Þrekvirki björgunarmanna í Nesskriðum í nótt: „Auðvelt að stúta sér á þessum slóðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2016 13:52 Einar Áki Valsson sem stjórnaði björgunaraðgerðum á Tröllaskaga í nótt þar sem erlent par hafði komið sér í sjálfheldu segir að það hafi gengið ágætlega að bjarga fólkinu. Aðstæður voru afar erfiðar en fólkið var fast á lítilli syllu í Nesskriðum við austanverðan Siglufjörð. Um snarbratt fjalllendi niður í sjó er að ræða og notuðu 40 björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri báta til að komast að fólkinu. Þá var dróni nýttur til kanna aðstæður í brattri fjallshlíðinni áður en björgunarmenn lögðu af stað upp. „Sem betur fer var gott veður og gott í sjóinn þannig að við gátum notað báta til að komast í fjöru,“ segir Einar Áki. Tveir björgunarmenn komust að fólkinu ofan frá og voru notaðir spottar til að koma þeim niður. Þau voru ekkert meidd en voru mjög sjokkeruð og þreytt að sögn Einars Áka.Björgunarsveitarmenn fóru á bátum að fjallshlíðinni.mynd/Haukur GunnarssonHaukur Gunnarsson, formaður björgunarsveitarinnar á Dalvík, segir öryggið hafi verið sett á oddinn í björgunaraðgerðunum og að enginn hafi verið í lífshættu. Engu að síður sé hættulegt að labba á þessu svæði og þetta hefði getað farið mjög illa. „Það er auðvelt að stúta sér á þessum slóðum. En gott samspil öflugra sveita varð til þess að þetta leystist sem betur fer. [...] Við vorum í stöðugu sambandi við fólkið en þau voru köld, blaut og hrædd og lögðu ekki í eitt né neitt,“ segir Haukur. Hann kveðst ekki vita hvað fólkið hafi verið lengi fast á syllunni áður en það hringdi á aðstoð á tólfta tímanum í gærkvöldi en það hafði verið á göngu síðan klukkan 17 um daginn. Björgunaraðgerðir tóku nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna en fyrstu menn komust að fólkinu um klukkan tvö um nóttina. Þau voru síðan komin til Siglufjarðar um klukkan fimm í morgun. Myndbandið hér að neðan var tekið með drónanum í nótt og birt á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar á Dalvík í hádeginu. Þá tók Haukur Gunnarsson meðfylgjandi myndir af björgunaraðgerðum í nótt. Í spilaranum hér að ofan má svo hlusta á viðtal við Kjartan Ólafsson formann svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Norðausturlandi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar.Eins og sést er fjallshlíðin þar sem fólkið var komið í sjálfheldu mjög brött og illfær.mynd/haukur gunnarssonBjörgunarsveitarmenn á Dalvík undirbúa sig til að fara af stað.mynd/haukur gunnarsson Tengdar fréttir Erfið björgunaraðgerð í Nesskriðum í nótt 30-40 björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru kallaðir út á tólfta tímanum í gærkvöldi til að koma erlendu pari en það hafði komist í sjálfheldu í Nesskriðum við austanverðan Siglufjörð. 1. júní 2016 07:42 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Einar Áki Valsson sem stjórnaði björgunaraðgerðum á Tröllaskaga í nótt þar sem erlent par hafði komið sér í sjálfheldu segir að það hafi gengið ágætlega að bjarga fólkinu. Aðstæður voru afar erfiðar en fólkið var fast á lítilli syllu í Nesskriðum við austanverðan Siglufjörð. Um snarbratt fjalllendi niður í sjó er að ræða og notuðu 40 björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri báta til að komast að fólkinu. Þá var dróni nýttur til kanna aðstæður í brattri fjallshlíðinni áður en björgunarmenn lögðu af stað upp. „Sem betur fer var gott veður og gott í sjóinn þannig að við gátum notað báta til að komast í fjöru,“ segir Einar Áki. Tveir björgunarmenn komust að fólkinu ofan frá og voru notaðir spottar til að koma þeim niður. Þau voru ekkert meidd en voru mjög sjokkeruð og þreytt að sögn Einars Áka.Björgunarsveitarmenn fóru á bátum að fjallshlíðinni.mynd/Haukur GunnarssonHaukur Gunnarsson, formaður björgunarsveitarinnar á Dalvík, segir öryggið hafi verið sett á oddinn í björgunaraðgerðunum og að enginn hafi verið í lífshættu. Engu að síður sé hættulegt að labba á þessu svæði og þetta hefði getað farið mjög illa. „Það er auðvelt að stúta sér á þessum slóðum. En gott samspil öflugra sveita varð til þess að þetta leystist sem betur fer. [...] Við vorum í stöðugu sambandi við fólkið en þau voru köld, blaut og hrædd og lögðu ekki í eitt né neitt,“ segir Haukur. Hann kveðst ekki vita hvað fólkið hafi verið lengi fast á syllunni áður en það hringdi á aðstoð á tólfta tímanum í gærkvöldi en það hafði verið á göngu síðan klukkan 17 um daginn. Björgunaraðgerðir tóku nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna en fyrstu menn komust að fólkinu um klukkan tvö um nóttina. Þau voru síðan komin til Siglufjarðar um klukkan fimm í morgun. Myndbandið hér að neðan var tekið með drónanum í nótt og birt á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar á Dalvík í hádeginu. Þá tók Haukur Gunnarsson meðfylgjandi myndir af björgunaraðgerðum í nótt. Í spilaranum hér að ofan má svo hlusta á viðtal við Kjartan Ólafsson formann svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Norðausturlandi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar.Eins og sést er fjallshlíðin þar sem fólkið var komið í sjálfheldu mjög brött og illfær.mynd/haukur gunnarssonBjörgunarsveitarmenn á Dalvík undirbúa sig til að fara af stað.mynd/haukur gunnarsson
Tengdar fréttir Erfið björgunaraðgerð í Nesskriðum í nótt 30-40 björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru kallaðir út á tólfta tímanum í gærkvöldi til að koma erlendu pari en það hafði komist í sjálfheldu í Nesskriðum við austanverðan Siglufjörð. 1. júní 2016 07:42 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Erfið björgunaraðgerð í Nesskriðum í nótt 30-40 björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru kallaðir út á tólfta tímanum í gærkvöldi til að koma erlendu pari en það hafði komist í sjálfheldu í Nesskriðum við austanverðan Siglufjörð. 1. júní 2016 07:42