Innlent

Happdrætti Háskólans: 94 milljónir til vinningshafa

Atli Ísleifsson skrifar
Sex miðaeigendur hlutu milljón króna vinning.
Sex miðaeigendur hlutu milljón króna vinning. Vísir/Anton
Alls voru 94 milljónir króna greiddar út til vinningshafa á meðal miðahafa í Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld.

Í tilkynningu frá Happdrætti Háskólans segir að 3.351 miðaeigendur hafi fengið vinning í útdrætti kvöldsins, og sé heildarupphæð vinninga rúmar 94 milljónir.

Sex miðaeigendur hlutu milljón króna vinning en einnig hlutu þrettán miðaeigendur hálfa milljón króna hver.

Milljónaveltan gekk ekki út í þetta skipti og verður 40 milljónir króna í næsta útdrætti þann 12. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×