Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2016 09:03 Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. Sýnt var frá framkvæmdunum og rætt við Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það líður varla sú vika að ekki sé kvartað í fjölmiðlum undan lélegri aðstöðu við helstu ferðamannastaði. Það er samt ekki svo að ekkert horfi til bóta. Við Goðafoss er að verða breyting. Það verður reyndar ekki sagt að vinnuvélarnar séu stórvirkar, þær eru litlar og nettar sem notaðar eru þessa dagana við lagningu göngustíga við austanverðan fossinn en þar er einnig búið að smíða útsýnispall. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit stendur að verkinu.Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við ætlum að klára framkvæmdir að austan núna í sumar, - ætlum að leggja áherslu á það. Svo ætlum við að byrja vestanmegin og það er með útsýnispalli og göngustígum.” Dagbjört segir ekki hjá því komist að nýta sumartímann til verksins en vonast jafnframt til að haustið verði drjúgt. Þingeyjarsveit hefur þegar fengið nærri 67 milljóna króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðmannastaða en þarf að greiða 20 prósent á móti. Og þetta kostar skildinginn. „Þetta er hátt í hundrað milljónir í heildina. Við erum nú þegar búin að framkvæma fyrir einhverjar þrjátíu milljónir,” segir Dagbjört.Útsýnispallurinn sem verið er að setja upp við Goðafoss að austanverðu. Annar pallur verður vestanmegin.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ekki veitir af því ferðamönnum við Goðafoss hefur snarfjölgað á undanförnum árum, staðurinn er í alfaraleið við hringveginn og þetta er yfirleitt fyrsti áningarstaður þeirra sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar. „Þetta er aðalstaðurinn, - aðalstoppistaðurinn í Þingeyjarsveit.” Goðafoss og umhverfi hans eru jafnframt ein helsta náttúruperla Norðurlands og því þarf að vanda til verka. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að gera þetta vel. Við höfum fengið landslagsarkitekta til þess að vinna þetta með okkur. Og þetta er auðvitað viðkvæmt. Þarna er hraun og lyng og svo er verið að útbúa þarna stíga og þá verða sár eftir það. Þannig að við erum að reyna að setja lyngþökur og hraun og annað þannig að þetta verði bara sem náttúrulegast. En auðvitað eru alltaf ákveðin ummerki eftir svona framkvæmdir,” segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. Sýnt var frá framkvæmdunum og rætt við Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það líður varla sú vika að ekki sé kvartað í fjölmiðlum undan lélegri aðstöðu við helstu ferðamannastaði. Það er samt ekki svo að ekkert horfi til bóta. Við Goðafoss er að verða breyting. Það verður reyndar ekki sagt að vinnuvélarnar séu stórvirkar, þær eru litlar og nettar sem notaðar eru þessa dagana við lagningu göngustíga við austanverðan fossinn en þar er einnig búið að smíða útsýnispall. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit stendur að verkinu.Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við ætlum að klára framkvæmdir að austan núna í sumar, - ætlum að leggja áherslu á það. Svo ætlum við að byrja vestanmegin og það er með útsýnispalli og göngustígum.” Dagbjört segir ekki hjá því komist að nýta sumartímann til verksins en vonast jafnframt til að haustið verði drjúgt. Þingeyjarsveit hefur þegar fengið nærri 67 milljóna króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðmannastaða en þarf að greiða 20 prósent á móti. Og þetta kostar skildinginn. „Þetta er hátt í hundrað milljónir í heildina. Við erum nú þegar búin að framkvæma fyrir einhverjar þrjátíu milljónir,” segir Dagbjört.Útsýnispallurinn sem verið er að setja upp við Goðafoss að austanverðu. Annar pallur verður vestanmegin.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ekki veitir af því ferðamönnum við Goðafoss hefur snarfjölgað á undanförnum árum, staðurinn er í alfaraleið við hringveginn og þetta er yfirleitt fyrsti áningarstaður þeirra sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar. „Þetta er aðalstaðurinn, - aðalstoppistaðurinn í Þingeyjarsveit.” Goðafoss og umhverfi hans eru jafnframt ein helsta náttúruperla Norðurlands og því þarf að vanda til verka. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að gera þetta vel. Við höfum fengið landslagsarkitekta til þess að vinna þetta með okkur. Og þetta er auðvitað viðkvæmt. Þarna er hraun og lyng og svo er verið að útbúa þarna stíga og þá verða sár eftir það. Þannig að við erum að reyna að setja lyngþökur og hraun og annað þannig að þetta verði bara sem náttúrulegast. En auðvitað eru alltaf ákveðin ummerki eftir svona framkvæmdir,” segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira