Gúmmítöffarar hrella Akureyringa með ískrandi hávaða að næturlagi Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2016 10:37 Sjö bílar reykspóluðu með tilheyrandri ískri og hávaða dágóða stund á hringtorgi á Akureyri í nótt. Myndband með reykspólandi ökuföntum á Akureyri gengur nú ljósum logum á Facebook. Það er tekið í nótt og sýnir sjö bíla sem aka hring eftir hring og láta væla í dekkjum sínum og er hávaðinn með miklum ósköpum. Myndbandið er tekið klukkan 01:26.Sá sem póstar því, Svanberg Snorrason, er reiður og segir þetta það mesta sem hann hefur séð. „Þarna eru 7 bílar í einu á hringtorginu, áhorfendur bæði á planinu við N1 og Tölvutek og svo á hringtorginu sjálfu. Einnig stoppa bílar umferðina af Glerárgötu inn á hringtorgið svo að þetta verði ekki truflað. Maður sá í dag að ákveðið hefði verið að hafa svæðið opið uppfrá en það virðist engu máli skipta. Á meðan að svona lagað er að raska ró og svefnfriði fólks, þetta er tekið upp klukkan 01:26, þá er ég á móti Bíladögum.“ Vísir ræddi við Börk Árnason lögregluvarðstjóra á Akureyri og spurði, hvað í ósköpunum er að gerast þarna? „Þarna eru bílar að spóla. Bílar sem margra hestafla og menn eru að leika sér að því að spóla í hringi. Það er bara þannig.“ Þá höfum við það svart á hvítu. Börkur segir að erfitt sé við þetta að eiga því þeir strákar sem eiga í hlut fara á einn stað, leika sér þar og eru svo farnir. „Þeir láta sig hverfa. Þess vegna erum við ekkert endilega að ná þeim. En, við náðum mörgum sem voru að spóla. Það var góður slatti.“ Börkur tekur undir það að sperringur hafi verið í mönnum eftir Bíladagana sem voru haldnir nú um helgina. „Menn voru náttúrlega bar að leika sér og við reyndum okkar besta til að ná þeim. En, þeir voru að þessu að nóttu sem dag, trufla svefnfrið fólks, því miður. En svona er þetta bara. Við ráðum ekki við alla þessa bíla.“ Að öðru leyti, fyrir utan „spóllætin“ tókust Bíladagarnir mjög vel, Börkur segir að heilt yfir hafi verið rólegt og engin alvarleg mál komu upp. „Við erum bara mjög sáttir, ekkert alvarlegt gerðist. Fólk sem sækir þessa bíladaga, mjög almennilegir krakkar og gaman að spjalla við þau. Góð skemmtun. Við erum mjög sáttir við þessa helgi fyrir utan spóllætin.“ Tengdar fréttir Lögreglan á Akureyri var í því að sinna hávaðaútköllum síðastliðna nótt Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna eftir að Bíladagar hófust. 17. júní 2016 13:35 Kvörtunum rignir yfir lögregluna á Akureyri vegna Bíladaga Varðstjóri segir að þrátt fyrir að bílaklúbburinn hafi búið til sérstakt svæði þar sem ökumenn mega spóla að vild þá sé mikið ónæði og hraðakstur á götum bæjarins. 16. júní 2016 15:53 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Myndband með reykspólandi ökuföntum á Akureyri gengur nú ljósum logum á Facebook. Það er tekið í nótt og sýnir sjö bíla sem aka hring eftir hring og láta væla í dekkjum sínum og er hávaðinn með miklum ósköpum. Myndbandið er tekið klukkan 01:26.Sá sem póstar því, Svanberg Snorrason, er reiður og segir þetta það mesta sem hann hefur séð. „Þarna eru 7 bílar í einu á hringtorginu, áhorfendur bæði á planinu við N1 og Tölvutek og svo á hringtorginu sjálfu. Einnig stoppa bílar umferðina af Glerárgötu inn á hringtorgið svo að þetta verði ekki truflað. Maður sá í dag að ákveðið hefði verið að hafa svæðið opið uppfrá en það virðist engu máli skipta. Á meðan að svona lagað er að raska ró og svefnfriði fólks, þetta er tekið upp klukkan 01:26, þá er ég á móti Bíladögum.“ Vísir ræddi við Börk Árnason lögregluvarðstjóra á Akureyri og spurði, hvað í ósköpunum er að gerast þarna? „Þarna eru bílar að spóla. Bílar sem margra hestafla og menn eru að leika sér að því að spóla í hringi. Það er bara þannig.“ Þá höfum við það svart á hvítu. Börkur segir að erfitt sé við þetta að eiga því þeir strákar sem eiga í hlut fara á einn stað, leika sér þar og eru svo farnir. „Þeir láta sig hverfa. Þess vegna erum við ekkert endilega að ná þeim. En, við náðum mörgum sem voru að spóla. Það var góður slatti.“ Börkur tekur undir það að sperringur hafi verið í mönnum eftir Bíladagana sem voru haldnir nú um helgina. „Menn voru náttúrlega bar að leika sér og við reyndum okkar besta til að ná þeim. En, þeir voru að þessu að nóttu sem dag, trufla svefnfrið fólks, því miður. En svona er þetta bara. Við ráðum ekki við alla þessa bíla.“ Að öðru leyti, fyrir utan „spóllætin“ tókust Bíladagarnir mjög vel, Börkur segir að heilt yfir hafi verið rólegt og engin alvarleg mál komu upp. „Við erum bara mjög sáttir, ekkert alvarlegt gerðist. Fólk sem sækir þessa bíladaga, mjög almennilegir krakkar og gaman að spjalla við þau. Góð skemmtun. Við erum mjög sáttir við þessa helgi fyrir utan spóllætin.“
Tengdar fréttir Lögreglan á Akureyri var í því að sinna hávaðaútköllum síðastliðna nótt Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna eftir að Bíladagar hófust. 17. júní 2016 13:35 Kvörtunum rignir yfir lögregluna á Akureyri vegna Bíladaga Varðstjóri segir að þrátt fyrir að bílaklúbburinn hafi búið til sérstakt svæði þar sem ökumenn mega spóla að vild þá sé mikið ónæði og hraðakstur á götum bæjarins. 16. júní 2016 15:53 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Lögreglan á Akureyri var í því að sinna hávaðaútköllum síðastliðna nótt Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna eftir að Bíladagar hófust. 17. júní 2016 13:35
Kvörtunum rignir yfir lögregluna á Akureyri vegna Bíladaga Varðstjóri segir að þrátt fyrir að bílaklúbburinn hafi búið til sérstakt svæði þar sem ökumenn mega spóla að vild þá sé mikið ónæði og hraðakstur á götum bæjarins. 16. júní 2016 15:53