoss hefur snarfjölgað á undanförnum árum, staðurinn er í alfaraleið við hringveginn og þetta er yfirleitt fyrsti áningarstaður þeirra sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar. „Þetta er aðalstaðurinn, - aðalstoppistaðurinn í Þingeyjarsveit.” Goðafoss og umhverfi hans eru jafnframt ein helsta náttúruperla Norðurlands og því þarf að vanda til verka. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að gera þetta vel. Við höfum fengið landslagsarkitekta til þess að vinna þetta með okkur. Og þetta er auðvitað viðkvæmt. Þarna er hraun og lyng og svo er verið að útbúa þarna stíga og þá verða sár eftir það. Þannig að við erum að reyna að setja lyngþökur og hraun og annað þannig að þetta verði bara sem náttúrulegast. En auðvitað eru alltaf ákveðin ummerki eftir svona framkvæmdir,” segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira