Þrekvirki björgunarmanna í Nesskriðum í nótt: „Auðvelt að stúta sér á þessum slóðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2016 13:52 Einar Áki Valsson sem stjórnaði björgunaraðgerðum á Tröllaskaga í nótt þar sem erlent par hafði komið sér í sjálfheldu segir að það hafi gengið ágætlega að bjarga fólkinu. Aðstæður voru afar erfiðar en fólkið var fast á lítilli syllu í Nesskriðum við austanverðan Siglufjörð. Um snarbratt fjalllendi niður í sjó er að ræða og notuðu 40 björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri báta til að komast að fólkinu. Þá var dróni nýttur til kanna aðstæður í brattri fjallshlíðinni áður en björgunarmenn lögðu af stað upp. „Sem betur fer var gott veður og gott í sjóinn þannig að við gátum notað báta til að komast í fjöru,“ segir Einar Áki. Tveir björgunarmenn komust að fólkinu ofan frá og voru notaðir spottar til að koma þeim niður. Þau voru ekkert meidd en voru mjög sjokkeruð og þreytt að sögn Einars Áka.Björgunarsveitarmenn fóru á bátum að fjallshlíðinni.mynd/Haukur GunnarssonHaukur Gunnarsson, formaður björgunarsveitarinnar á Dalvík, segir öryggið hafi verið sett á oddinn í björgunaraðgerðunum og að enginn hafi verið í lífshættu. Engu að síður sé hættulegt að labba á þessu svæði og þetta hefði getað farið mjög illa. „Það er auðvelt að stúta sér á þessum slóðum. En gott samspil öflugra sveita varð til þess að þetta leystist sem betur fer. [...] Við vorum í stöðugu sambandi við fólkið en þau voru köld, blaut og hrædd og lögðu ekki í eitt né neitt,“ segir Haukur. Hann kveðst ekki vita hvað fólkið hafi verið lengi fast á syllunni áður en það hringdi á aðstoð á tólfta tímanum í gærkvöldi en það hafði verið á göngu síðan klukkan 17 um daginn. Björgunaraðgerðir tóku nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna en fyrstu menn komust að fólkinu um klukkan tvö um nóttina. Þau voru síðan komin til Siglufjarðar um klukkan fimm í morgun. Myndbandið hér að neðan var tekið með drónanum í nótt og birt á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar á Dalvík í hádeginu. Þá tók Haukur Gunnarsson meðfylgjandi myndir af björgunaraðgerðum í nótt. Í spilaranum hér að ofan má svo hlusta á viðtal við Kjartan Ólafsson formann svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Norðausturlandi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar.Eins og sést er fjallshlíðin þar sem fólkið var komið í sjálfheldu mjög brött og illfær.mynd/haukur gunnarssonBjörgunarsveitarmenn á Dalvík undirbúa sig til að fara af stað.mynd/haukur gunnarsson Tengdar fréttir Erfið björgunaraðgerð í Nesskriðum í nótt 30-40 björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru kallaðir út á tólfta tímanum í gærkvöldi til að koma erlendu pari en það hafði komist í sjálfheldu í Nesskriðum við austanverðan Siglufjörð. 1. júní 2016 07:42 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Einar Áki Valsson sem stjórnaði björgunaraðgerðum á Tröllaskaga í nótt þar sem erlent par hafði komið sér í sjálfheldu segir að það hafi gengið ágætlega að bjarga fólkinu. Aðstæður voru afar erfiðar en fólkið var fast á lítilli syllu í Nesskriðum við austanverðan Siglufjörð. Um snarbratt fjalllendi niður í sjó er að ræða og notuðu 40 björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri báta til að komast að fólkinu. Þá var dróni nýttur til kanna aðstæður í brattri fjallshlíðinni áður en björgunarmenn lögðu af stað upp. „Sem betur fer var gott veður og gott í sjóinn þannig að við gátum notað báta til að komast í fjöru,“ segir Einar Áki. Tveir björgunarmenn komust að fólkinu ofan frá og voru notaðir spottar til að koma þeim niður. Þau voru ekkert meidd en voru mjög sjokkeruð og þreytt að sögn Einars Áka.Björgunarsveitarmenn fóru á bátum að fjallshlíðinni.mynd/Haukur GunnarssonHaukur Gunnarsson, formaður björgunarsveitarinnar á Dalvík, segir öryggið hafi verið sett á oddinn í björgunaraðgerðunum og að enginn hafi verið í lífshættu. Engu að síður sé hættulegt að labba á þessu svæði og þetta hefði getað farið mjög illa. „Það er auðvelt að stúta sér á þessum slóðum. En gott samspil öflugra sveita varð til þess að þetta leystist sem betur fer. [...] Við vorum í stöðugu sambandi við fólkið en þau voru köld, blaut og hrædd og lögðu ekki í eitt né neitt,“ segir Haukur. Hann kveðst ekki vita hvað fólkið hafi verið lengi fast á syllunni áður en það hringdi á aðstoð á tólfta tímanum í gærkvöldi en það hafði verið á göngu síðan klukkan 17 um daginn. Björgunaraðgerðir tóku nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna en fyrstu menn komust að fólkinu um klukkan tvö um nóttina. Þau voru síðan komin til Siglufjarðar um klukkan fimm í morgun. Myndbandið hér að neðan var tekið með drónanum í nótt og birt á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar á Dalvík í hádeginu. Þá tók Haukur Gunnarsson meðfylgjandi myndir af björgunaraðgerðum í nótt. Í spilaranum hér að ofan má svo hlusta á viðtal við Kjartan Ólafsson formann svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Norðausturlandi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar.Eins og sést er fjallshlíðin þar sem fólkið var komið í sjálfheldu mjög brött og illfær.mynd/haukur gunnarssonBjörgunarsveitarmenn á Dalvík undirbúa sig til að fara af stað.mynd/haukur gunnarsson
Tengdar fréttir Erfið björgunaraðgerð í Nesskriðum í nótt 30-40 björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru kallaðir út á tólfta tímanum í gærkvöldi til að koma erlendu pari en það hafði komist í sjálfheldu í Nesskriðum við austanverðan Siglufjörð. 1. júní 2016 07:42 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Erfið björgunaraðgerð í Nesskriðum í nótt 30-40 björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru kallaðir út á tólfta tímanum í gærkvöldi til að koma erlendu pari en það hafði komist í sjálfheldu í Nesskriðum við austanverðan Siglufjörð. 1. júní 2016 07:42