Segir Íslandspóst fara á svig við lög Svavar Hávarðsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Breytingar á gjaldskrá Íslandspósts eru harðlega gagnrýndar. Mynd/Íslandspóstur Félag atvinnurekenda (FA) hefur skrifað Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem vakin er athygli á tíðum og miklum hækkunum á gjaldskrá Íslandspósts á þeirri þjónustu sem fyrirtækið hefur einkarétt á að veita – og einna helst á þeim flokki sem fyrirtæki nýta helst til samskipta við sína viðskiptavini. Eins að verðskrá fyrir þá þjónustu Íslandspósts sem er í samkeppni við starfsemi einkaaðila hefur ekki hækkað í neinu samræmi.Ólafur StephensenBréfritari Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, tekur dæmi þar sem hann sýnir fram á að Magnpóstur B – flokkurinn sem fyrirtæki nýta helst – hefur hækkað um 46,2 prósent frá ársbyrjun 2014. Pakkasending – sem fellur undir samkeppnishlutann – hefur á sama tíma hækkað um 3,1 prósent. „Þessi munur vekur furðu og margar spurningar. Verðskrárhækkun vegna bréfa í einkarétti um síðustu mánaðamót var þannig réttlætt með vísan til meiri launahækkana í kjarasamningum en Íslandspóstur gerði ráð fyrir í áætlunum sínum. Auka þær hækkanir ekki kostnað vegna pakkasendinga, ekki síður en vegna bréfasendinga,“ spyr Ólafur í bréfi sínu. Í bréfinu rekur Ólafur hvernig afkoma samkeppnisrekstrar Íslandspósts innan alþjónustu snarvernsaði árið 2013 – sem skýrist af breytingum á því hvernig úthlutun kostnaðar er færð á einstaka starfsþætti. Þegar samkeppnishlutinn innan alþjónustu og utan hennar er borinn saman fullyrðir Ólafur að sú „mynd blasir við að ríkisfyrirtækið ástundi undirverðlagningu þess hluta alþjónustunnar sem er í samkeppni við einkaaðila.“ Það telur Ólafur að gangi gegn lögum um póstþjónustu. Í bréfinu segir að ljóst sé að PFS hafi ekki rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með gjaldskrá Íslandspóst vegna samkeppnisrekstrar innan alþjónustu – þjónustan sé rekin með „hvínandi tapi vegna undirverðlagningar“, sem gangi þvert á lög. Eins er vakin athygli á því í bréfinu að samkvæmt starfsleyfi Íslandspósts skuli fyrirtækið upplýsa um skilmála þeirrar þjónustu sem það veitir – og geri þær aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins, afgreiðslustöðum og víðar. Á þessu sé hins vegar mikill misbrestur og á sama tíma séu sterkar vísbendingar um að Íslandspóstur hafi náð til sín viðskiptum eins og bögglasendingum með undirverðlagningu. „Engu að síður hefur FA séð skjalfest dæmi þess að PFS neiti keppinautum Íslandspósts um að ganga á eftir því við ríkisfyrirtækið að það birti afsláttarskilmála sína opinberlega, líkt og löggjafinn hefur ætlast til,“ segir í bréfinu. Í niðurlagi bréfsins segir Ólafur þessa þróun mikið áhyggjuefni og heilbrigðu samkeppnisumhverfi í póstþjónustu sé stefnt í hættu vegna vanrækslu PFS á lögbundnu eftirlitshlutverki sínu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur skrifað Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem vakin er athygli á tíðum og miklum hækkunum á gjaldskrá Íslandspósts á þeirri þjónustu sem fyrirtækið hefur einkarétt á að veita – og einna helst á þeim flokki sem fyrirtæki nýta helst til samskipta við sína viðskiptavini. Eins að verðskrá fyrir þá þjónustu Íslandspósts sem er í samkeppni við starfsemi einkaaðila hefur ekki hækkað í neinu samræmi.Ólafur StephensenBréfritari Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, tekur dæmi þar sem hann sýnir fram á að Magnpóstur B – flokkurinn sem fyrirtæki nýta helst – hefur hækkað um 46,2 prósent frá ársbyrjun 2014. Pakkasending – sem fellur undir samkeppnishlutann – hefur á sama tíma hækkað um 3,1 prósent. „Þessi munur vekur furðu og margar spurningar. Verðskrárhækkun vegna bréfa í einkarétti um síðustu mánaðamót var þannig réttlætt með vísan til meiri launahækkana í kjarasamningum en Íslandspóstur gerði ráð fyrir í áætlunum sínum. Auka þær hækkanir ekki kostnað vegna pakkasendinga, ekki síður en vegna bréfasendinga,“ spyr Ólafur í bréfi sínu. Í bréfinu rekur Ólafur hvernig afkoma samkeppnisrekstrar Íslandspósts innan alþjónustu snarvernsaði árið 2013 – sem skýrist af breytingum á því hvernig úthlutun kostnaðar er færð á einstaka starfsþætti. Þegar samkeppnishlutinn innan alþjónustu og utan hennar er borinn saman fullyrðir Ólafur að sú „mynd blasir við að ríkisfyrirtækið ástundi undirverðlagningu þess hluta alþjónustunnar sem er í samkeppni við einkaaðila.“ Það telur Ólafur að gangi gegn lögum um póstþjónustu. Í bréfinu segir að ljóst sé að PFS hafi ekki rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með gjaldskrá Íslandspóst vegna samkeppnisrekstrar innan alþjónustu – þjónustan sé rekin með „hvínandi tapi vegna undirverðlagningar“, sem gangi þvert á lög. Eins er vakin athygli á því í bréfinu að samkvæmt starfsleyfi Íslandspósts skuli fyrirtækið upplýsa um skilmála þeirrar þjónustu sem það veitir – og geri þær aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins, afgreiðslustöðum og víðar. Á þessu sé hins vegar mikill misbrestur og á sama tíma séu sterkar vísbendingar um að Íslandspóstur hafi náð til sín viðskiptum eins og bögglasendingum með undirverðlagningu. „Engu að síður hefur FA séð skjalfest dæmi þess að PFS neiti keppinautum Íslandspósts um að ganga á eftir því við ríkisfyrirtækið að það birti afsláttarskilmála sína opinberlega, líkt og löggjafinn hefur ætlast til,“ segir í bréfinu. Í niðurlagi bréfsins segir Ólafur þessa þróun mikið áhyggjuefni og heilbrigðu samkeppnisumhverfi í póstþjónustu sé stefnt í hættu vegna vanrækslu PFS á lögbundnu eftirlitshlutverki sínu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira