Telur rafmagnsbílinn vera raunhæfan kost fyrir fólk í dreifbýli Sveinn Arnarsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Hraðhleðslustöðvum á Akureyri hefur fjölgað á síðustu misserum og gerir rafbílaeigendum auðveldara um vik. Mynd/Óskar Þór Vilhjálmsson „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig fyrsta útilegan verður og hvort ég nái að komast í Varmahlíð með börnin,“ segir Óskar Þór Vilhjálmsson, íbúi í Eyjafirði sem var á leið í sína fyrstu útilegu á rafmagnsbílnum sínum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég fullhleð hann á Akureyri og ég ætti að ná í Varmahlíð í útileguna.“ Óskar Þór býr í Melgerði í Eyjafjarðarsveit, sem er staðsett 32 km sunnan Akureyrar. Hann segir það mjög hagkvæmt fyrir bíleigendur sem þurfa að aka 30-50 kílómetra á dag til vinnu að eiga rafmagnsbíl. Það sé því ekki rétt nálgun að rafmagnsbílar séu aðeins fyrir þá sem búa í þéttbýli og vinni í þéttbýli.Óskar Þór Vilhjálmsson, eigandi rafmagnsbíls í Eyjafirði„Bíllinn er fullhlaðinn þegar ég sest í hann að morgni. Stundum hleð ég hann í vinnunni en ég þarf þess ekki alltaf. Síðan, þegar vinnudegi lýkur, keyri ég heim og ég veit að rafmagnið er nægjanlegt fyrir bónusferð og svo að komast heim,“ segir Óskar Þór. Hann segir einnig mikinn sparnað fólginn í þessu fyrirkomulagi „Við vorum að eyða um hálfri milljón á ári í bensínkostnað en með þessum hætti erum við aðeins að nota brot af því fjármagni í rafmagn. Því hentar þetta gríðarlega vel fyrir fólk sem þarf að keyra nokkra vegalengd til vinnu á hverjum degi.“ Óskar segir það hafa komið sér á óvart hversu gott hafi verið að eiga rafmagnsbílinn að vetri til í Eyjafirði. Veður geta verið válynd og snjóþyngsli oft mikil. „Til að mynda þurfti ég aldrei að skafa af bílnum síðasta vetur. Ég set bílinn í hleðslu við heimkomu og stilli bílinn á að ég þurfi að fara inn í hann um hálf átta að morgni. Þegar ég kem út hefur hann hitað sig, hreinsað af sér snjó og krap og þegar ég sest inn í hann eru sætin heit, stýrið einnig og þetta er í raun allt annað líf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
„Ég er mjög spenntur að sjá hvernig fyrsta útilegan verður og hvort ég nái að komast í Varmahlíð með börnin,“ segir Óskar Þór Vilhjálmsson, íbúi í Eyjafirði sem var á leið í sína fyrstu útilegu á rafmagnsbílnum sínum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég fullhleð hann á Akureyri og ég ætti að ná í Varmahlíð í útileguna.“ Óskar Þór býr í Melgerði í Eyjafjarðarsveit, sem er staðsett 32 km sunnan Akureyrar. Hann segir það mjög hagkvæmt fyrir bíleigendur sem þurfa að aka 30-50 kílómetra á dag til vinnu að eiga rafmagnsbíl. Það sé því ekki rétt nálgun að rafmagnsbílar séu aðeins fyrir þá sem búa í þéttbýli og vinni í þéttbýli.Óskar Þór Vilhjálmsson, eigandi rafmagnsbíls í Eyjafirði„Bíllinn er fullhlaðinn þegar ég sest í hann að morgni. Stundum hleð ég hann í vinnunni en ég þarf þess ekki alltaf. Síðan, þegar vinnudegi lýkur, keyri ég heim og ég veit að rafmagnið er nægjanlegt fyrir bónusferð og svo að komast heim,“ segir Óskar Þór. Hann segir einnig mikinn sparnað fólginn í þessu fyrirkomulagi „Við vorum að eyða um hálfri milljón á ári í bensínkostnað en með þessum hætti erum við aðeins að nota brot af því fjármagni í rafmagn. Því hentar þetta gríðarlega vel fyrir fólk sem þarf að keyra nokkra vegalengd til vinnu á hverjum degi.“ Óskar segir það hafa komið sér á óvart hversu gott hafi verið að eiga rafmagnsbílinn að vetri til í Eyjafirði. Veður geta verið válynd og snjóþyngsli oft mikil. „Til að mynda þurfti ég aldrei að skafa af bílnum síðasta vetur. Ég set bílinn í hleðslu við heimkomu og stilli bílinn á að ég þurfi að fara inn í hann um hálf átta að morgni. Þegar ég kem út hefur hann hitað sig, hreinsað af sér snjó og krap og þegar ég sest inn í hann eru sætin heit, stýrið einnig og þetta er í raun allt annað líf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira