Telur rafmagnsbílinn vera raunhæfan kost fyrir fólk í dreifbýli Sveinn Arnarsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Hraðhleðslustöðvum á Akureyri hefur fjölgað á síðustu misserum og gerir rafbílaeigendum auðveldara um vik. Mynd/Óskar Þór Vilhjálmsson „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig fyrsta útilegan verður og hvort ég nái að komast í Varmahlíð með börnin,“ segir Óskar Þór Vilhjálmsson, íbúi í Eyjafirði sem var á leið í sína fyrstu útilegu á rafmagnsbílnum sínum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég fullhleð hann á Akureyri og ég ætti að ná í Varmahlíð í útileguna.“ Óskar Þór býr í Melgerði í Eyjafjarðarsveit, sem er staðsett 32 km sunnan Akureyrar. Hann segir það mjög hagkvæmt fyrir bíleigendur sem þurfa að aka 30-50 kílómetra á dag til vinnu að eiga rafmagnsbíl. Það sé því ekki rétt nálgun að rafmagnsbílar séu aðeins fyrir þá sem búa í þéttbýli og vinni í þéttbýli.Óskar Þór Vilhjálmsson, eigandi rafmagnsbíls í Eyjafirði„Bíllinn er fullhlaðinn þegar ég sest í hann að morgni. Stundum hleð ég hann í vinnunni en ég þarf þess ekki alltaf. Síðan, þegar vinnudegi lýkur, keyri ég heim og ég veit að rafmagnið er nægjanlegt fyrir bónusferð og svo að komast heim,“ segir Óskar Þór. Hann segir einnig mikinn sparnað fólginn í þessu fyrirkomulagi „Við vorum að eyða um hálfri milljón á ári í bensínkostnað en með þessum hætti erum við aðeins að nota brot af því fjármagni í rafmagn. Því hentar þetta gríðarlega vel fyrir fólk sem þarf að keyra nokkra vegalengd til vinnu á hverjum degi.“ Óskar segir það hafa komið sér á óvart hversu gott hafi verið að eiga rafmagnsbílinn að vetri til í Eyjafirði. Veður geta verið válynd og snjóþyngsli oft mikil. „Til að mynda þurfti ég aldrei að skafa af bílnum síðasta vetur. Ég set bílinn í hleðslu við heimkomu og stilli bílinn á að ég þurfi að fara inn í hann um hálf átta að morgni. Þegar ég kem út hefur hann hitað sig, hreinsað af sér snjó og krap og þegar ég sest inn í hann eru sætin heit, stýrið einnig og þetta er í raun allt annað líf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
„Ég er mjög spenntur að sjá hvernig fyrsta útilegan verður og hvort ég nái að komast í Varmahlíð með börnin,“ segir Óskar Þór Vilhjálmsson, íbúi í Eyjafirði sem var á leið í sína fyrstu útilegu á rafmagnsbílnum sínum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég fullhleð hann á Akureyri og ég ætti að ná í Varmahlíð í útileguna.“ Óskar Þór býr í Melgerði í Eyjafjarðarsveit, sem er staðsett 32 km sunnan Akureyrar. Hann segir það mjög hagkvæmt fyrir bíleigendur sem þurfa að aka 30-50 kílómetra á dag til vinnu að eiga rafmagnsbíl. Það sé því ekki rétt nálgun að rafmagnsbílar séu aðeins fyrir þá sem búa í þéttbýli og vinni í þéttbýli.Óskar Þór Vilhjálmsson, eigandi rafmagnsbíls í Eyjafirði„Bíllinn er fullhlaðinn þegar ég sest í hann að morgni. Stundum hleð ég hann í vinnunni en ég þarf þess ekki alltaf. Síðan, þegar vinnudegi lýkur, keyri ég heim og ég veit að rafmagnið er nægjanlegt fyrir bónusferð og svo að komast heim,“ segir Óskar Þór. Hann segir einnig mikinn sparnað fólginn í þessu fyrirkomulagi „Við vorum að eyða um hálfri milljón á ári í bensínkostnað en með þessum hætti erum við aðeins að nota brot af því fjármagni í rafmagn. Því hentar þetta gríðarlega vel fyrir fólk sem þarf að keyra nokkra vegalengd til vinnu á hverjum degi.“ Óskar segir það hafa komið sér á óvart hversu gott hafi verið að eiga rafmagnsbílinn að vetri til í Eyjafirði. Veður geta verið válynd og snjóþyngsli oft mikil. „Til að mynda þurfti ég aldrei að skafa af bílnum síðasta vetur. Ég set bílinn í hleðslu við heimkomu og stilli bílinn á að ég þurfi að fara inn í hann um hálf átta að morgni. Þegar ég kem út hefur hann hitað sig, hreinsað af sér snjó og krap og þegar ég sest inn í hann eru sætin heit, stýrið einnig og þetta er í raun allt annað líf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira